Vefmyndavélar á heimasíðu Fjallabyggðar

Skjáskot úr vefmyndavél
Skjáskot úr vefmyndavél

Opnað hefur verið fyrir aðgang að vefmyndavélum á heimasíðu Fjallabyggðar en hnappur inn á myndavélarnar eru efst á síðunni Vefmyndavélar | Fjallabyggð

Fyrst um sinn verður opið fyrir myndavélar frá Fjallabyggðarhöfnum, ein vél á Siglufirði og tvær vélar á Ólafsfirði auk þess sem opið er inn á vefmyndavélar frá Skíðasvæðinu í Skarðsdal.

Vonandi njóta notendur síðunnar þessarar nýju þjónustu og sjálfsagt mál að deila slóðinni til upplýsinga fyrir íbúa, ferðamenn, sjófarendur, skíðafólk og alla þá sem vilja sjá beinar útsendingar frá Fjallabyggð.