Félagsmálanefnd Fjallabyggðar

83. fundur 06. október 2014 kl. 16:30 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Kristjana Rannveig Sveinsdóttir formaður, S lista
  • Hrafnhildur Ýr Denke Vilbertsdóttir aðalmaður, F lista
  • Margrét Ósk Harðardóttir aðalmaður, D lista
  • Sæunn Gunnur Pálmadóttir aðalmaður, D lista
  • Hafey Pétursdóttir áheyrnarfulltrúi, B lista
  • Hjörtur Hjartarson deildarstjóri fjölskyldudeildar
Fundargerð ritaði: Hjörtur Hjartarson deildarstjóri fjölskyldudeildar

1.Fundargerðir Starfshóps um úthlutun leiguíbúða 2014

Málsnúmer 1401054Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð starfshóps um úthlutun leiguíbúða frá 4. september 2014.

2.Rekstraryfirlit júlí 2014

Málsnúmer 1409033Vakta málsnúmer

Niðurstaða fyrir félagsþjónustu 62,5 millj. sem er 109% af áætlun tímabilsins sem var 57,1 millj. kr.

3.Rekstraryfirlit júní 2014

Málsnúmer 1408001Vakta málsnúmer

Niðurstaða fyrir félagsþjónustu 49,5 sem er 104% af áætlun tímabilsins sem var 47,8 millj. kr.

4.Fundagerðir þjónustuhóps 2014, málefna fatlaðs fólks á vestanverðu Norðurlandi

Málsnúmer 1402008Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar fundargerðir þjónustuhópsins frá 2. september, 9. september og 12. september 2014.

5.Atvinna með stuðningi - AMS

Málsnúmer 1407068Vakta málsnúmer

Deildarstjóri lagði fram minnisblað um atvinnumál fatlaðs fólks (AMS). Í minnisblaðinu kemur fram að nú hillir undir að samkomulag náist milli ríkis og sveitarfélags um vinnumarkaðsúrræði fatlaðs fólks. Í því fellst m.a. að aðilar komi á formföstu samstarfi þar sem þjónustuþarfir eru skoðaðar heildstætt og umsækjendum vísað í úrræði eftir mati á vinnufærni.

6.Rýnihópur um málefni aldraðra í Fjallabyggð

Málsnúmer 1408049Vakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð fyrsta fundar rýnihóps um málefni aldraðra í Fjallabyggð frá 1. október 2014. Hópurinn mun halda fjóra fundi í októbermánuði og síðan skila greinargerð til félagsmálanefndar.

7.Erindi frá Félagi eldri borgara Siglufirði

Málsnúmer 1409093Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Félagi eldri borgara Siglufirði dags. 15. september 2014. Í erindinu óskar félagið eftir að föndurstofan í Skálarhlíð verði mönnuð að nýju. Einnig sækir félagið um 1 klst. í viku í íþróttahúsinu endurgjaldslaust. Félagsmálanefnd samþykkir að taka þann lið sem lýtur að föndurstofu Skálarhlíðar upp við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2015. Varðandi beiðni um tíma í íþróttahúsinu mælir nefndin með fyrir sitt leyti að félagið fái umbeðinn tíma, en fái afslátt af gjaldskrá.

8.Trúnaðarmál, fjárhagsaðstoð

Málsnúmer 1407062Vakta málsnúmer

Erindi samþykkt.

9.Trúnaðarmál, fjárhagsaðstoð

Málsnúmer 1401123Vakta málsnúmer

Erindi samþykkt.

10.Trúnaðarmál, fjárhagsaðstoð

Málsnúmer 1409027Vakta málsnúmer

Erindi samþykkt.

11.Trúnaðarmál, fjárhagsaðstoð

Málsnúmer 1409026Vakta málsnúmer

Erindi synjað.

12.Trúnaðarmál, fjárhagsaðstoð

Málsnúmer 1409046Vakta málsnúmer

Erindi samþykkt.

13.Trúnaðarmál, fjárhagsaðstoð

Málsnúmer 1406076Vakta málsnúmer

Erindi samþykkt.

14.Trúnaðarmál, fjárhagsaðstoð

Málsnúmer 1407039Vakta málsnúmer

Erindi samþykkt.

15.Trúnaðarmál, fjárhagsaðstoð

Málsnúmer 1409088Vakta málsnúmer

Afgreiðslu frestað.

Fundi slitið.