Mynd: Heimasíða Fljótamótsins.
Eftir fjögurra ára hlé hefur verið opnað fyrir skráningu að Fljótamóti sem haldið verður föstudaginn langa, þann 29 mars nk.
Gengnar verða fjölbreyttar gönguleiðir við allra hæfi með hefðbundinni aðferð í öllum flokkum barna, unglinga, og fullorðinna.
Keppt verður í 20 km í karla og kvennaflokki á aldrinum 16-34, 35-49, 50-59 og 60 ára og eldri. Í vegalengdunum 5 km og 10 km verður keppt í karla og kvennaflokki 16 ára og eldri. Einnig verður keppt í flokki drengja og stúlkna í vegalengdunum 5 km og 10 km á aldrinum 12-15 ára, 2,5 km fyrir 6-11 ára og 1 km fyrir 3-5 ára.
Hámarksfjöldi keppenda er 140. Fyrstur kemur fyrstur fær. Skráning fer aðeins fram rafrænt á heimasíðu mótsins og lýkur 26. mars.
Mótið hefst kl 13:00 við Brúnastaði. Afhending rásnúmera fer fram við Ketilás frá 11:00 – 12:00.
Skráning