Ungmennaráð Fjallabyggðar

14. fundur 16. mars 2017 kl. 16:30 - 18:00 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Haukur Orri Kristjánsson aðalmaður ungmennaráðs
  • Óskar Helgi Ingvason aðalmaður ungmennaráðs
  • Árni Haukur Þorgeirsson varamaður ungmennaráðs
Starfsmenn
  • Róbert Grétar Gunnarsson deildarstjóri fræðslu- frístunda- og menningarmála
Fundargerð ritaði: Róbert Grétar Gunnarsson Deildarstjóri fræðslu, frístunda og menningarmála
Einnig sat fundinn Jón Pétur Erlingsson til vara úr 9.bekk Grunnskóla Fjallabyggðar.

1.Ungt fólk og lýðræði 2017

Málsnúmer 1703003Vakta málsnúmer

Rætt var um ráðstefnu Ungmennaráðs Íslands (UMFÍ) sem haldin verður í níunda sinn dagana 5.-7. apríl á Hótel Laugabakka í Miðfirði. Hvert ungmennaráð hefur tækifæri til þess að senda tvo fulltrúa á ráðstefnuna.
Haukur Orri Kristjánsson nefndarmaður í ungmennaráði Fjallabyggðar er í stjórn Ungmennaráðs Íslands og mun fara fyrir hönd Fjallabyggðar.

2.Framtíðarhúsnæði Neon

Málsnúmer 1511003Vakta málsnúmer

Vandi núverandi leiguhúsnæða eins og Billans, er að það má engu breyta og ekkert gera vegna þess að þetta er einkahúsnæði. Það er því erfitt að aðlaga það húsnæði að félagsstarfi unglinga.
Eins varðandi það að vera í aðstöðu í vallarhúsi KF, þá gera unglingar sér grein fyrir hve slæmt þetta er fyrir knattspyrnufélagið að þurfa að færa til hluti, bikara og annað. Það húsnæði er líka einfaldlega of lítið.
Flest bæjarfélög á landinu, eins og til dæmis Dalvík, Sauðárkrókur og Akureyri búa þannig að æskulýðsstarfi að það hefur ákveðið húsnæði, sem er mótað og innréttað eftir þörfum þeirra, sem það nota.

3.Frístundastefna Fjallabyggðar.

Málsnúmer 0810022Vakta málsnúmer

Nokkur umræða var í upphafi um frístundastyrki og hve óhentugt það getur verið að skipta 20.000 króna upphæð ef námskeið kostar mun minna en það.
Nefndinni leist því mjög vel á það, að taka upp rafrænt bókunarkerfi, sem getur haldið betur utan um frístundastarf unglinga í Fjallabyggð og notkun frístundastyrkja frá Fjallabyggð.
Varðandi endurskoðun frístundastefnu Fjallabyggðar vildi nefndin koma því á framfæri að það virðist sem of mörg félög séu á svæðinu. Draumsýnin væri að sjá eitt félag og innan þess væru mörg aðildarfélög eins og t.d. hjá F.H., en innan þess félags er: sunddeild, knattspyrnudeild, frjálsíþróttadeild o.s.frv.

Fundi slitið - kl. 18:00.