Peningagjöf úr minningarsjóði Magnúsar Magnússonar

Sunnudaginn 19. ágúst afhentu þeir Þorgeir Gunnarsson og Sigursvein Magnússon Tónskóla Fjallabyggðar 1.440.000 kr. á lokatónleikum Berjadaga í Ólafsfirði.
Gjöfin var gefin að tilefni að Tónskóli Fjallabyggðar er loks að komast í varanlegt húsnæði á Ólafsfirði, sem mun verða gjörbylting í starfi skólans um komandi framtíð. Peningarnir verða notaðir til búnaðarkaupa og munu hjálpa mikið til að gera nýja húsnæðið sem glæsilegast. Það var Magnús G Ólafsson skólastjóri sem tók á móti gjöfinni, en þeir félagar stilltu sér upp fyrir utan Menningarhúsið Tjarnarborg þar sem Tónskóli Fjallabyggðar verður til húsa. Myndirnar tók Lára Stefánsdóttir skólameistari menntaskólans á Tröllaskaga.