Bæjarráð Fjallabyggðar

546. fundur 13. mars 2018 kl. 12:00 - 13:30 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Steinunn María Sveinsdóttir formaður, S lista
  • S. Guðrún Hauksdóttir varaformaður, D lista
  • Hilmar Þór Elefsen aðalmaður, S lista
  • Jón Valgeir Baldursson áheyrnarfulltrúi, B lista
Starfsmenn
  • Gunnar Ingi Birgisson bæjarstjóri
  • Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála
Fundargerð ritaði: Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála

1.Málefni Heilbrigðisstofnunar Norðurlands

Málsnúmer 1504010Vakta málsnúmer

Anna Gilsdóttir gæðastjóri Heilbrigðisstofnunar Norðurlands og yfirhjúkrunarfræðingur í Fjallabyggð, og Valþór Stefánsson yfirlæknir mættu á fund bæjarráðs og fóru yfir stöðu sjúkraflutninga í sveitarfélaginu.

Þau hvöttu til þess að stofnað yrði vettvangsliðateymi til að tryggja öryggi íbúana í ljósi niðurstöðu ráðherra.

2.Staðgreiðsla tímabils - 2018

Málsnúmer 1801014Vakta málsnúmer

Lagt fram yfirlit yfir staðgreiðslu útsvars á tímabilinu 1. janúar til 28. febrúar 2018.
Innborganir nema kr. 176.111.199 milljónum sem er 3,5% yfir tímabilsáætlun, sem gerði ráð fyrir 170 milljónum.

3.Erindi vegna breytinga á mannvirkjalögum

Málsnúmer 1803005Vakta málsnúmer

Tekin fyrir umsögn deildarstjóra tæknideildar vegna erindis frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga vegna frumvarps til breytinga á mannvirkjalögum. Í umsögn deildastjóra er tekið undir sjónarmið Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Bæjarráð samþykkir umsögn deildarstjóra og felur deildarstjóra stjórnsýslu og fjármála að senda umsögnina til Sambands íslenskra sveitarfélaga.

4.Samstarfssamningur um rekstur golfvallarins Skeggjabrekku 2018-2019

Málsnúmer 1803030Vakta málsnúmer

Tekin fyrir drög að samningi Fjallabyggðar og Golfklúbbs Fjallabyggðar vegna reksturs golfvallarins í Skeggjabrekku í Ólafsfirði. Gildistími samningsins er tvö ár og tekur hann gildi 1. febrúar 2018.

Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi drög.

5.Sjókvíaeldi

Málsnúmer 1704014Vakta málsnúmer

Tekið fyrir svarbréf Hafrannsóknarstofnunar við bréfi bæjarstjóra vegna áhættumats og burðarþols í Eyjafirði. Í svarbréfinu kemur fram að mælingar séu nýhafnar og búast megi við niðurstöðu um burðarþol eftir u.þ.b. ár. Þegar sú niðurstaða liggur fyrir fer fram áhættumat.

6.Ársskýrsla Slökkviliðs Fjallabyggðar 2017

Málsnúmer 1802030Vakta málsnúmer

Lögð fram uppfærð ársskýrsla Slökkviliðs Fjallabyggðar fyrir árið 2017.

7.Bókhaldsleg meðferð uppgjörs lífeyrisskuldbindinga í A-deild Brúar og umfjöllun um opinber fjármál

Málsnúmer 1705073Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins vegna uppgjörs sveitarfélaga við Brú lífeyrissjóð vegna laga nr. 127/2016. Sveitarfélögum ber nú að gera upp reiknaðan framtíðarhalla A-deildar Brúar lífeyrissjóðs með einskiptisgreiðslu en þessar skuldbindingar hafa ekki verið færðar til bókar í reikningum sveitarfélaga.

8.Heilsueflandi samfélag. Vinnustofa fyrir tengiliði 19.mars og málþing 20.mars 2018

Málsnúmer 1803016Vakta málsnúmer

Málþing um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna 2030 og Heilsueflandi samfélag verður haldið í Hátíðarsal Háskóla Íslands þriðjudaginn 20. mars n.k. kl. 12:30-16:30.

9.CEMR ráðstefna um jafnrétti, fjölbreytileika og þátttöku allra

Málsnúmer 1803018Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga vegna ráðstefnu á vegum Evrópusamtaka sveitarfélaga og svæða, CEMR, mun halda á Spáni 11.-13. júní n.k.

10.Ný persónuverndarlöggjöf

Málsnúmer 1709095Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga vegna innleiðingar á nýrri persónuverndarlöggjöf. Meðfylgjandi er fundargerð fundar lögfræðingahóps um persónuvernd sem haldinn var 23. febrúar sl., og form að vinnslusamningi sem hægt er að nota sem fyrirmynd.

Bæjarráð felur deildarstjóra stjórnsýslu og fjármála að stofna teymi til að undirbúa innleiðingu á nýrri löggjöf í stjórnsýslu Fjallabyggðar.

11.Meistararitgerð um nýja persónuverndarreglugerð nr. 2016/679 (GDPR)

Málsnúmer 1803031Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Sigríði Dís Gunnarsdóttur, sem nýverið lauk meistaranámi í lögfræði við Háskóla Íslands, þar sem hún býður sveitarfélaginu meistararitgerð sína til sölu. Ritgerðin ber heitið “Persónuverndarreglugerðin nr.2016/679. Skyldur og ábyrgð þeirra sem vinna með persónuupplýsingar."

Bæjarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu.

12.PISA 2018

Málsnúmer 1803027Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um framkvæmd PISA könnunarinnar 2018. Á tímabilinu 12. mars til 13. apríl n.k. verður könnunin lögð fyrir í öllum grunnskólum landsins. Með bréfinu eru sveitarfélög og fræðsluskrifstofur hvött til að huga vel að framkvæmd könnunarinnar og búa vel að skólum og nemendum í fyrirlagningarferlinu.

Bæjarráð vísar erindinu til deildarstjóra fræðslu-, frístunda og menningamála.

13.Staða raforkumála í Eyjafirði

Málsnúmer 1803033Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar skýrsla um stöðu raforkumála í Eyjafirði sem verkfræðistofan Lota vann að beiðni Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar.

14.Norðurlands Jakinn 2018

Málsnúmer 1803034Vakta málsnúmer

Tekin fyrir styrkbeiðni frá Íslenskum kraftmönnum vegna aflraunamóts Norðurlands, Jakans. Keppnin fer fram víðs vegar um Norðurland dagana 23.-25. ágúst 2018.

Bæjarráð felur deildarstjóra fræðslu-, frístunda og menningamála að fá nánari upplýsingar um málið.

15.Stjórnarfundur Flokkunar ehf 2018 og Aðalfundur Flokkunar ehf 2018

Málsnúmer 1803026Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar fundargerðir vegna aðalfundar Flokkunar ehf 2018 og stjórnarfundar Flokkunar ehf, sem haldnir voru þann 6. mars sl.

16.Aðalfundur Lánasjóðs sveitarfélaga ohf - 2018

Málsnúmer 1803029Vakta málsnúmer

Lagt fram fundarboð vegna aðalfundar Lánasjóðs sveitarfélaga ohf. sem verður haldinn föstudaginn 23. mars 2018 kl. 15 á Grand Hótel Reykjavík.

17.Til umsagnar, 236. mál - Tillaga til þingsályktunar um aðgengi að stafrænum smiðjum

Málsnúmer 1803024Vakta málsnúmer

Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um aðgengi að stafrænum smiðjum, 236. mál.

Lagt fram til kynningar.

18.Til umsagnar, 178. mál - um breytingu á lögum um heilbrigðisþjónustu, nr. 40/2007

Málsnúmer 1803025Vakta málsnúmer

Velferðarnefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um heilbrigðisþjónustu (réttur til einbýlis og sambúðar við maka á öldrunarstofnunum), 178. mál.

Lagt fram til kynningar.

19.Til umsagnar, 200. mál - Tillaga til þingsályktunar um skiptingu útsvarstekna milli sveitarfélaga

Málsnúmer 1803032Vakta málsnúmer

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um skiptingu útsvarstekna milli sveitarfélaga, 200. mál.

Lagt fram til kynningar.

20.Fundargerðir stjórnar Eyþings - 2018

Málsnúmer 1801006Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 303. fundar stjórnar Eyþings sem haldinn var þann 2. mars sl..

21.Fundargerðir nefnda og stjórna Fjallabyggðar - 2018

Málsnúmer 1801013Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar fundargerðir 52. fundar fræðslu- og frístundanefndar, 223. fundar skipulags- og umhverfisnefndar og 41. fundar markaðs- og menningarnefndar.

Fundi slitið - kl. 13:30.