Bæjarráð Fjallabyggðar

709. fundur 16. september 2021 kl. 08:00 - 08:45 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Nanna Árnadóttir aðalmaður, I lista
  • Jón Valgeir Baldursson aðalmaður, H lista
  • S. Guðrún Hauksdóttir formaður, D lista
Starfsmenn
  • Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála
  • Elías Pétursson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála

1.Ræsting í Leikskóla Fjallabyggðar 2021-2024

Málsnúmer 2109021Vakta málsnúmer

Lagt er fram minnisblað deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála dags. 7. september sl.. Í minnisblaðinu óskar deildarstjóri heimildar til útboðs á ræstingu Leikskóla Fjallabyggðar, annars vegar Leikhóla Ólafsfirði og hins vegar Leikskála Siglufirði. Í minnisblaðinu kemur einnig fram að báðir samningar renni út á yfirstandandi ári, byggt á núverandi samningsfjárhæðum, og að líkleg samningsfjárhæð muni í báðum tilvikum vera yfir viðmiðunarfjárhæð innkaupareglna Fjallabyggðar um útboðsskyldu. Að síðustu er lagt til að um tvö aðskilin útboð verði að ræða, annar svegar fyrir Leikhólum með samningstíma 15.11.2021-14.11.2024 og hins vegar í Leikskálum með samningstíma 1.1.2022 - 31.12.2024.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir heimild til útboðs í samræmi við framlagt minnisblað.

2.Leiguhúsnæði fyrir NEON félagsmiðstöð

Málsnúmer 1506047Vakta málsnúmer

Lagt er fram vinnuskjal deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála dags. 8. september sl.. Í minnisblaðinu óskar deildarstjóri heimildar til undirritunar leigusamnings vegna leigu á neðri hæð Lækjargötu 8, Siglufirði fyrir starfsemi félagsmiðstöðvarinnar Neon til 31. desember 2021. Um er að ræða sambærilegan samning og hefur verið í gildi og rúmast hann innan gildandi fjárheimilda. Einnig eru fram lögð drög að leigusamningi.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir framlögð drög að leigusamningi og heimilar deildarstjóra að undirrita samninginn f.h. sveitarfélagsins.

3.Berjadagar 2021

Málsnúmer 2107054Vakta málsnúmer

Lögð er fram umsögn deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála dags. 8. september sl.. Umsögnin er unnin í samræmi við ósk bæjarráðs þar um, á 705. fundi ráðsins. Í umsögn deildarstjóra er lagt til að Berjadögum verði veittur hluti úthlutaðs styrks til hátíðarhalda 2021, þó ekki meira en helming þess er úthlutað var.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir að veita Berjadögum styrk að fjárhæð kr. 250.000.-

4.Söfnunar- og útlánareglur Listasafns Fjallabyggðar

Málsnúmer 1908062Vakta málsnúmer

Lagðar eru fram endurskoðaðar útlánareglur Listasafns Fjallabyggðar.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir framlagðar útlánareglur og felur markaðs- og menningarfulltrúa að birta reglurnar á heimasíðu sveitarfélagsins.

5.Árshátíð Fjallabyggðar 2021

Málsnúmer 2109022Vakta málsnúmer

Lagt er fram minnisblað deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála og markaðs- og menningarfulltrúa dags. 7. september sl.. Í minnisblaðinu er lagt til í ljósi reglna um samkomur og sóttvarnir að árshátíð starfsmanna Fjallabyggðar sem halda átti 2. október nk. verði aflýst. Ný dagsetning árshátíðar verði 5. mars 2022. Einnig er lagt til að í stað árshátíðar verði fjármagn sem ætlað er í fjárheimildum ársins 2021 til árshátíðarhalds nýtt til að gera jólagjöf starfsmanna veglegri í ár líkt og gert var á síðasta ári.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu og tekur undir þau sjónarmið sem fram eru sett í minnisblaðinu.

6.Málefni aldraðra - Sveiganlegri dagdvöl og dagþjálfun.

Málsnúmer 2109032Vakta málsnúmer

Bæjarstjóri fór yfir vinnu undanfarinna vikna, viðræður sem hann átti við heilbrigðisráðherra og þá niðurstöðu ráðherra að fela Sjúkratryggingum Íslands að semja við Fjallabyggð um möguleika á sveigjanlegri dagdvöl og dagþjálfun fyrir einstaklinga með heilabilun og aðra sem þarfnast endurhæfingar.
Samþykkt
Bæjarráð veitir bæjarstjóra umboð til samninga við Sjúkratryggingar Íslands, drög að samningi skulu lögð fyrir bæjarráð. Einnig felur bæjarráð bæjarstjóra og deildarstjóra félagsmáladeildar að kynna málið fyrir öldungaráði og bæjarstjórn.

7.Erindi frá Veiðifélagi Ólafsfjarðar

Málsnúmer 2109014Vakta málsnúmer

Lagt er fram erindi veiðifélags Ólafsfjarðar dags. 5. september sl.. Í erindinu er annars vegar óskað upplýsinga um stöðu mála er varða hækkað vatnsborð Ólafsfjarðarvatns, hins vegar er óskað eftir því að Fjallabyggð greiði kostnað vegna fjarlægingar brúar yfir Fjarðará í landi Kálfsár og Þóroddsstaða.
Vísað til umsagnar
Bæjarráð felur bæjarstjóra að leita viðbragða Vegagerðarinnar varðandi stöðu mála er varða hækkað vatnsborð Ólafsfjarðarvatns, hvað varðar seinni lið erindis veiðifélags Ólafsfjarðar þá óskar bæjarráð umsagnar tæknideildar.
Fylgiskjöl:

8.Erindi til bæjarráðs - Ólafsfjarðarvöllur

Málsnúmer 2109029Vakta málsnúmer

Lagt er fram erindi KF dags. 10. september 2021. Í erindinu er annars vegar þess krafist að bæjarráð fresti fyrirhuguðum framkvæmdum á Ólafsfjarðarvelli fram yfir kosningar jafnframt lýsa forsvarsmenn KF því yfir að þeir séu tilbúnir að mæta til fundar við bæjarráð. Að síðustu óska forsvarsmenn KF að fá að leggja fram upplýsingar sem þeir telja að sýni fram á lægri rekstrarkostnað en fram kemur í minnisblaði EFLU verkfræðistofu.
Afgreiðslu frestað
Bæjarráð samþykkir að bjóða forsvarsmönnum KF til fundar við ráðið á næsta reglulega fundi, einnig samþykkir bæjarráð að fela deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála að óska eftir þeim gögnum sem KF vill leggja fyrir bæjarráð svo gera megi þau aðgengileg kjörnum fulltrúum í samræmi við samþykktir sveitarfélagsins um framlagningu gagna á fundum.

9.Fundargerðir nefnda og stjórna Fjallabyggðar - 2021

Málsnúmer 2101002Vakta málsnúmer

Lagðar eru fram til kynningar fundargerð 102. fundar Fræðslu- og frístundanefndar Fjallabyggðar og 133. fundar Félagsmálanefndar Fjallabyggðar.
Lagt fram

Fundi slitið - kl. 08:45.