Bæjarráð Fjallabyggðar

162. fundur 11. mars 2010 kl. 12:15 - 14:15 sem fjarfundur í ráðhúsinu á Siglufirði og á bæjarskrifstofunum í Ólafsfirði
Nefndarmenn
  • Bæjarráð varaformaður
  • Jóna Vilhelmína Héðinsdóttir aðalmaður
  • Þorsteinn Ásgeirsson varamaður
  • Ólafur Þór Ólafsson skrifstofu- og fjármálastjóri
  • Þórir Kristinn Þórisson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Ólafsson skrifstofu- og fjármálastjóri

1.Stofnun Félags um Síldarævintýrið á Siglufirði

Málsnúmer 1003046Vakta málsnúmer

Á fund bæjarráðs mættu Gunnar Smári Helgason og Finnur Yngvi Kristinsson til að ræða stofnun og markmið félags til að halda hina hefðbundnu hátíð, Síldarævintýrið, um verslunarmannahelgina ár hvert. Meginviðmið sé ,,síldarstemningin" í anda síldaráranna þar sem dagskráin verði metnaðarfull og vönduð og sem mest byggð á menningu Fjallabyggðar. 
Fulltrúar vildu kanna hvort bæjaryfirvöld vildu gera samning við félagið um tilhögun hátíðarinnar og árlegt framlag. Óska jafnframt eftir því að sveitarfélagið komi að stofnun félagsins og tilnefni meðstjórnanda og varamann.

Bæjarráð lýsti yfir ánægju sinni með markmið og stofnun félagsins og vísar erindinu til menningarnefndar.

2.Framhaldssamningur um Rekstrarleigu VW Transporter YL-131

Málsnúmer 1002130Vakta málsnúmer

Samningur um rekstrarleigu fólksflutningabifreiðarinnar YL-131 er runnin út og samþykkir bæjarráð að endurnýja samninginn.

3.Sameining þjónustumiðstöðva

Málsnúmer 1002127Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur skýrsla þróunarstjóra um starfsemi þjónustumiðstöðva sveitarfélagsins.

Bæjarráð samþykkir að birta hana á vef sveitarfélagsins.

4.Aðalfundur Lánasjóðs sveitarfélaga ohf. 2010

Málsnúmer 1003050Vakta málsnúmer

Boðað er til aðalfundar Lánasjóðs sveitarfélaga ohf., föstudaginn 26. mars í Reykjavík.

Bæjarráð samþykkir að Hermann Einarsson fari með umboð sveitarfélagsins.

5.Framlenging umsóknarfrests um starf aðstoðarskólastjóra við fræðslustofnanir Fjallabyggðar

Málsnúmer 1003051Vakta málsnúmer

Bæjarráð samþykkir að framlengja umsóknarfrest um starf aðstoðarskólastjóra við fræðslustofnanir Fjallabyggðar til og með 17. mars 2010.

6.Fyrirspurn um framkvæmdir við sundlaugina í Ólafsfirði

Málsnúmer 1003053Vakta málsnúmer

Jóna Vilhelmína Héðinsdóttir lagði fram eftirfarandi.

Undirrituð óskar eftir upplýsingum um framvindu framkvæmda við sundlaug í Ólafsfirði. Óskað er eftir verk- og kostnaðaráætlun, ásamt upplýsingum um aukaverk sem kunna að hafa fallið til, fram að þessu. Óskaði hún eftir svari á næsta bæjarráðsfundi.

7.Heildaryfirlit yfir framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga 2009

Málsnúmer 1003031Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar heildaryfirlit yfir framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga til Fjallabyggðar á árinu 2009.

8.Áætlanir um úthlutanir framlaga á árinu 2010

Málsnúmer 1003032Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar áætlanir Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga um úthlutanir framlaga til Fjallabyggðar á árinu 2010.

9.Ekki nægir fyrir sveitastjórn að staðfesta fundargerðir án umræðu

Málsnúmer 1003043Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar ábending Skipulagsstofnunar þar sem vakin er athygli á úrskurðum úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála og af þeim megi ráða að sveitarstjórnir verði að fjalla sérstaklega um tillögu undirnefnda sinna og taka afstöðu til þeirra.

10.Launayfirlit janúar - febrúar 2010

Málsnúmer 1003033Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar launayfirlit fyrstu tvo mánuði ársins.

11.Þjóðlendumál á vestanverðu Norðurlandi, nyrðri hluta (7B)

Málsnúmer 1003038Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi frá Óbyggðanefnd um þjóðlendumál á vestanverðu Norðurlandi, nyrðri hluta (7B).
Erindið verður á dagskrá skipulags- og umhverfisnefndar.

12.Fundargerð 772. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga

Málsnúmer 1003022Vakta málsnúmer

Fundargerð lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 14:15.