Hafnarstjórn Fjallabyggðar

129. fundur 15. júní 2022 kl. 16:00 - 17:25 Ólafsvegi 4, Ólafsfirði
Nefndarmenn
  • Tómas Atli Einarsson formaður, D lista
  • Birgitta Þorsteinsdóttir varamaður, D lista
  • Ægir Bergsson aðalmaður, A lista
  • Áslaug Inga Barðadóttir aðalmaður, A lista
  • Jón Valgeir Baldursson aðalmaður, H lista
Starfsmenn
  • Friðþjófur Jónsson yfirhafnarvörður
  • Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála
Fundargerð ritaði: Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála
Undir þessum lið sat Friðþjófur Jónsson yfirhafnarvörður.

1.Aflatölur 2022

Málsnúmer 2202026Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar
Yfirhafnarvörður lagði fram og fór yfir tölur um landaðan afla til og með 14. júní með samanburði við fyrri ár.

Á Siglufirði hafa 4.696 tonn borist á land í 505 löndunum, samtímatölur fyrra árs eru 7.650 tonn í 632 löndunum.
Á Ólafsfirði hafa 146 tonn borist á land í 121 löndunum, á sama tíma í fyrra hafði 279 tonnum verið landað í 166 löndunum.
Undir þessum lið sat Friðþjófur Jónsson yfirhafnarvörður.

2.Rekstraryfirlit - 2022

Málsnúmer 2204016Vakta málsnúmer


Lagt fram rekstraryfirlit fyrir fyrstu fjóra mánuði ársins 2022 miðað við stöðu í bókhaldi þann 14.06.2022.

Lagt fram til kynningar
Undir þessum lið sat Friðþjófur Jónsson yfirhafnarvörður.

3.Staða framkvæmda - yfirlit 2022

Málsnúmer 2203076Vakta málsnúmer

Yfirhafnarvörður fór yfir stöðu framkvæmda á Fjallabyggðahöfnum á fundinum.
Lagt fram til kynningar

4.Seatrade Med sýning í Malaga í september.

Málsnúmer 2206023Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi, dags. 7. júní 2022, frá Anitu Elefsen, safnstjóra Síldarminjasafnsins þar sem vakin er athygli sveitarfélagsins á SeaTrade sýningunni og mikilvægi hennar fyrir markaðssetningu Siglufjarðarhafnar sem viðkomustað fyrir skemmtiferðaskip.
Samþykkt
Hafnarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti.

5.Innri höfn Siglufjörður - Stálþilsrekstur

Málsnúmer 2206007Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi, dagsett 1. júní 2022, þar sem Vegagerðin óskar eftir að bjóða út stálþilsrekstur í samræmi við framlögð hönnunargögn. Gert er ráð fyrir að bjóða út í júní 2022. Varðandi heildarkostnað framkvæmdanna er vísað í framlagt bréf Vegagerðarinnar til Fjallabyggðahafna frá því febrúar 2021.
Gert er ráð fyrir að vinna við rekstur hefjist 1. september 2022 og klárist fyrir áramót. Þekjan verður svo boðin út sumarið 2023.
Samþykkt
Hafnarstjórn samþykkir erindið fyrir sitt leyti.

6.Drengskaparheit um þagnarskyldu 2022-2026

Málsnúmer 2206011Vakta málsnúmer

Fundarmenn undirrituðu drengskaparheit um þagnarskyldu vegna setu í Hafnarstjórn Fjallabyggðar.
Samþykkt
Undir þessum lið sat Friðþjófur Jónsson yfirhafnarvörður.

7.Leyfi fyrir pramma við Leirutanga

Málsnúmer 2206015Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Unnars S. Hjaltasonar dags, 7. júní 2022 þar sem óskað er eftir, f.h. Nesnúps ehf, leyfi fyrir að staðsetja landgöngupramma á landfyllingu við norð-austanverðan Leirutanga eða annars vegar við hafnarkant svo pramminn verði ekki fyrir skemmdum, t.a.m. vegna veðurs.
Samþykkt
Hafnarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti staðsetningu prammans.
Friðþjófur Jónsson vék af fundi kl.16:40.

8.Fyrirspurn til skipulags- og byggingarfulltrúa

Málsnúmer 2205071Vakta málsnúmer

Þann 7. júní sl. vísaði skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar erindinu til umsagnar hjá Hafnarstjórn.

Lögð fram fyrirspurn Birgittu Guðrúnar Ásgrímsdóttur og Alexanders Schepsky, dagsett 24. maí 2022, um Námuveg 2, Ólafsfirði. Húsið stendur í dag á Athafnasvæði (AT) en spyrjendur vilja kanna möguleika á að reka gistiheimili og veitingarekstur í hluta hússins sem kallar á breytta skilgreiningu svæðis í verslun og þjónustu (VÞ).
Visað til afgreiðslu starfsmanns
Hafnarstjórn tekur jákvætt í erindið og felur tæknideild að finna heppilega útfærslu á breytingu á aðalskipulagi.

9.Hafnarstjórn - Önnur mál 2022

Málsnúmer 2201013Vakta málsnúmer

Formaður hafnarstjórnar kynnti dagskráliðinn fyrir nefndarfólki.
Lagt fram til kynningar

Fundi slitið - kl. 17:25.