Félagsmálanefnd Fjallabyggðar

125. fundur 25. september 2020 kl. 12:00 - 13:30 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Ingvar Ágúst Guðmundsson varaformaður, D lista
  • Díana Lind Arnarsdóttir aðalmaður, D lista
  • Jón Kort Ólafsson aðalmaður, H lista
  • Sæbjörg Ágústsdóttir formaður I lista
Starfsmenn
  • Hjörtur Hjartarson deildarstjóri félagsmáladeildar
Fundargerð ritaði: Hjörtur Hjartarson félagsmálastjóri

1.Fjölþætt heilsuefling 65 í Fjallabyggð - Heilsuefling fyrir eldri aldurshópa

Málsnúmer 2007029Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar samþykkti á fundi sínum þann 22.07. 2020, að ganga til samninga við Janus Heilsueflingu um langtímaverkefni sem stuðlar að bættri heilsu eldri borgara í Fjallabyggð. Vegna ástandsins í þjóðfélaginu tengt Covid-19, hefur orðið töf á að verkefnið geti hafist. Að öllu óbreyttu er áformað að taka upp þráðinn þegar aðstæður leyfa á nýju ári. Lagt er til við bæjarráð að fram að þeim tíma verði heilsuefling eldri borgara efld með 50% ráðningu íþróttafræðings til að sinna líkamsrækt og hreyfingu eldri borgara.

2.Íþrótta- og tómstundastyrkir til lágtekjuheimila vegna Covid-19

Málsnúmer 2009052Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að reglum Fjallabyggðar um úthlutun íþrótta- og tómstundastyrkja til lágtekjuheimila vegna Covid-19. Félagsmálanefnd samþykkir fyrir sitt leyti að viðmiðunarupphæð styrksins verði kr. 47.000.

3.COVID-19 Félagsþjónusta

Málsnúmer 2003078Vakta málsnúmer

Deildarstjóri gerði grein fyrir áherslum félagsþjónustunnar varðandi starfsemi einstakra rekstrareininga og þjónustuþátta m.t.t. Covid-19.

4.Dagdvöl aldraðra, vetrardagskrá 2020-2021

Málsnúmer 2009056Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

5.Aukið félagsstarf fullorðinna sumarið 2020 vegna Covid-19

Málsnúmer 2005112Vakta málsnúmer

Félagsmálaráðuneytið veitti Fjallabyggð styrk vegna sérstakra viðbótarverkefna í félagsstarfi fullorðinna fyrir sumarið 2020, kr. 668.800. Styrkurinn var nýttur til að koma á viðbótartímum í líkamsrækt, sundleikfimi, jóga og fyrirlestrum um fjölþætta heilsueflingu eldri borgara.

6.Trúnaðarmál, félagsleg þjónusta

Málsnúmer 2009055Vakta málsnúmer

Lagt fram
Lagt fram til kynningar.

7.Ársskýrsla Gæða- og eftirlitsstofnunar félagsþjónustu og barnaverndar 2019

Málsnúmer 2009053Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

8.Gæðaviðmið í þjónustu við fatlað fólk

Málsnúmer 2002042Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 13:30.