Bæjarstjórn Fjallabyggðar

81. fundur 24. september 2012 kl. 17:00 - 19:00 í Ráðhúsinu Gránugötu 24 Siglufirði
Nefndarmenn
  • Ingvar Erlingsson Forseti
  • Þorbjörn Sigurðsson 1. varaforseti
  • Egill Rögnvaldsson 2. varaforseti
  • Helga Helgadóttir bæjarfulltrúi
  • S. Guðrún Hauksdóttir bæjarfulltrúi
  • Guðmundur Gauti Sveinsson varabæjarfulltrúi
  • Ásdís Pálmadóttir varabæjarfulltrúi
  • Kristín Brynhildur Davíðsdóttir varabæjarfulltrúi
  • Sigurður V Ásbjarnarson bæjarstjóri
  • Ólafur Þór Ólafsson skrifstofu- og fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Ólafsson skrifstofu- og fjármálastjóri

1.Lánsumsókn

Málsnúmer 1209070Vakta málsnúmer

Bæjarstjóri gerði grein fyrir lánsumsókn frá Lánasjóði sveitarfélaga.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar samþykkir með 8 atkvæðum að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð 100.000.000 kr., í samræmi við samþykkta skilmála lánveitingarinnar sem liggja fyrir fundinum.
Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.
Er lánið tekið til byggingaframkvæmda við Grunnskóla Fjallabyggðar, í Ólafsfirði, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.

Jafnframt samþykkti bæjarstjórn með 8 atkvæðum að veita bæjarstjóra, Sigurði Val Ásbjarnarsyni kt 130350-3999, fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Fjallabyggðar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari.

2.Fjárhagsáætlun 2013 og 2014 - 2016

Málsnúmer 1209099Vakta málsnúmer

Bæjarstjóri, Sigurður Valur Ásbjarnarson, gerði grein fyrir tillögu að áherslum við gerð fjárhagsáætlunar 2013 og 2014 - 2016.
Til máls tóku Egill Rögnvaldsson, Þorbjörn Sigurðsson, Sigurður Valur Ásbjarnarson og Ingvar Erlingsson.

Bæjarstjórn samþykkti með 8 atkvæðum eftirfarandi áherslur.

Í fyrsta lagi:
Bæjarstjóra, skrifstofu- og fjármálastjóra er falið að móta tillögu að ramma fyrir rekstur næsta árs til umfjöllunar í bæjarráði.
1. Að rekstur málaflokka taki mið af áætluðum rekstri fyrir árið 2012.
2. Að laun taki mið af kjarasamningum og hugsanlegum breytingum næstu árin.
3. Að í rekstri verði tekið mið af verðlagsforsendum sem fram koma á fjármálaráðstefnu sveitarfélaga 27. og 28. september n.k.
4. Að rekstrarniðurstaðan verði jákvæð öll árin.
5. Að veltufé frá rekstri miðist við að lágmarki 10% en sé miðuð við 15%.
6. Að fjármögnunarhreyfingar miðist við að greiða niður skuldir um 100 m.kr. ár hvert.
7. Að til almennrar fjárfestinga verði varið um 125 m.kr.- á árinu 2013 og hvert ár þar á eftir.
8. Að til fjárfestinga í skólamálum verði varið fjármagni til að ljúka framkvæmdum við uppbygginu skólamannvirkja á árinu 2013.
9. Að lóðarframkvæmdir við skóla ljúki 2014 og þar með verði átaki í uppbyggingu skólamannvirkja í Fjallabyggð lokið að sinni.

Bæjarráði er falið að taka til umfjöllunar tillögur að ramma fjárhagsáætlana og forsendur á næsta fundi sínum sem haldinn verður þriðjudaginn 2. október n.k.

Í öðru lagi:
Deildarstjórar og forstöðumenn tryggi í nánu sambandi við sínar fagnefndir eftirfarandi:
1. Að rekstrartölur fyrir árið 2012 ásamt áætlun séu yfirfarnar og séu til umræðu sem megin forsenda við áætlunargerð fyrir næsta fjárhagsár.
2. Að allar upplýsingar um viðhaldsverkefni einstakra deilda og eða stofnana liggi fyrir í forgangsröð og verði til umræðu hjá viðeigandi fagnefnd.
3. Að allar upplýsingar um fyrirhugaðar verklegar framkvæmdir á vegum einstakra deilda verði settar upp í forgangsröð til yfirferðar og umræðu.

4. Að búið verði að reikna öll laun núverandi starfsmanna og staðfesta þau af deildarstjórum og eða forstöðumönnum. Lögð er áhersla á staðfestingu þeirrar yfirferðar.
5. Að búið sé þar með að fara vandlega yfir öll stöðugildi og reikna auk þess út óskir fagnefnda um viðbótar stöðugildi fyrir árið 2013 komi slíkar óskir fram.
6. Að búið sé að reikna innri leigu þannig að hægt sé að setja hana inn í reiknilíkan bæjarfélagsins og staðfesta hana.
7. Að búið sé að yfirfara og skoða gjaldskrár, komi fram ábendingar eða tillögur.
8. Að koma fram með tillögur um fjárfestingar fyrir árin 2013 - 2016.
9. Að koma fram með tillögur um viðhaldsverkefni fyrir árin 2013 - 2016.

Bæjarráði er falið að taka til umfjöllunar tillögur á fundi sínum sem haldinn verður þriðjudaginn 16. október n.k..

Fundi slitið - kl. 19:00.