Bæjarstjórn Fjallabyggðar

67. fundur 05. október 2011 kl. 17:00 - 19:00 í Tjarnarborg
Nefndarmenn
  • Þorbjörn Sigurðsson 1. varaforseti
  • Egill Rögnvaldsson bæjarfulltrúi
  • Ingvar Erlingsson Forseti
  • Bjarkey Gunnarsdóttir bæjarfulltrúi
  • Helga Helgadóttir 2. varaforseti
  • Sólrún Júlíusdóttir bæjarfulltrúi
  • S. Guðrún Hauksdóttir bæjarfulltrúi
  • Ólafur Helgi Marteinsson bæjarfulltrúi
  • Guðmundur Gauti Sveinsson varabæjarfulltrúi
  • Sigurður V Ásbjarnarson bæjarstjóri
  • Ólafur Þór Ólafsson skrifstofu- og fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Ólafsson skrifstofu- og fjármálastjóri

1.Nefndarkjör á 67. fundi bæjarstjórnar

Málsnúmer 1109140Vakta málsnúmer

Til máls tók bæjarstjóri, Sigurður Valur Ásbjarnarson og bar upp tillögu viðtakandi meirihluta og kynnti málefnasamning því til staðfestingar. Tillagan er svohljóðandi:
"Fyrir hönd viðtakandi meirihluta og í samræmi við málefnasamning sem undirritaður er af Ingvari Erlingssyni, Þorbirni Sigurðssyni, Bjarkey Gunnarsdóttur og Helgu Helgadóttur, dags. 19.september 2011, er lögð fram tillaga í fimm liðum um endurnýjað umboð og kjör starfsmanna bæjarstjórnar.

1. Kjör forseta bæjarstjórnar skv. 9. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Fjallabyggðar.
Tillaga er um að Ingvar Erlingsson verði forseti bæjarstjórnar.

2. Kjör 1. varaforseta bæjarstjórnar skv. 9. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Fjallabyggðar.
Tillaga er um að Þorbjörn Sigurðsson verði 1. varaforseti bæjarstjórnar.

3. Kjör 2. varaforseta bæjarstjórnar skv. 9. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Fjallabyggðar.
Tillaga er um að Egill Rögnvaldsson verði 2. varaforseti bæjarstjórnar.

4. Kosning tveggja skrifara og tveggja til vara skv. 12. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Fjallabyggðar.
Tillaga er um S. Guðrúnu Hauksdóttur og Guðmund Gauta Sveinsson sem skrifara og Sólrúnu Júlíusdóttur og Bjarkey Gunnarsdóttur til vara.

5. Kosning í bæjarráð skv. 30. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Fjallabyggðar.
Tillaga er um að aðalmenn í bæjarráði séu Ólafur Helgi Marteinsson sem formaður, Bjarkey Gunnarsdóttir og Egill Rögnvaldsson.
Til vara Þorbjörn Sigurðsson, Sigurður Hlöðversson og Sólrún Júlíusdóttir."

1. liður tillögu borinn upp og samþykktur með 9 atkvæðum.
2. liður tillögu borinn upp og samþykktur með 9 atkvæðum.
3. liður tillögu borinn upp og samþykktur með 9 atkvæðum.
4. liður tillögu borinn upp og samþykktur með 9 atkvæðum.
5. liður tillögu borinn upp og samþykktur með 9 atkvæðum.

6. liður
Kosning í nefndir og stjórnir á 67. fundi bæjarstjórnar, 5. október 2011.

Eftirtaldir hlutu samhljóða kosningu í nefndir og stjórnir Fjallabyggðar.
Formaður nefndar er talinn upp fyrstur nefndarmanna.

Almannavarnarnefnd
Þorsteinn Jóhannesson
Ari Eðvaldsson

Atvinnu- og ferðamálanefnd
Hjalti Gunnarsson
Inga Eiríksdóttir
Þorgeir Bjarnason
Sæbjörg Ágústsdóttir
Ólína Þ Guðjónsdóttir

varafulltrúar
Magnús A. Sveinsson
Róbert Haraldsson
Margrét Jónsdóttir
Gunnar Reynir Kristinsson
Ólafur Kárason

Barnaverndarnefnd Útey
Guðlaug Guðmundsdóttir
Guðrún Ólöf Pálsdóttir
Gísli Rúnar Gylfason

varafulltrúar
Gunnlaug Kristjánsdóttir
Ásdís Pálmadóttir
Sigurður Jóhannesson

Félagsmálanefnd
Rögnvaldur Ingólfsson
Margrét Ósk Harðardóttir
Guðrún Unnsteinsdóttir
Margrét Guðmundsdóttir
Guðrún Árnadóttir

varafulltrúar
Sæbjörg Ágústsdóttir
Kristín B Davíðsdóttir
Guðný Róbertsdóttir
Eydís Ósk Víðisdóttir
Ólína Þ Guðjónsdóttir

Frístundanefnd
Nanna Árnadóttir
Óskar Þórðarson
Unnar Már Pétursson
Róbert Haraldsson
Ólafur H Kárason

varafulltrúar
Jón Á Konráðsson
Gauti Már Rúnarsson
Kristín Davíðsdóttir
Bjarkey Gunnarsdóttir
Jakob Ö Kárason

Fræðslunefnd
S Guðrún Hauksdóttir  
Rósa Jónsdóttir
Helga Helgadóttir
Jakob Ö Kárason
Sólrún Júlíusdóttir

varafulltrúar
Óskar Þór Sigurbjörnsson
Katrín Freysdóttir
Þrúður Sigmundsdóttir
Hilmar Þ Elefsen
Jón Tryggvi Jökulsson

Hafnarstjórn
Sverrir Sveinsson
Gunnar Reynir Kristinsson
Steingrímur Ó Hákonarson
Guðmundur Gauti Sveinsson
Ólafur H Kárason

varafulltrúar
Ingvar Erlingsson
Rögnvaldur Ingólfsson
Þorsteinn Ásgeirsson
Egill Rögnvaldsson
Hilmar Þ Elefsen

Heilbrigðisnefnd SSNV
Kristinn Gylfason

varafulltrúi
Elín Þorsteinsdóttir

Menningarnefnd
Bjarkey Gunnarsdóttir
Ásdís Pálmadóttir
Arndís Erla Jónsdóttir
Ægir Bergsson
Guðmundur Gauti Sveinsson

varafulltrúar
Bergþór Morthens
Ásgrímur Antonsson
Gunnlaug Kristjánsdóttir
Guðrún Árnadóttir
S Egill Rögnvaldsson

Skipulags- og umhverfisnefnd
Kristinn Gylfason
Magnús A Sveinsson
Sigurður Hlöðvesson
Jón Á Konráðsson
Hilmar Þ Elefsen

varafulltrúar
Helga Jónsdóttir
Sigríður V Vigfúsdóttir
Ingvi Óskarsson
Kristjana Sveinsdóttir
Ægir Bergsson

Yfirkjörstjórn
Ásdís Ármannsdóttir
Magnús Eiríksson           
Ámundi Gunnarsson

varafulltrúi
Pétur Garðarsson

Undirkjörstjórn, Ólafsfirði
Þorvaldur Hreinsson
Steinunn Gunnarsdóttir
Kristjana R Sveinsdóttir

varafulltrúar
Signý Hreiðarsdóttir     
Ruth Gylfadóttir
Auður Ósk Rögnvaldsdóttir

Undirkjörstjórn, Siglufirði
Pétur Garðarsson
Kristín Bogadóttir
Rögnvaldur Þórðarson

varafulltrúar
Ragnar Aðalsteinsson
Helga Jónsdóttir
Hulda Ósk Ómarsdóttir

Aðalfundur Eyþings
Þorbjörn Sigurðsson
Bjarkey Gunnarsdóttir
Sigurður Valur Ásbjarnarson
Egill Rögnvaldsson

varafulltrúar
S Guðrún Hauksdóttir
Sigurður Hlöðvesson
Ásdís Pálmadóttir
Guðmundur Gauti Sveinsson

Fulltrúaráð Brunabótafélags
Skarphéðinn Guðmundsson

varafulltrúi
Magnús A Sveinsson

Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar
Þorbjörn Sigurðsson
Ingvar Erlingsson

varafulltrúar
Kristín Davíðsdóttir
Ásdís Pálmadóttir

Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga
Þorbjörn Sigurðsson
Ingvar Erlingsson

varafulltrúar
Bjarkey Gunnarsdóttir
Egill Rögnvaldsson

Stjórn Hornbrekku
Rósa Jónsdóttir
Anna María Elíasdóttir 
Sigurbjörg Ingvadóttir
Kristjana Sveinsdóttir

varafulltrúar
Hjördís Hjörleifsdóttir
Þorsteinn Þorvaldsson
Bjarkey Gunnarsdóttir
Nanna Árnadóttir

Stjórn Síldarminjasafns Íslands ses
Sigurður Hlöðvesson

varafulltrúi
Sverrir Sveinsson

Stjórn Þjóðlagaseturs sr. Bjarna Þorsteinssonar
María Elín Sigurbjörnsdóttir

varafulltrúi
Ásgrímur Antonsson

Búfjáreftirlit
Ingi Vignir Gunnlaugsson

varafulltrúi
Anton Sigurbjörnsson

Áheyrnarfulltrúi SSNV v/málefna fatlaðra
Rögnvaldur Ingólfsson

varafulltrúi
Kristín Davíðsdóttir

Menningarsjóður SPS
Bogi Sigurbjörnsson

varafulltrúi
Erla Gunnlaugsdóttir

Skoðunarmenn ársreiknings
Unnar Már Pétursson
Sverrir Sveinsson

varafulltrúar
Jón Þorvaldsson
Skarphéðinn Guðmundsson

Svæðisskipulag Eyjafjarðar
Kristinn Gylfason
Magnús A Sveinsson

varafulltrúi
Ármann Viðar Sigurðsson

Starfshópar:

Hafnsækin starfsemi
Verkefni starfshóps um hafnsækna starfsemi er færð undir atvinnu- og ferðamálanefnd.

Byggingarnefnd Grunnskóla Fjallabyggðar
Kristinn Gylfason
S Guðrún Hauksdóttir
Guðbjörn Arngrímsson
Jóna Vilhelmína Héðinsdóttir

varafulltrúar
Katrín Freysdóttir
Óskar Þór Sigurbjörnsson
Jakob Kárason
Hafþór Kolbeinsson

2.Endurskoðun fjárhagsáætlunar 2011

Málsnúmer 1109047Vakta málsnúmer

Bæjarstjóri Sigurður Valur Ásbjarnarson gerði grein fyrir tillögu að endurskoðun fjárhagsáætlunar 2011.

Niðurstaða tillögu fyrir A- og B- hluta er aukin útgjöld umfram tekjur að upphæð tæpar 32 milljónir.
Upphafsáætlun gerði ráð fyrir jákvæðri niðurstöðu upp á 11 milljónir, þannig að miðað við þessa tillögu er rekstrarniðurstaða neikvæð upp á 21 milljón.

Breyting

Skatttekjur

20.403

Framlög jöfnunarsjóðs

-24.040

Aðrar tekjur

-50.238

Tekjur samtals

-53.875

Laun og launatengd gjöld

52.605

Annar rekstrarkostnaður

4.236

Afskriftir

194

Gjöld samtals

57.035

Fjármagnsliðir nettó

28.863

Breyting á rekstrarniðurstöðu

32.023


Samþykktir nefnda og ráða, aðrar tillögur.

Samþykktir nefnda og ráða sem hafa fengið staðfestingu bæjarstjórnar á tímabilinu svo og tillögur deildarstjóra og forstöðumanna eru færðar í tillöguform.

Skatttekjur
Heildarlaun einstaklinga sem eru með lögheimili í Fjallabyggð hafa aukist um 140 milljónir á fyrstu 7 mánuðum ársins, miðað við sama tímabil í fyrra, sem er hækkun um 4% milli ára, þegar hækkunin á landsvísu er 6,9%
Í tillögu vegna staðgreiðslu er gert ráð fyrir að áhrif kjarasamninga á útsvarstekjur séu 20 milljónir.
Uppgjör útsvars vegna síðasta árs hefur jákvæð áhrif upp á 13 milljónir.
Innbyrgðis leiðrétting er gerð vegna málefna fatlaðra til lækkunar á skatttekjum og til lækkunar á öðrum rekstrarkostnaði félagsþjónustu.

Framlag Jöfnunarsjóðs
Framlag Jöfnunarsjóðs vegna fasteignaskatts er 8 milljónum hærra en gert var ráð fyrir.
Einnig er gert ráð fyrir að sveitarfélagið fái 15 milljónir í íþyngjandi framlag frá Jöfnunarsjóði.
Aðrar breytingar 1 milljón.

Aðrar tekjur
Þær breytingar sem gerðar eru á "Öðrum tekjum" eru helstar:

·         Í félagsþjónustu er gert ráð fyrir framlagi frá samlagi um málefni fatlaðra á móti launabreytingum og húsaleigu upp á 11 milljónir.

·         Í fræðslu- og uppeldismálum er gert ráð fyrir breyttri útfærslu á leikskólagjöldum vegna afslátta, tæpar 2 milljónir sem á sér mótfærslu í öðrum rekstrarkostnaði.

·         Í íþrótta- og æskulýðsmálum er gert ráð fyrir auknum tekjum íþróttamiðstöðva, að upphæð  7 milljónir og hærri millifærslu og opinberu vinnuframlagi vegna vinnuskóla upp á 3 milljónir.

·         Í umhverfismálum er gert ráð fyrir opinberu framlagi upp á 1,5 milljón, á móti vinnu.

·         Í atvinnumálum er fært í áætlun opinbert framlag vegna siglingaverkefnis að upphæð 3 milljónir.

·         Í Eignasjóði er leigutekjur uppfærðar sem nemur 37 milljónum og á sú breyting sér mótfærslu í öðrum rekstrarkostnaði innan eignasjóðs og deildum aðalsjóðs.

·         Í Hafnarsjóði er gert ráð fyrir hærri aflagjöldum og orkusölu að upphæð hátt í 5 milljónum.

·         Í Íbúðasjóði er gert ráð fyrir hærra framlagi frá félagsþjónustu og á sú breyting sér mótfærslu í  öðrum rekstrarkostnaði félagsþjónustu.

·         Í Veitustofnun eru færðar á áætlun tekjur af tækjasölu.

Laun og launatengd gjöld

Samband ísl. sveitarfélaga og viðsemjendur þeirra gengu frá kjarasamningum um mitt ár.
Gerð er tillaga um breytingar á launum sem nemur 39 milljónum.
Innbyrgðis leiðrétting er gerð upp á 3 milljónir, sem kemur til lækkunar á öðrum rekstrarkostnaði.
Auk þess er framlag til lífeyrisskuldbindinga hækkað um 10 milljónir.

Annar rekstrarkostnaður

·         Af heildarbreytingu vegna aðalsjóðs eru 34 milljónir af 39 nettó, vegna hækkunar á stofnanaleigu eignasjóðs.
Aðrar þær breytingar sem ber að geta eru:

·          Í félagsþjónustu er framlag til samlags um málefni fatlaðra leiðrétt á móti skatttekjum sem áður var nefnt, 53 milljónir. Framlag til Íbúðasjóðs hækkar um 4 milljónir, fjárhagsaðstoð hækkar um 2,5 milljónir og önnur húsnæðisleiga hækkar um 5 milljónir.  Þessi málaflokkur er fyrir vikið sá eini sem er með lægri rekstrarkostnað en gert var ráð fyrir í upphafsáætlun.

·         Fyrir utan hækkun á stofnanaleigu eignasjóðs að upphæð 10 milljónir, er í fræðslu- og uppeldismálum  gert ráð fyrir aukningu í skólaakstri tengdum M.Tr., ásamt upphæð vegna þjónustusamninga og kennslutækja.

·         Í menningarmálum er lítils háttar breyting gerð vegna hátíðarhalda og bókasafns fyrir utan stofnanaleigu eignasjóðs.

·         Í íþrótta- og æskulýðsmálum er breyting á stofnanaleigu eignasjóðs að upphæð 14 milljónir og aðrir liðir tengjast framkvæmdastyrkjum golfklúbbanna, niðurgreiðslum æfingargjalda og rekstrarbreytingu vegna umhirðu grasvalla sveitarfélagsins.

·         Í brunamálum og almannavörnum ber hæst stofnanaleiga eignasjóðs að upphæð 3 milljónir.

·         Í Hreinlætismálum er hækkun vegna sorpurðunarsamnings færð í áætlun, tæpar 4 milljónir.

·         Í umferðar- og samgöngumálum er færsla vegna eignasjóðsleigu tæpar 7 milljónir.
 Aðrar færslur tengjast helst eigin snjómokstri fyrstu tvo mánuði ársins.

·         Í umhverfismálum er hækkuð innri millifærsla vegna sumarfólks.

·         Í atvinnumálum er fært í áætlun kostnaður vegna tjaldsvæða á móti lækkun á framlögum.

·          Í sameiginlegum kostnaði er stofnanaleiga eignasjóðs 1,5 milljón hærri og auglýsingarkostnaðar vegna kynningar sveitarfélagsins er hækkaður um 1 milljón.

·         Í eignasjóði eru færslur tengdar vátryggingum, fasteignagjöldum og vinnu eigin starfsmanna.

·         Í Hafnarsjóði er sett í áætlun viðbótarframlag í lífeyrissjóð og upphæðir vegna þátttöku í sameiginlegum kostnaði, ráðstefnu og  aukið viðhald.

·         Í Veitustofnun er áætlun hækkuð vegna véla og verkfæraleigu.

Fjármagnsliðir

Greiningardeildir bankanna og Seðlabanki gera ráð fyrir ársverðbólgu á bilinu 5-7%.
Í upphafsáætlun var gert ráð fyrir 2%.
Í tillögu nú er gert ráð fyrir 5,25%.
Breyting fjármagnsliða í tillögu er 29 milljónir nettó.

Framkvæmdir
Í breytingartillögu er gert ráð fyrir hækkun á framkvæmdaliðum að upphæð 88 milljónir.
Einnig er gert ráð fyrir eignasölu upp á 34 milljónir.

Sjóðstreymi
Samkvæmt sjóðstreymisyfirliti er handbært fé frá rekstri jákvætt um 149 milljónir.
Fjárfestingarhreyfingar 151 milljón nettó.
Fjármögnunarhreyfingar upp á 79 milljónir.
Handbært fé í upphafi árs er 270 milljónir, en verður í árslok 190 milljónir.

Rauntölur ársins 2010 eru nú til grundvallar í áætlanagerð.

Íbúafjöldi
Í upphafsáætlun var gert ráð fyrir 2000 íbúum, en 3. október eru þeir 2041.

Tillaga samþykkt með 9 atkvæðum.

3.Breyting tímasetningar næsta fundar bæjarráðs og bæjarstjórnar

Málsnúmer 1110037Vakta málsnúmer

Undir þessum dagskrárlið bar forseti upp tillögu að breytingu á tímasetningu næsta fundar bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Samþykkt var samhljóða að næsti fundur bæjarráðs verði 11. október og næsti fundur bæjarstjórnar verði 19. október.

Fundi slitið - kl. 19:00.