Leyfi fyrir pramma við Leirutanga

Málsnúmer 2206015

Vakta málsnúmer

Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 129. fundur - 15.06.2022

Undir þessum lið sat Friðþjófur Jónsson yfirhafnarvörður.
Lagt fram erindi Unnars S. Hjaltasonar dags, 7. júní 2022 þar sem óskað er eftir, f.h. Nesnúps ehf, leyfi fyrir að staðsetja landgöngupramma á landfyllingu við norð-austanverðan Leirutanga eða annars vegar við hafnarkant svo pramminn verði ekki fyrir skemmdum, t.a.m. vegna veðurs.
Samþykkt
Hafnarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti staðsetningu prammans.
Friðþjófur Jónsson vék af fundi kl.16:40.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 748. fundur - 27.06.2022

Undir þessum lið sat Ármann V. Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar og kom hann inn á fundinn kl. 16:00.

Á 129. fundi Hafnarstjórnar Fjallabyggðar þann 15. júní 2022 var lagt fram erindi Unnars S. Hjaltasonar dags, 7. júní 2022 þar sem óskað er eftir, f.h. Nesnúps ehf., leyfi fyrir að staðsetja landgöngupramma á landfyllingu við norð-austanverðan Leirutanga eða annars vegar við hafnarkant svo pramminn verði ekki fyrir skemmdum, t.a.m. vegna veðurs.

Á 217. fundi bæjarstjórnar Fjallabyggðar samþykkti bæjarstjórn að vísa erindinu til frekari úrvinnslu bæjarráðs.
Vísað til umsagnar
Bæjarráð óskar eftir umsögn deildarstjóra tæknideildar um málið ásamt tillögum að varanlegri lausn málsins.