Berjadagar 2021

Málsnúmer 2107054

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 705. fundur - 12.08.2021

Lagt er fram erindi Ólafar Sigursveinsdóttur dags. 23. júlí 2021 f.h. tónlistarhátíðarinnar Berjadaga. Í erindinu er sveitarfélagið upplýst um að Berjadögum, tónlistarhátíð 2021, hafi verið aflýst vegna stöðu Covid faraldursins. Einnig er þess farið á leit að bæjarráð veiti heimild til nýtingar styrks sveitarfélagsins til greiðslu áfallins kostnaðar.
Vísað til umsagnar
Bæjarráð samþykkir að óska umsagnar deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 709. fundur - 16.09.2021

Lögð er fram umsögn deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála dags. 8. september sl.. Umsögnin er unnin í samræmi við ósk bæjarráðs þar um, á 705. fundi ráðsins. Í umsögn deildarstjóra er lagt til að Berjadögum verði veittur hluti úthlutaðs styrks til hátíðarhalda 2021, þó ekki meira en helming þess er úthlutað var.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir að veita Berjadögum styrk að fjárhæð kr. 250.000.-