Bæjarráð Fjallabyggðar

251. fundur 20. mars 2012 kl. 16:00 - 19:00 í Ráðhúsinu Gránugötu 24 Siglufirði
Nefndarmenn
  • Ólafur Helgi Marteinsson formaður
  • Bjarkey Gunnarsdóttir aðalmaður
  • Egill Rögnvaldsson aðalmaður
  • Sigurður V Ásbjarnarson bæjarstjóri
  • Ólafur Þór Ólafsson skrifstofu- og fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Ólafsson skrifstofu- og fjármálastjóri

1.Aðalfundur Lánasjóðs sveitarfélaga vegna ársins 2012

Málsnúmer 1203021Vakta málsnúmer

Aðalfundur Lánasjóðs sveitarfélaga ohf. vegna ársins 2011 verður haldinn föstudaginn 23. mars 2012 kl. 16.00 í Reykjavík.

 

Bæjarráð felur bæjarstjóra að fara með umboð Fjallabyggðar á fundinum í samræmi við ákvæði hlutafélagalaga.

Samþykkt samhljóða.

2.Air 66N - greinargerð vegna samstarfs um millilandaflug til Norðurlands

Málsnúmer 1203059Vakta málsnúmer

Flugklasinn AIR 66N hefur unnið að því verkefni að koma á reglulegu millilandaflugi um Akureyrarflugvöll allt árið og er markmiðið að fjölga ferðamönnum á Norðurlandi.

Óskað er eftir stuðningi og aðkomu Fjallabyggðar sem nemur 300 kr. pr. íbúa á ári í þrjú ár.

Bæjarráð telur rétt og eðlilegt að taka þátt í verkefninu með öðrum sveitarfélögum og hagsmunaaðilum á svæðinu. Framlag bæjarfélagsins verður tekið inn í vinnu við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árin 2013 og 2014.

Samþykkt samhljóða.

 

3.Almenningssamgöngur á vegum Eyþings

Málsnúmer 1112060Vakta málsnúmer

Á fundi nefndar á vegum Eyþings þann 1. mars s.l. var VSÓ falið að skoða nýjar tillögur um þjónustu almenningssamgangna á svæðinu.

Nefndin hefur nú samþykkt á fundi sínum 13. mars tillögu nr. 2 í framsettum tillögum VSÓ.

Á 8. fundi nefndarinnar var m.a. samþykkt einróma í nefndinni að kalla eftir samþykki stjórnar á fram kominni tillögu, en þar er lögð áhersla á að bæta m.a. samgöngur til Siglufjarðar frá Akureyri.

Stjórn Eyþings hefur nú fallist á tillögur nefndarinnar en eftir er að fá fjármagn til að standa undir þessum væntingum frá Vegagerð ríkisins.

Lagt fram til kynningar.

4.Alþýðuhúsið á Siglufirði og tún sunnan við - framtíðarnýting

Málsnúmer 1104026Vakta málsnúmer

Óskað er eftir stuðningi Fjallabyggðar við uppbyggingu á Alþýðuhúsinu á Siglufirði, en þar á að hefjast menningarstarfsemi í húsinu í júlí n.k.

Aðalhlutverk hússins er að vera vinnustofa fyrir allar listgreinar og fræðimennsku.

Eigandi hússins Aðalheiður S. Eysteinsdóttir óskar eftir styrk sem nemur álagningu fasteignagjalda á húsið enda er ætlun hennar að standa fyrir menningardegi og listasmiðju fyrir bæjarbúa ár hvert.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að veittur verði styrkur sem nemur fasteignaskatti ársins 2011, í samræmi við reglur bæjarfélagsins og er hann kr. 198.990.

Samþykkt samhljóða.

5.Álagning gatnagerðargjalds vegna Hólavegar 65 Siglufirði

Málsnúmer 1203045Vakta málsnúmer

Um er að ræða ósk um úrskurð bæjarráðs og heimild til lækkunar á gjöldum vegna 18 m2 viðbyggingar á húsnæði við Hólaveg 65.

Bæjarráð vísar í reglur og lög um gatnagerðargjöld og bendir á 5. gr. sem fjallar um almenna lækkunarheimild sjá og 4. lið vegna stækkunar íbúðarhúss, sjá þar lið 3.

Bæjarráð samþykkir að innheimt skuli afgreiðslu- og byggingarleyfisgjald, en ekki gatnagerðargjald.

6.Beiðni um undanþágu til dvalar í flugvallarbyggingu á Siglufjarðarflugvelli

Málsnúmer 1203023Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf dags. 6. mars 2012 frá Önnu Dís Bjarnadóttur.

Bæjarráð leggur áherslu á að farið sé að lögum í slíkum málum. Bæjarráð telur einnig rétt að leigusali og leigutaki tryggi öryggi þeirra sem dvelja í húsnæðinu hverju sinni.

Lögð er áhersla á að umrætt húsnæði verði ekki leigt frekar sem íbúðarhúsnæði og er íbúum og leigusala gefinn frestur til 1.október n.k. til að rýma húsnæðið.

Samþykkt samhljóða.

7.Deiliskipulag - Þormóðseyri

Málsnúmer 1203070Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar lýsing á skipulagsverkefni á Þormóðseyri á Siglufirði, ásamt matslýsingu vegna deiliskipulagsvinnu samkvæmt lögum um umhverfismat áætlana.

Deildarstjóri tæknideildar hefur leitað til fyrirtækisins X2 hönnun - skipulag ehf. til að sjá um verkefnið f.h. Fjallabyggðar.

Bæjarráð fagnar því að vinnan sé hafin og óskar eftir kostnaðaráætlun frá tæknideild.

8.Flotbryggjur

Málsnúmer 1203031Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf dags. 7. mars 2012 um hugsanleg kaup á flotbryggju til að taka á móti sjóflugvél í sumar og er í bréfinu vitnað til bókunar í hafnarstjórn 23. febrúar s.l.

Bæjarráð vísar í gerð fjárhagsáætlunar fyrir hafnarsjóð fyrir árið 2012, en þar er ekki gert ráð fyrir kaupum á slíkri flotbryggju á árinu.

Bæjarráð vill hins vegar taka fram að bæjarfélagið er tilbúið til að skoða lausnir sem gætu tryggt slíka þjónustu og þar með kynningu á bæjarfélaginu.

9.Framlög til stjórnmálasamtaka 2012

Málsnúmer 1203022Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga frá skrifstofu- og fjármálastjóra um skiptingu á framlagi bæjarfélagsins til stjórnmálasamtaka og frambjóðenda í samræmi við lög nr. 162 frá árinu 2006.

Miðað er við atkvæðamagn sjá 5. gr. og er heildarfjármagn til skiptanna kr. 360.000.

Samþykkt samhljóða.

10.Greiðsla fatapeninga til ófaglærðra starfsmanna í leikskólum

Málsnúmer 1202035Vakta málsnúmer

247. fundur bæjarráðs Fjallabyggðar tók fyrir tillögu að verklagi og upphæð vegna endurgreiðslu á kaupum á vinnufatnaði til ófaglærðra starfsmanna í leikskólum, sbr grein 8.2.5. g í kjarasamningi Sambands ísl. sveitarfélaga við St. Fjallabyggðar, Kjöl og Einingu Iðju.
Fyrir lá samþykki fulltrúa viðkomandi stéttarfélaga á tillögunni.
Bæjarráð samþykkti að leita álits kjarasviðs Sambands ísl. sveitarfélaga á tillögunni áður en til afgreiðslu kæmi.
Kjarasvið gerir ekki athugasemdir við fyrirkomulagið um endurgreiðslu kostnaðar, að því gefnu að það sé gert í samráði við stéttarfélög á staðnum.

Samþykkt samhljóða.

11.Launayfirlit janúar - febrúar 2012

Málsnúmer 1203071Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

Launayfirlitið er í samræmi við fjárhagsáætlun fyrir árið 2012.

 

12.Ósk um styrk

Málsnúmer 1203041Vakta málsnúmer

Félag eldri borgara, Ólafsfirði óskar eftir aðstoð Fjallabyggðar við rekstur á húsi þeirra að Bylgjubyggð 2b í Ólafsfirði.
Sótt er um styrk til að standa undir greiðslu fasteignagjalda að fullu, ásamt tryggingargjöldum.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að veita styrk að upphæð kr 339.191.-  á árinu 2012.

13.Samráðsfundur með Dalvíkurbyggð - 3. fundur

Málsnúmer 1203055Vakta málsnúmer

Fjallað um samráðsfund sem haldinn var með fulltrúum Dalvíkurbyggðar 15. mars s.l.
Bæjarráð samþykkir tillögu um að Sigurður Valur Ásbjarnarson taki sæti Rögnvaldar Ingólfssonar sem fulltrúi Fjallabyggðar í byggðasamlagi um málefni fatlaðra.

14.Snjóflóðavarnir í Siglufirði - staða framkvæmda

Málsnúmer 1106111Vakta málsnúmer

Skýrsla frá Verkfræðistofunni á Siglufirði sf. lögð fram til kynningar.

15.Umsókn um styrk vegna reksturs Úra- og gullsmíðaverkstæðis

Málsnúmer 1203060Vakta málsnúmer

Sótt er um styrk vegna reksturs Úra- og gullsmíðaverkstæðisins að Eyrargötu 16 á Siglufirði.

Bæjarráð hafnar erindinu.

16.Uppfærsla og nýtt útlit á fjallabyggd.is

Málsnúmer 1203057Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

Bæjarráð vísar breytingunni til næstu fjárhagsáætlunar en felur deildarstjórum að kanna hvort hægt sé að gera nauðsynlegar lagfæringar í samræmi við óbreytta fjárhagsáætlun.

17.Gátlisti og umræðuskjal nefndar um eflingu sveitarstjórnarstigsins

Málsnúmer 1108043Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

18.Minnisblöð bæjarstjóra vegna framkvæmda við Grunnskólann í Ólafsfirði

Málsnúmer 1203030Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 19:00.