Aðilar í Fjallabyggð fá styrki frá Menningarráði Eyþings

Það er gleðilegt að segja frá því að sex styrkir frá Menningarráði Eyþings fóru í verkefni sem sveitarfélagið, einstaklingar og félög í Fjallabyggð fengu. Eftirtaldir aðilar og verkefni fengu styrk:   Fjallabyggð, til að halda Grænlenska menningarviku barna og unglinga í nóvember.
Jassklúbbur Ólafsfjarðar til að vera með blússkóla - ,,bryggjublús“ á blúshátíðinni í byrjun júlí.
Ljóðasetrið fékk styrk til að láta hanna og prenta veggspjöld.
Ungmennfélagið Glói fékk styrkt til Ljóðahátíðarinnar Glóð á Siglufirði.
Fríða Gylfadóttir fékk styrk í ,,Fjallabyggðartrefilinn“ sem tengja á Ólafsfjörð og Siglufjörð við opnun Héðinsfjarðarganga.
Þjóðlagahátíðin á Siglufirði.