Bæjarráð Fjallabyggðar

177. fundur 20. júlí 2010 kl. 17:00 - 17:00 í fundarherbergi syðra á Siglufirði
Nefndarmenn
  • Ólafur Helgi Marteinsson formaður
  • Ingvar Erlingsson varaformaður
  • Egill Rögnvaldsson aðalmaður
  • Sigurður V Ásbjarnarson bæjarstjóri
  • Ingibjörg Ólöf Magnúsdóttir tæknifulltrúi
Fundargerð ritaði: Ingibjörg Magnúsdóttir tæknifulltrúi
Fulltrúi T-listans boðaði forföll.

1.Mótmæli vegna óviðunandi vinnubragða við framkvæmd Héðinsfjarðarganga

Málsnúmer 1007051Vakta málsnúmer

Til Lex lögmannsstofu hafa leitað forsvarsmenn Veiðifélags Ólafsfjarðar, vegna óviðunandi vinnubragða Háfells ehf. í vinnu þeirra vegna framkvæmda Héðinsfjarðarganga. Mótmælt er þeim vinnubrögðum sem viðhöfð hafa verið af Háfelli ehf. verktaka Héðinsfjarðarganga, við framkvæmdir ganganna. Þegar grjót og annað uppbyggingarefni hefur verið sprengt úr göngunum, er það malað og hefur svo verið þrifið í nálægð við Ólafsfjarðarvatn þannig að vatnið sem notað er við þrifin rennur gruggugt í ós Ólafsfjarðarvatns.

Þess er krafist að Fjallabyggð komi án tafar í veg fyrir frekara tjón af þessum völdum og stöðvi nú þegar umgengni og not af þessu tagi af Ólafsfjarðarvatni.

Lagt fram til kynningar og bæjarstjóra falið að fylgja málinu eftir.

2.Sandblakvöllur

Málsnúmer 1007052Vakta málsnúmer

Á 93. fundi skipulags- og umhverfisnefndar óskaði Mundína Bjarnardóttir fyrir hönd strandblaksvallarnefndar blakklúbba í Siglufirði, eftir leyfi til að byggja upp sandblakvöll við Túngötu á Siglufirði. Aðeins er óskað eftir stöðuleyfi í óákveðinn tíma og mun völlurinn víkja fyrir öðrum framkvæmdum.  Svæðið sem óskað er eftir er í eigu AFL Sparisjóðs og Fjallabyggðar.

Skipulags- og umhverfisnefnd tekur vel í erindið og samþykkir að hugmyndin fari í grenndarkynningu, að því tilskyldu að bæjarráð gefi leyfi fyrir notkun lóðarinnar.

Erindið samþykkt og málið fari í viðeigandi kynningu.

3.Starfmannamál-markaðs og kynningarfulltrúi

Málsnúmer 1007059Vakta málsnúmer

Inga Eiríksdóttir hefur sagt upp starfi sínu sem markaðs- og kynningarfulltrúi Fjallabyggðar og óskar eftir að fá að láta af störfum eigi síðar en 31. ágúst 2010.

Bæjarráð þakkar Ingu fyrir vel unnin störf og óskar henni velfarnaðar í framtíðinni.

4.Menningarnefnd Fjallabyggðar - 33. fundur - 12. júlí 2010

Málsnúmer 1007002FVakta málsnúmer

  • 4.1 1006037 Listgjörningur við opnun Héðinsfjarðarganga
    Menningarnefnd Fjallabyggðar - 33 Bókun fundar Afgreiðsla 33. fundar staðfest í bæjarráði með 3 atkvæðum.
  • 4.2 1006062 Verksamningur vegna Síldarævintýris 2010
    Menningarnefnd Fjallabyggðar - 33 Bókun fundar Afgreiðsla 33. fundar staðfest í bæjarráði með 3 atkvæðum.
  • 4.3 1006063 Umsókn um stöðu forstöðumanns bókasafns Fjallabyggðar
    Menningarnefnd Fjallabyggðar - 33 <DIV><DIV>Ein umsókn barst sveitarfélaginu um stöðu forstöðumanns bókasafns Fjallabyggðar frá Rósu Bjarnadóttur sem er með meistaragráðu í bókasafnsfræðum. Menningarnefnd leggur til við bæjarráð að gengið verði frá ráðningarsamningi við umsækjanda sem fyrst. </DIV></DIV> Bókun fundar &lt;DIV&amp;gt;Afgreiðsla 33. fundar staðfest í bæjarráði með 3 atkvæðum.&lt;/DIV&amp;gt;
  • 4.4 1006068 Formreglur stjórnsýslunnar
    Menningarnefnd Fjallabyggðar - 33 Bókun fundar Afgreiðsla 33. fundar staðfest í bæjarráði með 3 atkvæðum.

5.Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 25. fundur - 12. júlí 2010

Málsnúmer 1007003FVakta málsnúmer

6.Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 93. fundur - 14. júlí 2010

Málsnúmer 1007005FVakta málsnúmer

7.Lagning háspennukapla um Norðurgötu á Siglufirði

Málsnúmer 1007070Vakta málsnúmer

Lagt er fram erindi  nokkurra íbúa við Norðurgötu, sem áhyggjur hafa af legu háspennukapla í götunni.  Er það krafa þeirra að framkvæmdir verði stöðvaðar meðan fyrri meðferð umrædds máls verði tekin til endurskoðunar og það til lykta leitt í fullri sátt við alla íbúa við Norðurgötu.

Sótt var um framkvæmdarleyfi 17.03.2010 til skipulags- og umhverfisnefndar sem samþykkti erindið og tilskilin leyfi eru því fyrir framkvæmdinni.  Samband var haft við Rarik og í þeim viðræðum kom fram að þeir telja ekki gerlegt að gera breytingar á legu strengjanna.

Bæjarráð telur að rétt hafi verið staðið að afgreiðslu málsins og felur bæjarstjóra og skipulags- og byggingarfulltrúi að svara erindinu.

Fundi slitið - kl. 17:00.