Bæjarráð Fjallabyggðar

202. fundur 15. febrúar 2011 kl. 17:00 - 19:00 í ráðhúsinu á Siglufirði
Nefndarmenn
  • Ólafur Helgi Marteinsson formaður
  • Ingvar Erlingsson varaformaður
  • Helga Helgadóttir aðalmaður
  • Bjarkey Gunnarsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Ólafur Þór Ólafsson skrifstofu- og fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Ólafsson skrifstofu- og fjármálastjóri

1.Íslandsmót unglinga í badminton - Beiðni um styrk

Málsnúmer 1102027Vakta málsnúmer

Tennis- og badmintonfélagi Siglufjarðar hefur hlotnast sá heiður að halda Íslandsmót unglinga í badminton 5. til 6. mars 2011. 
Gert er ráð fyrir hátt í 200 mótsgestum.
Í erindi félagsins er þess farið á leit við sveitarfélagið að það styrki mótið með framlagi á móti húsaleigu íþróttahúsanna og sundi fyrir mótsgesti.

Bæjarráð samþykkir erindið.  Færist af gjaldalið 21-81.

2.Kjördæmamót í bridge

Málsnúmer 1101133Vakta málsnúmer

Komið er að því að Bridgefélag Siglufjarðar haldi kjördæmamót 7. til 8. maí 2011. 
Gert er ráð fyrir 150 til 200 þátttakendum.
Í erindi félagsins er þess farið á leit við sveitarfélagið að það styrki mótið með framlagi á móti húsaleigu fyrir grunnskólann við Hlíðarveg Siglufirði.

Bæjarráð samþykkir erindið. Færist af gjaldalið 21-81.

3.Aðildarumsókn sveitarfélaga að rammasamningskerfi Ríkiskaupa fyrir árið 2011

Málsnúmer 1101121Vakta málsnúmer

Bæjarráð samþykkir að endurnýja aðild sveitarfélagsins að rammasamningakerfi Ríkiskaupa fyrir árið 2011.

 

4.Samkomulag um kjarasamningsumboð

Málsnúmer 1102076Vakta málsnúmer

Bæjarráð samþykkir að fela Sambandi íslenskra sveitarfélaga fullnaðarumboð til kjarasamningsgerðar fyrir sína hönd við eftirtalin stéttarfélög:
Félag leikskólakennara,

Félag ísl. hljómlistarmanna,

Félag tónl.sk.kennara,

Félag grunnskólakennara,

Skólastjórafélag Íslands, 

Fræðagarður,

Iðjuþjálfafélag Íslands,

Kjarafélag tæknifræðingafélags Íslands,
Stéttarfélag bókasafns- og upplýsingafræðinga,
Þroskaþjálfafélag Íslands,
Kjölur stéttarfélag starfsm. í alm.þágu,
Starfsmannafélag Fjallabyggðar,

Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna,

Sjúkraliðafélag Íslands,

Fagfélagið,
Einingu Iðju og

Félag stjórnenda leikskóla.

Bæjarráð hefur áður á 199. fundi sínum samþykkt samningsumboð vegna SFR - stéttarfélags í almannaþjónustu í tengslum við málefni fatlaðra.

5.Beiðni um umsögn vegna breytingar á opnunartíma

Málsnúmer 1102067Vakta málsnúmer

Í erindi Sýslumanns er óskað umsagnar vegna leiðréttingar á rekstarleyfi fyrir þjónustustöð Olís, að Tjarnargötu 6 Siglufirði er varðar opnunartíma til kl. 23:30 öll kvöld.

Bæjarráð gerir ekki athugasemd við breytingu.

 

6.Beiðni um umsögn vegna óskar um lengri opnunartíma

Málsnúmer 1102068Vakta málsnúmer

Í erindi Sýslumanns er óskað umsagnar vegna lengri opnunartíma Allans Siglufirði, aðfararnætur skírdags 21. apríl 2011.

Bæjarráð gerir ekki athugasemd við lengri opnunartíma.

7.Íþróttamiðstöð Fjallabyggðar - Breyting á störfum

Málsnúmer 1102035Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar upplýsingar forstöðumanns á breytingu starfa við Íþróttamiðstöðvar í Fjallabyggð.

Fundi slitið - kl. 19:00.