Félagsmálanefnd Fjallabyggðar

74. fundur 22. ágúst 2013 kl. 14:30 í Ráðhúsinu Gránugötu 24 Siglufirði
Nefndarmenn
  • Rögnvaldur Ingólfsson formaður
  • Margrét Ósk Harðardóttir aðalmaður
  • Margrét Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Guðrún Unnsteinsdóttir aðalmaður
  • Guðrún Árnadóttir aðalmaður
  • Hjörtur Hjartarson félagsmálastjóri
Fundargerð ritaði: Hjörtur Hjartarson félagsmálastjóri

1.Rekstraryfirlit júní 2013

Málsnúmer 1308003Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

2.Stöðumat á málefnum fatlaðra í Fjallabyggð, rekstur og þjónusta 2013

Málsnúmer 1308028Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað deildarstjóra um stöðumat málefna fatlaðra í Fjallabyggð. Tilgangur verkefnisins er að fara yfir helstu þætti málaflokksins m.t.t. þjónustu og reksturs. Verkefnið er í höndum deildarstjóra og verkefnisstjóra bs. málefna fatlaðra á Norðurlandi vestra. Gert er ráð fyrir að skil á niðurstöðum verði fyrir 1. október næst komandi.

3.Stefnumótun í þjónustu aldraðra

Málsnúmer 1102063Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað deildarstjóra um stefnumótun í þjónustu við aldraða. Deildarstjóri gerði grein fyrir vinnu starfshóps um stefnumótunina að undanförnu og framundan. Starfshópurinn hefur m.a. rætt um að gerð verði viðhorfskönnun meðal eldra fólks til þjónustu sveitarfélagsins. Félagsmálanefnd lýsir sérstökum áhuga á að könnunin verði framkvæmd og felur deildarstjóra að leggja fram tillögu um fjármögnun verkefnisins fyrir næsta fund nefndarinnar.

4.Trúnaðarmál, fjárhagsaðstoð

Málsnúmer 1201074Vakta málsnúmer

Erindi samþykkt.

5.Trúnaðarmál, fjárhagsaðstoð

Málsnúmer 1302061Vakta málsnúmer

Erindi samþykkt að hluta.

6.Skýrsla um útgreiðslu húsaleigubóta

Málsnúmer 1308011Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

7.Fundargerðir þjónustuhóps SSNV 2013

Málsnúmer 1301094Vakta málsnúmer

Fundargerðir þjónustuhóps frá 05. júní og 10. júlí 2013 lagðar fram til kynningar.

Fundi slitið.