Bæjarráð Fjallabyggðar

767. fundur 15. nóvember 2022 kl. 08:15 - 09:50 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • S. Guðrún Hauksdóttir varaformaður, D lista
  • Guðjón M. Ólafsson formaður, A lista
  • Helgi Jóhannsson aðalmaður, H lista
Starfsmenn
  • Sigríður Ingvarsdóttir bæjarstjóri
  • Bragi Freyr Kristbjörnsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála
Fundargerð ritaði: Bragi Freyr Kristbjörnsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála

1.Trúnaðarmál

Málsnúmer 2210076Vakta málsnúmer

Niðurstaða færð í trúnaðarbók.

2.Brunavarnaáætlun Fjallabyggðar 2022 - 2026

Málsnúmer 2210051Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að brunavarnaráætlun Fjallabyggðar 2022-2026.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar
Bæjarráð samþykkir áætlunina fyrir sitt leyti og vísar henni til bæjarstjórnar til umræðu og endanlegrar afgreiðslu.

3.17. júní 2022

Málsnúmer 2203002Vakta málsnúmer

Fyrir liggur greinargerð um framkvæmd og uppgjör 17. júní 2022 en hátíðin var í höndum ungliðasveitarinnar Smástráka.
Vísað til gerðar fjárhagsáætlunar
Bæjarráð þakkar fyrir góða greinargerð og leggur til að gerður verði samningur við Smástráka um framkvæmd 17. júní hátíðarhalda til næstu þriggja ára í samræmi við tillögurnar sem koma fram í greinargerðinni. Vísað til gerðar fjárhagsáætlunar.

4.Fjárhagsáætlun 2023 - Tillaga að fjárhagsáætlun

Málsnúmer 2211079Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að fjárhagsáætlun fyrir árið 2023 og forsendur sem að baki henni liggja.
Vísað til nefndar
Bæjarráð samþykkir að vísa tillögunni til umsagnar hjá nefndum og deildarstjórum. Niðurstöður nefnda þurfa að liggja fyrir eigi síðar en 25. nóvember nk.

5.Fráveita við Síldarminjasafnið

Málsnúmer 2211088Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað slökkviliðsstjóra um fráveitu við Síldarminjasafn. Undir þessum dagskrárlið sátu einnig Jóhann K. Jóhannsson slökkviliðsstjóri Fjallabyggðar, Ármann V. Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar og Anita Elefsen safnastjóri Síldarminjasafnsins.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarráð þakkar góðar umræður og felur deildarstjóra tæknideildar að útbúa minnisblað þar sem fram kemur greining á núverandi stöðu ásamt því að leggja fram tillögur og kostnaðarmat á úrbótum.

6.Snjómokstur - snjósöfnun á lóðir

Málsnúmer 2211035Vakta málsnúmer

Lagt fyrir erindi eigenda fasteigna við Laugarveg 20,22 og 24 þar sem óskað er eftir því að hætt verði að moka snjó inn á óbyggða lóð við Suðurgötu 62.
Lagt fram til kynningar
Bæjarráð þakkar fyrir ábendingarnar. Ljóst er að erfitt verður, m.v. núverandi verklag og stöðu, að útiloka algjörlega snjósöfnun á svæðinu á milli Suðurgötu 65 og 71. Þó er sjálfsagt að beina því til tæknideildar og þjónustumiðstöðvar, að við óhjákvæmilega snjósöfnun vegna snjómoksturs, að komið verði til móts við óskir íbúa.

7.Endurnýjun samstarfssamnings Fjallabyggðar og hestamannafélagsins Gnýfara 2023

Málsnúmer 2211055Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi hestamannafélagsins Gnýfara er varðar ósk félagsins um endurnýjun á samstarfssamningi við sveitarfélagið.
Vísað til gerðar fjárhagsáætlunar
Erindi vísað til gerðar fjárhagsáætlunar.

8.Ábending vegna fjárhagsáætlunar 2023, mokstur á reiðvegum.

Málsnúmer 2211056Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi hestamannafélagsins Gnýfara er snýr að þeirri ósk félagsins að þegar mokað er frá Brimvöllum að reiðskemmu verði afleggjarinn upp í efnisnámuna og gamli afleggjarinn að Kleifarvegi einnig mokaðir.
Vísað til gerðar fjárhagsáætlunar
Erindi vísað til gerðar fjárhagsáætlunar.

9.Ábending vegna fjárhagsáætlunar 2023, lagfæring reiðvegar.

Málsnúmer 2211060Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi hestamannafélagsins Gnýfara þar sem óskað er eftir því að Fjallabyggð leggi til kr. 225.000 vegna endurnýjunar á ræsisrörum í reiðvegi frá Lagarengi fram að Garðsá.
Vísað til gerðar fjárhagsáætlunar
Erindi vísað til gerðar fjárhagsáætlunar.

10.Ábending vegna fjárhagsáætlunar 2023, aðkoma skuldastöðu.

Málsnúmer 2211061Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi hestamannafélagsins Gnýfara þar sem óskað er eftir aðkomu sveitarfélagsins að skuldastöðu félagsins.
Vísað til gerðar fjárhagsáætlunar
Erindi vísað til gerðar fjárhagsáætlunar.

11.Tilnefning fulltrúa í vatnasvæðanefnd

Málsnúmer 2211068Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Umhverfisstofnunar, dags. 1. nóvember 2022, þar sem óskað er eftir tilnefningum í vatnasvæðanefnd.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

12.Óskað eftir sveitarfélögum til þátttöku við að þróa aðlögunaraðgerðir

Málsnúmer 2211066Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Byggðastofnunar þar sem óskað er eftir þátttöku nokkurra sveitarfélaga við að móta aðferðafræði fyrir sveitarfélög til þess að bregðast við afleiðingum loftslagsbreytinga.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar. Bæjarstjóra falið að koma til skila áhuga Fjallabyggðar á því að taka þátt í verkefninu. Lagt til að Arnar Þór Stefánsson verði fulltrúi Fjallabyggðar.

13.Áform um lagabreytingar um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga

Málsnúmer 2211073Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Innviðaráðuneytisins, þar sem vakin er athygli á því að áform um lagabreytingar um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga hafa verið birt til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar. Bæjarstjóra falið að ræða við Samband íslenskra Sveitarfélaga og fá upplýsingar um möguleg áhrif breytinganna á Fjallabyggð.

14.Fundargerðir Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE) - 2022

Málsnúmer 2201036Vakta málsnúmer

Fundargerð 43. fundar stjórnar SSNE lögð fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

15.Fræðsla um hinsegin málefni fyrir kjörna fulltrúa og starfsfólk sveitarfélaga

Málsnúmer 2211086Vakta málsnúmer

Lagt fram dreifibréf Innviðaráðuneytisins, þar sem kjörnum fulltrúum og starfsfólki sveitarfélaga er boðið til fræðslufundar um hinsegin málefni. Samtökin '78 sjá um fræðsluna en markmiðið er að auka þekkingu sveitarstjórnarfólks á réttindum og félagslegri stöðu hinsegin fólks.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar. Bæjarráð hvetur kjörna fulltrúa og starfsfólk sveitarfélagsins til að kynna sér málið og skrá sig á fræðslufund um hinsegin málefni.

Fundi slitið - kl. 09:50.