Nú eru komnar út nýjar hunda- og kattasamþykktir sem og tilsvarandi gjaldskrár.
Bæjarstjórn Fjallabyggðar staðfesti á fundi sínum þann 13. júní 2012 samþykkt um kattahald í Fjallabyggð og þann 11.
janúar sl. gjaldskrá um kattahald í Fjallabyggð.
Samkvæmt samþykkt um kattahald í Fjallabyggð þarf að sækja um leyfi til kattahalds á skrifstofur sveitarfélagsins á Siglufirði og
Ólafsfirði.
Eigendur katta sem halda ketti við gildistöku samþykktarinnar (17. júlí 2012) skulu skrá ketti sína gjaldfrjálst innan þriggja
mánaða frá gildistöku samþykktarinnar, eftir það greiðist samkvæmt gjaldskrá.
Hægt er að nálgast samþykkt og gjaldskrá um kattahald á skrifstofum Fjallabyggðar og á tenglunum hérna.
Samþykkt um kattahald
Gjaldskrá fyrir kattahald
Bæjarstjórn Fjallabyggðar staðfesti á fundi sínum þann 11. janúar 2012 endurskoðaða samþykkt um hundahald í Fjallabyggð sem
og endurskoðaða gjaldskrá um hundahald í Fjallabyggð sem gekk í gildi þann 17. júlí og 1. ágúst 2012.
Hægt er að nálgast samþykkt og gjaldskrá um hundahald á skrifstofum Fjallabyggðar sem og á tenglunum hérna.
Samþykkt um hundahald
Gjaldskrá fyrir hundahald