Bæjarráð Fjallabyggðar

461. fundur 18. ágúst 2016 kl. 08:00 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Steinunn María Sveinsdóttir formaður, S lista
  • Kristinn Kristjánsson varaformaður, F lista
  • S. Guðrún Hauksdóttir aðalmaður, D lista
  • Sólrún Júlíusdóttir áheyrnarfulltrúi, B lista
  • Ólafur Þór Ólafsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Ólafsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála

1.Heimild til útboðs á tjaldsvæði að Leirutanga, Siglufirði

Málsnúmer 1607048Vakta málsnúmer

Á 459. fundi bæjarráðs, 2. ágúst 2016 var samþykkt að heimila lokað útboð í tengslum við gerð útivistar og tjaldsvæði að Leirutanga í Siglufirði.

Tilboð í verkið "Leirutangi, útivistar og tjaldsvæði" voru opnuð kl. 11:00 í dag miðvikudaginn 17. ágúst 2016.
Eftirfarandi tilboð bárust:
Smári ehf kr. 31.716.900,-
Sölvi Sölvason kr. 29.980.000,-
Bás ehf kr. 27.453.000,-
Kostnaðaráætlun kr. 29.082.500,-

Bæjarráð samþykkir að taka tilboði lægstbjóðanda.

2.Lóðarmörk Tjarnagötu 16, 18 og 20, Siglufirði

Málsnúmer 1603107Vakta málsnúmer

Á 459. fundi bæjarráðs, 2. ágúst 2016, var lögð fram kæra til Innanríkisráðuneytis, dagsett 22, júlí 2016, frá lögmönnum lóðarhafa að Tjarnargötu 16, Siglufirði, þar sem mótmælt er málsmeðferð Fjallabyggðar í málinu. Einnig var lagt fram erindi frá Innanríkisráðuneytinu, dagsett, 22. júlí 2016, þar sem óskað var eftir umsögn Fjallabyggðar vegna kærunnar.

Umsögn sem send hefur verið Innanríkisráðuneytinu, lögð fram til kynningar.

3.Samstarf með Dalvíkurbyggð - tónskóli

Málsnúmer 1410044Vakta málsnúmer

Í framhaldi af samþykkt 460. fundar bæjarráðs, 11. ágúst 2016, á samstarfssamningi Dalvíkurbyggðar og Fjallabyggðar um tónskóla, þarf að kjósa fimm manna skólanefnd sem samanstendur af þremur kjörnum fulltrúum sveitarfélagana, tveggja embættismanna og jafn margra varamanna. Skipan skólanefndar verður með þeim hætti að fyrsta starfsárið skipar Dalvíkurbyggð 2 fulltrúa og Fjallabyggð 3 fulltrúa og næsta starfsár skipar Dalvíkurbyggð 3 fulltrúa og Fjallabyggð 2 fulltrúa.

Bæjarráð samþykkir að fulltrúar Fjallabyggðar fyrsta starfsárið verði:
Kristinn J. Reimarsson, deildarstjóri fræðslu- frístunda- og menningarmála,
Ríkharður Hólm Sigurðsson bæjarfulltrúi og
Helga Helgadóttir bæjarfulltrúi

Til vara:
Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóri
Hilmar Elefsen bæjarfulltrúi og
Sólrún Júlíusdóttir bæjarfulltrúi

4.Beiðni um umsögn vegna umsóknar um nýtt rekstrarleyfi - Auður Eggertsdóttir

Málsnúmer 1608019Vakta málsnúmer

Lögð fram beiðni frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra dagsett 11. ágúst 2016, er varðar umsögn um nýtt rekstrarleyfi til sölu gistinga að Brekkugötu 15, 625 Ólafsfirði.

Bæjarráð gerir ekki athugasemd við umsóknina.

5.Beiðni um umsögn vegna umsóknar um endurnýjun á rekstrarleyfi - Bolli og Beddi ehf

Málsnúmer 1608024Vakta málsnúmer

Lögð fram beiðni frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra dagsett 12. ágúst 2016, er varðar umsögn um endurnýjun á rekstrarleyfi til sölu gistinga og veitinga í Gistihúsi Jóa, Strandgötu 2, 625 Ólafsfirði.

Bæjarráð gerir ekki athugasemd við umsóknina.

6.Ályktun Búnaðarþings 2016 um fjallskil

Málsnúmer 1608015Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar ályktun Búnaðarþings 2016 um fjallskil. Jafnframt er leitað eftir upplýsingum um framkvæmd fjallskila hjá sveitarfélögum.

Bæjarráð felur deildarstjóra tæknideildar að taka saman þær upplýsingar sem leitað er eftir og svara Bændasamtökum Íslands.

7.Hvatning Velferðarvaktarinnar vegna kostnaðarþátttöku foreldra í ritfangakaupum skólabarna

Málsnúmer 1608021Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar hvatning Velferðarvaktarinnar til sveitarstjórna, skólanefnda, skólaskrifstofa og skólastjóra, dagsett 9. ágúst 2016, um að leggja kostnaðarþátttöku foreldra vegna ritfangakaupa barna af eða halda henni í lágmarki.

Bæjarráð samþykkir að vísa málinu til umfjöllunar í fræðslu- og frístundanefnd.

8.Sviðsmyndir um byggðaþróun á Íslandi til ársins 2030

Málsnúmer 1608022Vakta málsnúmer

Framtíðarsetur Íslands hefur tekið að sér að leiða sviðsmyndavinnu vegna undirbúnings gerðar stefnumótandi byggðaáætlunar til 2023. Verkið er unnið fyrir Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið og Byggðastofnun. Markmið verkefnisins er að greina tækifæri og ekki síður ógnanir til framtíðar um það hvernig best verði staðið að byggðaþróun á Íslandi á komandi árum.
Leitað er eftir skoðunum á helstu þáttum sem munu móta byggðamál og þróun búsetu á landinu til framtíðar.

Lagt fram til kynningar.

9.Fundargerðir Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga - 2016

Málsnúmer 1601006Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 28. fundar stjórnar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga frá 4. ágúst 2016.

Fundi slitið.