Bæjarstjórn Fjallabyggðar

216. fundur 02. júní 2022 kl. 17:30 - 18:45 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • S. Guðrún Hauksdóttir bæjarfulltrúi, D lista
  • Tómas Atli Einarsson bæjarfulltrúi, D lista
  • Helgi Jóhannsson bæjarfulltrúi, H lista
  • Guðjón M. Ólafsson bæjarfulltrúi A lista
  • Sæbjörg Ágústsdóttir bæjarfulltrúi A lista
  • Þorgeir Bjarnason bæjarfulltrúi, H lista
  • Arnar Þór Stefánsson bæjarfulltrúi A lista
Starfsmenn
  • Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála
Fundargerð ritaði: Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála
S. Guðrún Hauksdóttir bauð kjörna bæjarfulltrúa velkomna til fundar en samkvæmt 6. gr. samþykkta um stjórn Fjallabyggðar, boðar sá fulltrúi í nýkjörinni bæjarstjórn sem á að baki lengsta fundarsetu til fyrsta fundar eftir kosningar og stýrir fundi þar til forseti hefur verið kjörinn.

Forseti bar upp dagskrártillögu að bæta máli nr. 5 við dagskrá fundarins. Samþykkt með 7 atkvæðum að bæta máli nr. 2102035 - Deiliskipulag hafnar- og athafnasvæðis í Ólafsfirði.

1.Sveitarstjórnarkosningar 2022

Málsnúmer 2205067Vakta málsnúmer

Forseti fór yfir fundargerð 57. fundar yfirkjörstjórnar sem haldinn var í Ráðhúsinu Gránugötu 24 Siglufirði 17. maí 2022 s.l.
Niðurstaða kosninga er sem hér segir:
Kjósendur á kjörskrá og greidd atkvæði: karlar, konur, samtals
Kjósendur á kjörskrá:



777 765 1542
Atkvæði greidd á kjörfundi:


978
Utankjörfundaratkvæði:


177
Alls greidd atkvæði:


1155
Auðir seðlar voru:


25
Ógildir voru:




7

Útstrikanir voru óverulegar og höfðu ekki áhrif á sætaskipan í sveitarstjórn.
A-listi 12 útstrikanir
D-listi 8 útstrikanir
H-listi 9 útstrikanir

Gild atkvæði féllu þannig:
A - listi Jafnaðarfólks og óháðra í Fjallabyggð: 406 atkv., 36,2%, 3 kjörnir fulltrúar.
D - listi Sjálfstæðisflokks:
363 atkv., 32,3%, 2 kjörnir fulltrúar.
H - listi fyrir Heildina:
354 atkv., 31,5%, 2 kjörnir fulltrúar.
Gild atkvæði alls: 1123

Kjörnir aðal- og varamenn eru eftirtaldir:
Aðalmenn:





1. Guðjón M Ólafsson


A - listi
406 atkvæði.
2. Sigríður Guðrún Hauksdóttir
D - listi
363 atkvæði.
3. Helgi Jóhannsson


H - listi
354 atkvæði.
4. Sæbjörg Ágústsdóttir

A - listi
338 atkvæði.
5. Tómas Atli Einarsson

D - listi
272 atkvæði.
6. Arnar Þór Stefánsson

A - listi
271 atkvæði.
7. Þorgeir Bjarnason


H - listi
266 atkvæði.

Varamenn skiptast þannig:
1. Áslaug Barðadóttir


A - listi
203 atkvæði.
2. Ólafur Baldursson


D - listi
181 atkvæði.
3. Rósa Jónsdóttir


H - listi
177 atkvæði.
4. Jakob Örn Kárason


A - listi
135 atkvæði.
5. Birna Björnsdóttir


D - listi
90 atkvæði.
6. Katrín Freysdóttir


H - listi
88 atkvæði.
7. Ásta Lovísa Pálsdóttir

A - listi
67 atkvæði.

Kjörnir bæjarfulltrúar hafa fengið tilkynningu senda.

2.Samstarfssamingur milli A- og D - lista kjörtímabilið 2022 - 2026

Málsnúmer 2205075Vakta málsnúmer

Til máls tóku Guðjón M. Ólafsson, Helgi Jóhannsson og S. Guðrún Hauksdóttir.

Guðjón M. Ólafsson fyrir hönd A-lista Jafnaðarmanna og óháðra og S. Guðrún Hauksdóttir fyrir hönd D-lista Sjálfstæðisflokksins lögðu fram samstarfssamning á milli framboðanna.
Guðjón M. Ólafsson gerði grein fyrir samstarfsamningnum og helstu áherslum hans.
Samningur lagður fram til kynningar.

3.Trúnaðarstöður samkvæmt samþykktum Fjallabyggðar 2022 - 2026

Málsnúmer 2205076Vakta málsnúmer

Samþykkt
a.
Kjör forseta bæjarstjórnar. Tillaga kom fram um að S. Guðrún Hauksdóttir D-lista yrði forseti bæjarstjórnar. Tillagan samþykkt með 7 atkvæðum.

b.
Kjör 1. varaforseta bæjarstjórnar. Tillaga kom fram um að Guðjón M. Ólafsson, A-lista yrði varaforseti. Tillagan samþykkt með 7 atkvæðum.

c.
Kjör 2. varaforseta bæjarstjórnar. Tillaga kom fram um að Tómas Atli Einarsson, D-lista yrði 2. varaforseti bæjarstjórnar. Tillagan samþykkt með 7 atkvæðum.

d.
Kosning í bæjarráð.

Aðalmenn : Guðjón M. Ólafsson formaður, A-lista, S. Guðrún Hauksdóttir varaformaður, D-lista og Helgi Jóhannsson, H-lista.
Til vara : Sæbjörg Ágústsdóttir A-lista, Tómas Atli Einarsson, D-lista og Þorgeir Bjarnason, H-lista.
Tillagan samþykkt með 7 atkvæðum.

e.
Kosning í nefndir og stjórnir:

Eftirtaldir hlutu samhljóða kosningu með 7 atkvæðum í nefndir, ráð og stjórnir Fjallabyggðar. Formaður nefndar er talinn upp fyrstur nefndarmanna.

Yfirkjörstjórn Fjallabyggðar :
Aðalmenn : Halldór Þormar Halldórsson formaður, D-lista, Ólafur H. Kárason, A-lista og Jóna Vilhelmína Héðinsdóttir, H-lista
Varamenn : Gunnlaugur Jón Magnússon, D-lista, Sigurjón Magnússon, A-lista og Óskar Þórðarson, H-lista

Undirkjörstjórn Ólafsfirði :
Aðalmenn: Anna María Elíasdóttir, formaður, D-lista, Auður Ósk Rögnvaldsdóttir varaformaður, A-lista og Ruth Gylfadóttir, H-lista.
Varamenn: Signý Hreiðarsdóttir, D-lista, Guðlaug Jörgína Ólafsdóttir, A-lista, María Leifsdóttir, H-lista.

Undirkjörstjórn Siglufirði:
Aðalmenn: Hulda Ósk Ómarsdóttir formaður, D-lista, Margrét Einarsdóttir varaformaður, A-lista, Þórhildur Helga Sólbjörnsdóttir, H-lista.
Varamenn: Sigurbjörg Gunnólfsdóttir, D-lista, Jón Hrólfur Baldursson, A-lista, Þórhallur Ásmundsson, H-lista.

Félagsmálanefnd:
Aðalmenn: Sæbjörg Ágústsdóttir formaður, A-lista, Friðþjófur Jónsson, A-lista, Ólafur Baldursson varaformaður, D-lista, Hanna Sigríður Ásgeirsdóttir, D-lista og Ólöf Rún Ólafsdóttir, H-lista,
Varamenn: Guðrún Linda Rafnsdóttir, A-lista, Damian Ostrowski, A-lista, Birna Björnsdóttir, D-lista, Sandra Finnsdóttir, D-lista og Snæbjörn Áki Friðriksson, H-lista

Fræðslu- og frístundanefnd:
Aðalmenn: Viktor Freyr Elísson formaður, D-lista, Sandra Finnsdóttir, D-lista, Jakob Kárason varaformaður, A-lista, Ida Semey, A-lista og Katrín Freysdóttir, H-lista.
Varamenn: Karen Sif Róbertsdóttir, D-lista, Tómas Atli Einarsson, D-lista, Hólmar Hákon Óðinsson, A-lista, Bryndís Þorsteinsdóttir, A-lista, og Hákon Leó Hilmarsson, H-lista.

Markaðs- og menningarnefnd:
Aðalmenn: Ægir Bergsson formaður, A-lista, Ásta Lovísa Pálsdóttir, A-lista, Sigríður Guðmundsdóttir varaformaður, D-lista, Karen Sif Róbertsdóttir, D-lista og Jón Kort Ólafsson, H-lista.
Varamenn: Áslaug Inga Barðadóttir, A-lista, Bryndís Þorsteinsdóttir, A-lista, Sandra Finnsdóttir, D-lista, Birgitta Þorsteinsdóttir, D-lista og Ave Sillaots, H-lista.

Skipulags-og umhverfisnefnd:
Aðalmenn: Arnar Þór Stefánsson formaður, A-lista, Áslaug Inga Barðadóttir, A-lista, Birna Björnsdóttir varaformaður, D-lista, Ólafur Baldursson, D-lista og Þorgeir Bjarnason, H-lista
Varamenn: Jakob Kárason, A-lista, Sæbjörg Ágústdóttir, A-lista, Viktor Freyr Elísson, D-lista, Hanna Sigríður Ásgeirsdóttir, D-lista og Helgi Jóhannsson, H-lista.

Nefndir Hafnarstjórn:
Aðalmenn: Tómas Atli Einarsson formaður, D-lista, Guðmundur Gauti Sveinsson, D-lista, Ægir Bergsson varaformaður, A-lista, Áslaug Inga Barðadóttir, A-lista og Jón Valgeir Baldursson, H-lista.
Varamenn: Birgitta Þorsteinsdóttir, D-lista, Ásgeir Frímannsson, D-lista, Ólafur H. Kárason, A-lista, Sæbjörg Ágústdóttir, A-lista og Andri Viðar Víglundsson, H-lista.

Stjórn Hornbrekku:
Aðalmenn: S. Guðrún Hauksdóttir formaður, D-lista, Tómas Atli Einarsson, D-lista, Sæbjörg Ágústsdóttir varaformaður, A-lista, Guðjón M. Ólafsson, A-lista og Helgi Jóhannsson, H-lista
Varamenn: Ólafur Baldursson, D-lista, Viktor Freyr Elísson, D-lista, Arnar Þór Stefánsson, A-lista, Áslaug Inga Barðadóttir, A-lista og Þorgeir Bjarnason, H-lista.

Skólanefnd TÁT:
Aðalmaður: Tómas Atli Einarsson formaður, D-lista
Varamenn : S. Guðrún Hauksdóttir D-lista

Barnaverndarnefnd Dalvíkurbyggðar og Fjallabyggðar:
Aðalmenn og varamenn Fjallabyggðar í barnaverndarnefnd Dalvíkurbyggðar og Fjallabyggðar hafa allir lýst sig reiðubúna til að sitja áfram í nefndinni þar til hún verður lögð niður þann 1. janúar 2023.
Aðalmenn verða: Halldór Þormar Halldórsson, Margrét Ósk Harðardóttir, Bryndís Hafþórsdóttir.
Varamenn verða: Kristín Brynhildur Davíðsdóttir og Sigurður Jóhannesson.

Fjallskilastjórn Fjallabyggðar:
Aðalmenn: Kjartan Ólafsson, D-lista, Egill Rögnvaldsson, A-lista og Ingvi Óskarsson, H-lista

Þjóðlagasetur sr. Bjarna Þorsteinssonar:
Aðalmaður: bæjarstjóri
Varamaður: Guðjón M. Ólafsson, A-lista

Stjórn Síldarminjasafns ses.:
Aðalmaður: bæjarstjóri
Varamaður: S. Guðrún Hauksdóttir, D-lista

Stjórn Fjallasala ses.:
Aðalmaður: bæjarstjóri

Heilbrigðisnefnd SSNV:
Aðalmaður: Arnar Þór Stefánsson, A-lista
Varamaður: Sæbjörg Ágústsdóttir, A-lista

Stjórn Leyningsáss ses.:
Aðalmaður: bæjarstjóri

Landsþing Sambands ísl. Sveitarfélaga:
Aðalmenn: S. Guðrún Hauksdóttir, D-lista og Guðjón M. Ólafsson, A-lista.
Varamenn: Tómas Atli Einarsson, D-lista og Sæbjörg Ágústsdóttir, A-lista.

Fulltrúaráð Brunabótafélags Íslands:
Aðalmenn: S. Guðrún Hauksdóttir, D-lista.
Varamenn: Tómas Atli Einarsson, D-lista.

Aðalfundur SSNE:
Aðalmenn: Tómas Atli Einarsson, D-lista, Arnar Þór Stefánsson, A-lista og Helgi Jóhannsson, H-lista.
Varamenn: S. Guðrún Hauksdóttir, D-lista, Sæbjörg Ágústsdóttir, A-lista og Þorgeir Bjarnason, H-lista.

Öldungaráð:
Aðalmenn: Birna Björnsdóttir formaður, D-lista, Sæbjörg Ágústsdóttir varaformaður, A-lista og Rósa Jónsdóttir, H-lista.
Varamenn: Tómas Atli Einarsson, D-lista, Guðjón M. Ólafsson, A-lista og Katrín Freysdóttir, H-lista.

Notendaráð fatlaðs fólks:
Aðalmaður: Ingibjörg Guðlaug Jónsdóttir, A-lista.

Stýrihópur um heilsueflandi samfélag:
Tilnefning í stýrihópinn frestað til næsta fundar bæjarstjórnar.

Stjórn Samtaka sveitarfélaga & atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE):
Aðalmaður: Dalvík.
Varamaður: Guðjón M. Ólafsson, A-lista.
Stjórnarskipti í stjórn SSNE verða 15. júní n.k.

Flokkun:
Aðalmaður: Ármann V. Sigurðsson
Varamaður: Arnar Þór Stefánsson, A-lista.

Svæðisskipulagsnefnd Eyjafjarðar:
Aðalmaður: bæjarstjóri
Varamaður: Ármann V. Sigurðsson

Almannavarnanefnd Eyjafjarðar (Almey):
Aðalmaður: bæjarstjóri
Varamaður: Ármann V. Sigurðsson

4.Ráðning bæjarstjóra

Málsnúmer 2205077Vakta málsnúmer

Samþykkt
Forseti bæjarstjórnar lagði fram tillögu meirihluta Sjálfstæðisflokks og Jafnaðaramanna og óháðra um að stefnt yrði að auglýsa stöðu bæjarstjóra Fjallabyggðar.

Tillagan borin upp og samþykkt með 7 atkvæðum.

5.Deiliskipulag hafnar- og athafnasvæðis í Ólafsfirði

Málsnúmer 2102035Vakta málsnúmer

Á 280. fundi skipulags- og umhverfisnefndar Fjallabyggðar voru lögð fram uppfærð drög að deiliskipulagi og greinargerð. Nefndin gerði ekki athugasemdir við uppfærð drög og greinargerð.

Lagt fram til staðfestingar deiliskipulag hafnar- og athafnarsvæðis í Ólafsfirði í kjölfar auglýsingar sbr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt
Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum framlagt deiliskipulag hafnar- og athafnasvæðis í Ólafsfirði.

Fundi slitið - kl. 18:45.