COVID-19 Félagsþjónusta

Málsnúmer 2003078

Vakta málsnúmer

Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 124. fundur - 30.04.2020

Deildarstjóri félagsmáladeildar lagði fram minnisblað um Covid-19 stöðuskýrslu félagsþjónustunnar. Í samræmi við boðaðar tilslakanir á samkomubanni og sóttvarnarráðstöfunum vegna COVID-19 sem taka gildi 4. maí nk., verður starfi félagsþjónustunnar smám saman komið í fyrra horf. Verður þetta gert af varfærni og með áherslu á verja þá sem eru í áhættuhópum gegn smiti, sem og starfsmenn sem sinna þjónustunni.

Öldungaráð Fjallabyggðar - 4. fundur - 27.05.2020

Deildarstjóri kynnti fyrir ráðinu áform um eflingu félagsstarfs eldri borgara í Fjallabyggð á komandi sumri. Áhersla verður lögð á útivist og hreyfingu. Sótt verður um styrk til félagsmálaráðuneytisins sem hefur lofað fjármagni til sveitarfélaga sem, vegna Covid-19, hyggjast auka við starfsemi og þjónustu í félagsstarfi fullorðinna sumarið 2020 umfram hefðbundið sumarstarf.

Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 125. fundur - 25.09.2020

Deildarstjóri gerði grein fyrir áherslum félagsþjónustunnar varðandi starfsemi einstakra rekstrareininga og þjónustuþátta m.t.t. Covid-19.

Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 131. fundur - 16.04.2021

Undir þessum lið fundargerðar mun deildarstjóri gera grein fyrir forgangsröðun bólusetninga þjónustuþega og starfsmanna félagsþjónustunnar.