Umsókn um leyfi fyrir viðbyggingu - Laugarvegur 34

Málsnúmer 2306060

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 300. fundur - 05.07.2023

Með umsókn dagsettri 27.júní 2023 óskar Sigurbjörn Ragnar Antonsson eftir leyfi fyrir viðbyggingu við neðri hæð Laugarvegar 34 samkvæmt meðfylgjandi bráðarbirgðateikningum.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Nefndin samþykkir að grenndarkynna byggingaráformin aðliggjandi lóðarhöfum í samræmi við 44.gr skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 302. fundur - 06.09.2023

Lögð fram að nýju umsókn um leyfi fyrir viðbyggingu við Laugarveg 34 að lokinni grenndarkynningu. Engar athugasemdir bárust á kynningartímanum.
Samþykkt
Nefndin samþykkir að umsækjandi sæki um byggingarleyfi sem byggir á grenndarkynntum gögnum. Fyrirhuguð viðbygging fellur undir umfangsflokk 1 skv. gr. 1.3.2 í byggingarreglugerð og verður umsóknin afgreidd í samræmi við það. Bent er á að hafi byggingarleyfi á grundvelli grenndarkynntrar leyfisumsóknar ekki verið gefið út innan 12 mánaða frá samþykkt sveitarstjórnar fellur samþykktin úr gildi.