Ráðning verkstjóra í þjónustumiðstöð Fjallabyggðar

Málsnúmer 1004045

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 169. fundur - 06.05.2010

Bæjarráð samþykkir að fresta afgreiðslu þessa dagskrárliðar til næsta bæjarráðsfundar.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 170. fundur - 20.05.2010

Sex umsóknir bárust um stöðu verkstjóra í þjónustumiðstöð Fjallabyggðar.
Þeir eru í stafrófsröð :
Gísli Kristinsson
Guðni M. Sölvason
Gunnlaugur Ingi Haraldsson
Kristinn S. Gylfason
Rúnar Theodórsson og
Sölvi Lárusson.

Kröfur til umsækjenda voru eftirfarandi:
Leitað er að einstaklingi sem hefur til að bera færni í mannlegum samskiptum, frumkvæði og sjálfstæði í starfi og góða skipulagshæfileika.
Reynsla af sambærilegu starfi, verkefnum, vinnuvélum og verklegum framkvæmdum er nauðsynleg.
Reynsla af gerð fjárhags-, kostnaðar- og verkáætlana og vinnu eftir teikningum er æskileg.
Góð tölvukunnátta og reynsla af skipulegri verkefnastýringu er æskileg.
Aukin vinnuvélaréttindi og iðnmenntun sem nýtist í starfi eru kostur.

Fyrir bæjarráði liggur greinargerð ráðningafyrirtækis eftir viðtöl við umsækjendur og minnisblað frá bæjarstjóra, þróunarstjóra og skipulags- og byggingarfulltrúa.

Bæjarráð samþykkir með tveimur atkvæðum að ráða Gísla Kristinsson í starf verkstjóra.
Jóna Vilhelmína Héðinsdóttir sat hjá þar sem hún getur ekki fellt sig við forsendur auglýsingar.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 172. fundur - 02.06.2010

Á 170. fundi bæjarráðs, var samþykkt að ráða Gísla Kristinsson í starf verkstjóra Þjónustumiðstöðvar Fjallabyggðar.
Gísli Kristinsson hefur nú afþakkað boð um starfið.

Í ljósi þess að Gísli Kristinsson afþakkaði ráðningu í starf verkstjóra í Þjónustumiðstöð Fjallabyggðar, leggur bæjarráð til að ráðningu verkstjóra verði frestað um óákveðinn tíma.
Jafnframt verði óskað eftir því að núverandi verkstjórar starfi áfram þar til annað verður ákveðið.
Þá verði beðið með uppsagnir og ráðningar í aðrar stöður þar til nýr verkstjóri hefur verið ráðinn.
Bæjarráð hvetur nýja bæjarstjórn til að hraða málinu eins og kostur er.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 174. fundur - 23.06.2010

Samþykkt var með 3 atkvæðum að taka þennan lið á dagskrá.
Ingvar Erlingsson vék af fundi undir þessum dagskrárlið.
Bæjarstjóri kynnti stöðu mála.

Bæjarráð samþykkir að taka til endurskoðunar ákvörðun bæjarstjórnar í málefnum þjónustumiðstöðvar Fjallabyggðar.
Í ljósi þess samþykkir bæjarráð að fela bæjarstjóra að óska eftir því að núverandi verkstjórar starfi til loka september.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 182. fundur - 31.08.2010

Bjarkey bókar: "að hún gerir athugasemd við, að ekki hafi legið fyrir í fundarboði hvaða tillögu hafi átt að taka fyrir".
 

Undir þessum lið véku Bjarkey Gunnarsdóttir og  Ingvar Erlingsson af fundi og í stað Ingvars kom Sólrún Júlíusdóttir.
 

Bæjarráð samþykkir að taka til endurskoðunar ákvörðun bæjarstjórnar í málefnum þjónustumiðstöðvar Fjallabyggðar. Í ljósi þess samþykkir bæjarráð að fela bæjarstjóra að ráða Guðna M. Sölvason til starfa sem verkstjóra við þjónustumiðstöð Fjallabyggðar frá og með næstu mánaðarmótum að telja.

Samþykkt samhljóða.
 

Egill bókar: "Nú þegar er búið að ráða verkstjóra í þjónustumiðstöð Fjallabyggðar legg ég til, að skoðað verði að færa tæknideild í þjónustumiðstöð við Lækjargötu á Siglufirði, því klárlega þurfa þessar tvær deildir að vinna mjög náið saman, það er starfsfólk þjónustumiðstöðvar og tæknideildar og gæti verið hagræðing í þessu til að mynda með nýtingu á starfsfólki yfir orlofstímann og fleira".