Þakklætisvottur frá Sjómannadagsráði Ólafsfjarðar

Ægir Ólafsson og Ríkey Sigurbjörnsdóttir
Ægir Ólafsson og Ríkey Sigurbjörnsdóttir

Sjómannadagsráð Ólafsfjarðar afhenti Fjallabyggð skjöld prýddan merki Sjómannadags Fjallabyggðar 2024 sem þakklætisvott fyrir stuðning við sjómannadagshátíðina. Það var Ægir Ólafsson sem afhenti skjöldinn og tók Ríkey Sigurbjörnsdóttir, deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála, við honum fyrir hönd Fjallabyggðar.

Fjallabyggð þakkar Sjómannadagsráði farsælt og gott samstarf.  Sjómannadagshátíðin er stórglæsileg í alla staði og það starf sem unnið er bæði í aðdraganda hátíðar og á henni sjálfri er til mikils sóma fyrir félagið og samfélagið allt.