Tilboð óskast í endurnýjun á yfirfallslögn Álalækjar á Siglufirði

Fjallabyggð óskar eftir tilboðum í endurnýjun á yfirfallslögn Álalækjar á Siglufirði.

Rjúfa þarf núverandi yfirborðsfrágang og grafa fyrir og leggja nýja yfirfallslögn frá dælubrunni við efri enda Gránugötu að smábátahöfn. Nýja lögnin tengist við núverandi lagnakerfi norðan dælubrunns og kemur í stað núverandi Álalækjarræsis sem leggst af.

Verktími er frá 15. september 2022 til 30. nóvember 2022.

Hægt er að nálgast útboðsgögn rafrænt á netfangið armann@fjallabyggd.is

Tilboði skal skila á skrifstofu Fjallabyggðar Gránugötu 24, Siglufirði, í lokuðu umslagi sem sýni nafn bjóðanda, merktu:

"Siglufjörður, Álalækjaryfirfall"

Opnunartími tilboða: Fimmtudaginn 2. júní 2022 kl. 14:00 á skrifstofu Fjallabyggðar.