Merkingar á og við stofnanir sveitarfélagsins.

Málsnúmer 2109024

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 708. fundur - 09.09.2021

Lagt er til að bæjarráð feli tæknideild að yfirfara merkingar á og við stofnanir sveitarfélagsins og skila bæjarráði minnisblaði með tillögum að úrbótum bæði hvað varðar bætta ásýnd sem og skýrleika merkinga. Einnig er lagt til að bæjarráð feli tæknideild að yfirfara merkingar s.s. gangbrautarmerkingar og leiðarvísanir sem eru á vegum Vegagerðarinnar og vinna sambærilegt minnisblað með staðgreindum ábendingum um úrbætur, það minnisblað skal lagt fyrir bæjarráð sem mun, ef þörf er talin á, senda það til Vegagerðarinnar.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir ofangreinda tillögu og felur deildarstjóra tæknideildar að vinna umrædd minnisblöð og leggja fyrir bæjarráð eigi síðar en um næstu mánaðarmót.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 715. fundur - 21.10.2021

Lagt er fram minnisblað deildarstjóra tæknideildar dags. 18. október 2021, í minnisblaðinu er farið yfir ástand merkinga við stofnanir Fjallabyggðar og lagðar til úrbætur.
Vísað til umsagnar
Bæjarráð þakkar framlagt minnisblað og felur deildarstjóra tæknideildar að meta kostnað við að skipta út núverandi máluðum undirstöðum skilta og setja í stað þeirra undirstöður úr ryðfríu efni. Einnig felur bæjarráð deildastjóra tæknideilda að afla upplýsinga um eiganda upplýsingaskilta við innkomu í báða byggðakjarna og óska eftir að þau verði lagfærð, ef ekki verður orðið við því þá verði þau fjarlægð.