Bæjarráð Fjallabyggðar

174. fundur 23. júní 2010 kl. 08:15 - 10:15 sem fjarfundur í ráðhúsinu á Siglufirði og á bæjarskrifstofunum í Ólafsfirði
Nefndarmenn
  • Ólafur Helgi Marteinsson formaður
  • Ingvar Erlingsson varaformaður
  • Egill Rögnvaldsson aðalmaður
  • Þórir Kristinn Þórisson bæjarstjóri
  • Ólafur Þór Ólafsson skrifstofu- og fjármálastjóri
  • Sigurður Hlöðversson áheyrnarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Ólafsson skrifstofu- og fjármálastjóri

1.Blað um Héðinsfjarðargöng

Málsnúmer 1006030Vakta málsnúmer

Útgáfufélagið Goggur ehf. óskar í erindi sínu eftir samvinnu við Fjallabyggð um útgáfu blaðs um Héðinsfjarðargöng.
Bæjarráð samþykkir að taka þátt í verkefninu.

2.Áheyrnarfulltrúi í bæjarráði Fjallabyggðar

Málsnúmer 1006056Vakta málsnúmer

Í framhaldi af samþykkt 51. fundar bæjarstjórnar um áheyrnarfulltrúa í bæjarráði, þarf að vísa áætluðum kostnaði til endurskoðunar á fjárhagsáætlun 2010.  Áheyrnarfulltrúi T listans er Bjarkey Gunnarsdóttir og til vara Sigurður Hlöðversson.
Eftirfarandi tillaga var lögð fram af Ólafi H. Marteinssonar og Ingvari Erlingssyni.
"Greiðslur fyrir áheyrnarfulltrúa í bæjarráði skal vera sambærileg og fyrir nefndarlaun kr. 7.200 fyrir hvern fund."
Að ósk Egils Rögnvaldssonar var afgreiðslu tillögunnar frestað.
Dagskrárlið frestað.

3.Fjárhagslegt yfirlit málaflokka jan-apr 2010

Málsnúmer 1006065Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar málaflokkayfirlit Fjallabyggðar fyrir rekstur tímabilsins, janúar - apríl 2010.

4.Fundargerð 214. fundar stjórnar Eyþings frá 10. júní 2010

Málsnúmer 1006066Vakta málsnúmer

Fundargerð lögð fram til kynningar.

5.Ráðning verkstjóra í þjónustumiðstöð

Málsnúmer 1004045Vakta málsnúmer

Samþykkt var með 3 atkvæðum að taka þennan lið á dagskrá.
Ingvar Erlingsson vék af fundi undir þessum dagskrárlið.
Bæjarstjóri kynnti stöðu mála.

Bæjarráð samþykkir að taka til endurskoðunar ákvörðun bæjarstjórnar í málefnum þjónustumiðstöðvar Fjallabyggðar.
Í ljósi þess samþykkir bæjarráð að fela bæjarstjóra að óska eftir því að núverandi verkstjórar starfi til loka september.

6.Aukabæjarstjórnarfundur 30 júní

Málsnúmer 1006076Vakta málsnúmer

Forseti bæjarstjórnar og formaður bæjarráðs tilkynntu um boðun aukafundar bæjarstjórnar 30. júní kl. 17 í ráðhúsinu Siglufirði.
Eitt mál verður á dagskrá, ráðning bæjarstjóra.
Formaður bæjarráðs tilkynnti jafnframt ráðningu bæjarstjóra, Sigurðar Vals Ásbjarnarsonar frá 1. júlí 2010.

Fundi slitið - kl. 10:15.