Bæjarráð Fjallabyggðar

320. fundur 05. nóvember 2013 kl. 17:00 - 19:00 á bæjarskrifstofum Ólafsvegi 4, Ólafsfirði
Nefndarmenn
  • Þorbjörn Sigurðsson formaður
  • Helga Helgadóttir aðalmaður
  • Egill Rögnvaldsson aðalmaður
  • Sigurður V Ásbjarnarson bæjarstjóri
  • Ólafur Þór Ólafsson skrifstofu- og fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Ólafsson skrifstofu- og fjármálastjóri

1.Benz Unimog árgerð 1965 F-614 fastanúmer HI 294

Málsnúmer 1308039Vakta málsnúmer

Þrjú tilboð bárust í bifreiðina Benz Unimog árgerð 1965.
Bæjarfélagið hefur einnig fengið fyrirspurn frá öðru slökkviliði um yfirtöku á umræddri bifreið.

Bæjarráð áskildi sér rétt til að hafna öllum tilboðum og var það samþykkt.


Bæjarstjóra er falið að hefja viðræður við viðkomandi aðila.

2.Erindi vegna fyrirhugaðra bílastæða vestan Snorragötu á Siglufirði

Málsnúmer 1310089Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá Síldarminjasafni Íslands ses. dags. 25. október 2013.
Í bréfinu er lagt til að ráðist verði í gerð bílastæða norðan við slökkvistöð bæjarfélagsins á Siglufirði vegna skorts á bílastæðum.

Bæjarráð tekur vel í framkomna tillögu og er hún í samræmi við áform bæjarfélagsins um framvindu verksins á næsta ári.

3.Ósk um styrk vegna geymslu á kastvélakerrum Skotfélagsins

Málsnúmer 1310085Vakta málsnúmer

Lagt fram bréfi frá Skotveiðifélagi Ólafsfjarðar dags. 29. október 2013, þar sem fram koma óskar um styrk til geymslu á viðkvæmum og rándýrum rafeindabúnaði félagsins.

Bæjarráð samþykkir að taka umræddar kastvélakerrur til geymslu í Aravíti. Um er að ræða ca. 10 m2 geymslusvæði og færist styrkur bæjarfélagsins kr. 52.000.- á móti leigugjaldinu.

4.Umsókn um styrk frá Síldarminjasafni Íslands - geymslu- og sýningarhús á lóð safns

Málsnúmer 1310090Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá Síldarminjasafni Íslands dags. 1. nóvember 2013, þar sem fram koma óskir um styrk til að byggja geymslu- og sýningarhús á lóð safnsins. Um er að ræða endurbyggingu á "Gæruhúsinu" sem staðsett var á Akureyri í samstarfi við Þjóðminjasafnið, en húsið var tekið niður árið 1999.

Bæjarráð telur rétt að taka þátt í verkefninu um kr. 500.000.- á ári í tíu ár, enda fáist umræddir styrkir frá Þjóðminjasafni, Húsafriðunarnefnd, ríkisstjórn og öðrum aðilum að upphæð kr. 74 milljónir króna.

5.Styrkumsóknir 2014 - Ýmis mál

Málsnúmer 1309008Vakta málsnúmer

Bæjarráð samþykkir eftirtalda styrki.
1.  Til Hestamannafélagsins Glæsis - styrkur til greiðslu á fasteignaskatti.
2.  Til Hestamannafélagsins Gnýfara - styrkur til greiðslu á fasteignaskatti.
3.  Til Sævars Birgissonar, kr. 100.000.-
4.  Til Foreldrafélags Grunnskólans, kr. 55.000.-
5.  Til Björgunarsveitarinnar Tinds, kr. 500.000.-
Til sömu aðila, styrkur til greiðslu fasteignaskatts.

6.  Til Björgunarsveitarinnar Stráka kr. 500.000.-
Til sömu aðila, styrkur til greiðslu fasteignaskatts.
7.  Til Foreldrafélags Leikskála, kr. 55.000.-
8.  Til Foreldrafélags Leikhóla, kr. 55.000.-
9.  Til Herhúsfélagsins, styrkur til greiðslu fasteignaskatts.
10. Ólafsfjarðarkirkja, vegna kirkjugarðs kr. 200.000.-
11. Siglufjarðarkirkja, vegna barnastarfs kr. 75.000.-
12. Ólafsfjarðarkirkja, vegna barnastarfs kr. 75.000.-
13. Systrafélag Siglufjarðarkirkju, vegna lagfæringar á safnaðarheimili kr. 200.000.-
14. Skotveiðifélag Ólafsfjarðar, vegna geymslu á kastvélum í Aravíti, 52.000,-

Bæjarráð hafnaði neðantöldum umsóknum um fjármagn.
1.  Frá Betri byggð.
2.  Frá Kvennaathvarfi.
3.  Frá Stígamótum.
4.  Frá Neytendasamtökunum.

6.Trúnaðarmál - fasteignagjöld

Málsnúmer 1311006Vakta málsnúmer

Niðurstaða bæjarráðs skráð sem trúnaðarmál.

7.Samráðsfundir með Dalvíkurbyggð

Málsnúmer 1103117Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá Dalvíkurbyggð dagsett 18. október um samstarf á sviði skólamála og félagsmála.

Bæjarráð tekur vel í framkomnar hugmyndir, en leggur áherslu á að slíkt samstarf verði til eins árs og að því loknu verði málið tekið aftur til skoðunar í takt við reynsluna.

8.Viðauki við fjárhagsáætlun 2013 og 2014 - 2016

Málsnúmer 1303056Vakta málsnúmer

Lagður fram viðauki er varðar uppgreiðslu lána umfram fjárhagsáætlun.  Að höfðu samráði við endurskoðendur leggur skrifstofu- og fjármálastjóri til að uppgreiðslu lána verði mætt með láni frá Aðalsjóði á sambærilegum kjörum og önnur innri lán sveitarfélagsins.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að ofanritað verði samþykkt.

9.Ósk um úthlutun lóðar fyrir sjálfsafgreiðslustöð

Málsnúmer 1310025Vakta málsnúmer

Bæjarstjóri upplýsti bæjarráð um vinnu tæknideildar er varðar skipulagslýsingu á svæði undir sjálfsafgreiðslustöð við Vesturtanga á Siglufirði.

10.Grunnskóli Siglufirði, opnun tilboða í jarðvinnu

Málsnúmer 1310086Vakta málsnúmer

Á síðasta fundi bæjarráðs var þessu máli frestað.

Bæjarstjóri lagði fram bréf frá Landslögum dags. 5. nóvember 2013.

 

Eftir  umræður og yfirferð var ákveðið að taka málið til afgreiðslu.

Fram hefur komið að tilboð voru opnuð þann 30. október s.l. í jarðvinnu vegna stækkunar á Grunnskóla Fjallabyggðar við Norðurgötu 10 Siglufirði.
Tvö tilboð bárust. kr. 4.482.000.- frá Bás ehf og kr. 3.302.900.- frá Árna Helgasyni ehf.
Meirihluti bæjarráðs leggur til við bæjarstjórn að tilboði Árna Helgasonar ehf verði tekið.
Meirihluti bæjarráðs vísar í álit lögmanns Landslaga þ
ar sem fram kemur að hvorki form eða efnisgallar séu á hinu kærða skipulagi enda hefur skipulagið verið yfirfarið að formi og efni af hálfu Skipulagsstofnunar sem gerði engar athugasemdir við skipulagið og féllst á að auglýsing um gildistöku þess yrði birt í B-deild Stjórnartíðinda svo sem gert hefur verið.
Engin rök eru því til að mati meirihluta bæjarráðs að stöðva framvæmdir.

Meirihluti bæjarráðs telur þó rétt að þar sem byggingarleyfi vegna skólans hefur verið kært, séu gerðir fyrirvarar við samningsaðila um frestun eða stöðvun framkvæmda, verði sveitarfélaginu gert að stöðva framkvæmdir.

Egill Rögnvaldsson óskar að bókað verði, að hann telji rétt að framkvæmdin fari ekki af stað fyrr en búið er að úrskurða í kærumálinu.

11.Fjármál sveitarfélaga - bréf til sveitarstjórna

Málsnúmer 1310071Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf frá Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga dag. 23.október 2013. Þar er greint frá viðmiðum og lykiltölum sem nefndin hefur sett fram vegna samspils skulda, framlegðar og veltufjár frá rekstri.

12.Dagur gegn einelti - 8. nóvember

Málsnúmer 1310077Vakta málsnúmer

Dagurinn 8. nóvember er helgaður baráttunni gegn einelti á Íslandi. Skorað er á vinnustaði og samfélög um að sýna samstöðu í verki og láta allar bjöllur, klukkur og skipsflautur hljóma í sjö mínútur frá kl. 13.00 til 13.07 næstkomandi föstudag.

13.Fundargerðir húsfélagins að Ólafsvegi 28-30, Ólafsfirði

Málsnúmer 1310092Vakta málsnúmer

Lagðar fram fundargerðir frá 16. júní og 31. október 2013.
Fundir haldnir á bæjarskrifstofunni í Ólafsfirði.

14.Haustfundur Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar

Málsnúmer 1310088Vakta málsnúmer

Lögð fram dagskrá fyrir aðalfund Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar, sem haldinn verður í Menningarhúsinu Hofi 5. nóvember nk.

15.Fundagerðir stjórnar Eyþings 2013

Málsnúmer 1301026Vakta málsnúmer

Lagðar fram fundargerðir stjórnar Eyþings dags. 4. september, 27. september og 24. október 2013.

16.Fundagerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 2013

Málsnúmer 1301025Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 809. fundar frá 25. október 2013.

17.Skálarhlíð, breytingar á 3. hæð, verkfundir

Málsnúmer 1310073Vakta málsnúmer

Lögð fram verkfundargerð frá 29.08.2013.

Fundi slitið - kl. 19:00.