Málsnúmer 2109085Vakta málsnúmer
Farið var yfir stöðuna sem kom upp á Siglufirði þann 28. september sl..
Á þriðjudag 28. september hlýnaði snögglega eftir snjókomu fyrr um daginn og nóttina sem var til þess að snjó leysti í mikilli rigningu og tók vatn að safnast fyrir í bænum.
Slökkvilið Fjallabyggðar, starfsmenn þjónustumiðstöðvar og Björgunarsveitin Strákar unnu hörðum höndum að því að koma fólki til aðstoðar þar sem vatn flæddi inn í hús á nokkrum stöðum.
Tveir af þremur dælubrunnum sem sinna fráveitukerfi bæjarins höfðu undan vatnselgnum en flöskuháls myndaðist við þriðja brunninn þar sem yfirfallslögn hafði ekki undan. Staðbundið vandamál skapaðist því á einu svæði.
Á 711. fundi bæjarráðs þann 30. september sl. var óskað eftir umsögn frá deildarstjóra tæknideildar.
Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra tæknideildar dags. 4. október 2021 þar sem farið er yfir tillögur að úrbótum.