FM Trölli sendir út í allri Fjallabyggð

Búið er að setja upp sendir í Ólafsfirði þannig að Ólafsfirðingar geta einnig hlustað á útvarpsstöðina FM Trölla, tíðnin er sú sama og á Siglufirði, 103,7.
Útvarpsstöðin FM Trölli hefur sent út í allnokkurn tíma á Siglufirði og hefur útvarpið verið einna helst virkt með útvarpsþætti í kringum Síldarævintýrið á Siglufirði og má þess geta að það eru daglegir þættir þessa dagana.

Þeir sem ekki eru á svæðinu geta hlustað í gegnum netið, á fm.trolli.is