Bæjarráð Fjallabyggðar

342. fundur 27. maí 2014 kl. 18:00 - 19:00 á bæjarskrifstofum Ólafsvegi 4, Ólafsfirði
Nefndarmenn
  • Þorbjörn Sigurðsson formaður
  • Helga Helgadóttir aðalmaður
  • Egill Rögnvaldsson aðalmaður
  • Sigurður V Ásbjarnarson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Sigurður Valur Ásbjarnarson bæjarstjóri

1.Aukið starfshlutfall í bókasafni í Ólafsfirði

Málsnúmer 1405026Vakta málsnúmer

Vegna flutnings á bókasafninu Ólafsfirði er ljóst að auka þarf við starfshlutfall á staðnum í sumar. Fjárveiting er til staðar. Forstöðumður safnsins, í samráði við markaðs- og menningarnefnd, hefur samþykkt að safnið verði lokað í júlí á meðan verið er að fara yfir safnið flokka og greina, en á sama tíma er verið að lagfæra húsnæðið að Ólafsvegi 4 fyrir nýtt bókasafn.

Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við framkomnar tillögur er varðar undirbúning og flutning á safninu í Ólafsveg 4.

2.Breyting á þjónustusamningi og innleiðing á breyttu töluvumhverfi/hýsingu

Málsnúmer 1405042Vakta málsnúmer

Lagt fram tilboð frá Advania í breytingu á upplýsingstækniþjónustu fyrir Fjallabyggð.
Áætlað er að gera umræddar breytingar í haust.
Kostnaðarbreyting á hýsingarhlutann er rúmlega 33 þúsund kr. án vsk á mánuði.
Áætluð hækkun á hýsingarkostnaði er metin minni en sú hagræðing sem fæst af endurskipulagningu Microsoft leyfismála og notkunar Office 365 skýþjónustunnar.
Ekki þarf að gera breytingar á fjárhagsáætlun er þetta mál varðar.

Bæjarráð samþykkir fram komna breytingu á þjónustusamningi og innleiðingu á breyttu tölvuumhverfi og hýsingu bæjarfélagsins.

3.Ferðamenn í Fjallabyggð 2007 - 2013

Málsnúmer 1404002Vakta málsnúmer

Á 337. fundi bæjarráðs 16. apríl 2014 var kynnt tilboð frá fyrirtækinu Rannsóknir og ráðgjöf, er varðar að vinna úr og bera saman niðurstöður um komu erlendra ferðamanna til Ólafsfjarðar og Siglufjarðar á árunum 2007, 2010 og 2013 við Eyjafjarðarsvæðið.
Talið er að slík samantekt sé gagnleg sem grunngagn fyrir stefnumótun í ferðaþjónustu fyrir sveitarfélagið.
Bæjarráð vísaði málinu til umfjöllunar í markaðs- og menningarnefnd.

Lagt fram minnisblað frá markaðs- og menningarfulltrúa en þar kemur fram að;

Á umræddum fundi markað- og menningarnefndar þann 5. maí sl. var farið nokkuð ítarlega yfir málið.
Á fundi vinnuhóps um ferðastefnu hefur verið rætt um mikilvægi þess að sveitarfélagið hafi upplýsingar sem þessar á reiðum höndum til að geta sett sér mælanleg markmið til lengri tíma og hvort sveitarfélagið sé að ná árangri í tengslum við uppbyggingu ferðaþjónustu í sveitarfélaginu. Í væntanlegri ferðastefnu verða sett upp verkefni/áherslur til næstu fjögurra ára og komur ferðamanna til sveitarfélagsins er einn mælikvarði. Erfitt getur reynst að setja fram raunhæf markmið ef ekki eru til upplýsingar um stöðuna eins og hún er í dag eða var t.d. fyrir Héðinsfjarðargöng.
Markaðs- og menningarfulltrúi hefur spurst fyrir hjá öðrum sveitarfélögum hvort þau hafa verið að nýta sér þjónustu Rannsóknar og ráðgjafar og hafa sum hver gert það og lýst yfir mikilli ánægju með vinnubrögð fyrirtækisins og framsetningu gagna.
Í ljósi þessa leggur hann áherslu á að gengið verði að tilboði fyrirtækisins.
Samþykkt, en áætlaður kostnaður er kr. 260.000.- Til ráðstöfunar hjá markaðs- og menningarnefnd eru 100.000.-. Bæjarstjóra er falið að setja upp viðauka sem nemur 160.000.- fyrir næsta fund bæjarstjórnar.

4.Lóðarleigusamningur um Gránugötu 12 Siglufirði dags. 27. júlí 1994 og þinglýstur 30. ágúst 1994

Málsnúmer 1209037Vakta málsnúmer

Lagt fram samkomulag vegna Erlubergs ehf., kt. 440169-5709, um yfirtöku á lóðinni Gránugötu 12.
Bæjarstjóra er falið að undirrita samkomulagið.

Samþykkt samhljóða. 

5.Óskir um breytingu á álagningu fasteignagjalda 2014

Málsnúmer 1403032Vakta málsnúmer

Niðurstaða bæjarráðs er skráð sem trúnaðarmál.

6.Sigurhæð - safnamál

Málsnúmer 1310058Vakta málsnúmer

Bæjarstjóri gerði grein fyrir afhendingu á húsnæðinu Sigurhæðum og þar með flutningi á hluta af húsnæðinu undir safn til Sigurhæða ses.
Búið er að tæma efri hæðina og kom þjónustumiðstöð að þeirri framkvæmd. Til viðbótar voru  þrír unglingar fengnir til aðstoðar.  
Áætlaður heildarkostnaður er til skoðunar og má gera ráð fyrir sambærilegum kostnaði við tæmingu neðri hæðar.

Til viðbótar er gert ráð fyrir tækjakostnaði, sem og reiknuðum kostnaði vegna þjónustu frá þjónustumiðstöð.

Bæjarstjóra er falið að ganga frá uppsetningu á viðauka fyrir fund í bæjarstjórn.

Samþykkt samhljóða.

7.Vinabæjatengsl - Erindi frá Ítalíu

Málsnúmer 1405027Vakta málsnúmer

Fyrir um 50 árum komu tveir ungir Ítalir til Siglufjarðar til að stofna tengsl milli bæjarfélagsins og þeirra heimabæjar á Ítalíu.

Nú eru þeir væntanlegir í sumar og mun bæjarstjóri taka á móti þeim þann 4, júlí n.k.

Lagt fram til kynningar. Bæjarráð bíður þá velkomna til Fjallabyggðar.

8.Trúnaðarmál -

Málsnúmer 1405032Vakta málsnúmer

Niðurstaða bæjarráðs er skráð sem trúnaðarmál.

9.Framkvæmdaleyfi fyrir sjóvörnum á Siglunesi

Málsnúmer 1301032Vakta málsnúmer

Fram er kominn ósk landeigenda, Stefáns Einarssonar um að sent verði formlegt erindi frá bæjarráði Fjallabyggðar til Siglingasviðs Vegagerðar ríkisins er varðar endurupptöku fjárveitinga ríkisins til sjóvarna á Siglunesi.

 

Bæjarráð felur bæjarstjóra að senda umrætt erindi. Bæjarráð ítrekar  hins vegar að ekkert fjármagn er á áætlun ársins og framkvæmdarleyfi liggur ekki fyrir.

Samþykkt samhljóða.

10.Rekstraryfirlit mars 2014

Málsnúmer 1405028Vakta málsnúmer

Lagt fram rekstraryfirlit  fyrir þrjá fyrstu mánuðina.

Rekstrarniðurstaða tímabils er 3,8 m.kr. lakari en tímabilsáætlun gerir ráð fyrir, varð -38,6 m.kr. miðað við -42,4 m.kr í áætlun.
Tekjur eru lægri um 13,5 m.kr, gjöld lægri um 13,7 m.kr. og fjármagnsliðir 4,0 m.kr. hærri.
Lagt fram til kynningar.

11.Sláttur og hirðing

Málsnúmer 1405050Vakta málsnúmer

Bæjarráð felur tæknideild bæjarfélagsins að auglýsa eftir aðilum til að sinna slætti á opnum svæðum bæjarfélagsins og eða slætti og hirðingu garða hjá íbúum 67 ára og eldri. Niðurstaða tæknideildar liggi fyrir 10. júní.

Samþykkt samhljóða.

Fundi slitið - kl. 19:00.