Ungmennaráð Fjallabyggðar

37. fundur 15. maí 2023 kl. 16:15 - 17:15 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Ronja Helgadóttir aðalmaður
  • Elísabet Ásgerður Heimisdóttir varamaður
  • Sveinn Ingi Guðjónsson aðalmaður
  • Jóhann Gauti Guðmundsson aðalmaður
  • Helgi Már Kjartansson aðalmaður
Starfsmenn
  • Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála
Fundargerð ritaði: Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála

1.Gestir á fundi Ungmennaráðs Fjallabyggðar

Málsnúmer 2212024Vakta málsnúmer

Ungmennaráð tekur á móti gestum á fundi sína og fær kynningu á áhugaverðum málefnum að þeirra vali.
Lagt fram til kynningar
Fyrri gestur fundarins var Hjörtur Hjartarson deildarstjóri félagsmáladeildar en ungmennaráð hafði óskað eftir að fá kynningu á málefnum fatlaðs fólks í Fjallabyggð. Hjörtur kynnti fyrir nefndarmönnum framboð þjónustu við fatlað fólk og rétt þeirra til þjónustu með áherslu á yngri kynslóðina. Hjörtur svaraði svo spurningum fundarmanna. Seinni gestur fundarins var Óskar Þórðarson formaður UÍF en ungmennaráð hafði einnig óskað eftir kynningu á íþróttamálum í sveitarfélaginu. Óskar fór yfir uppbyggingu og skipulag UÍF og hlutverk þess. Óskar svaraði svo spurningum fundarmanna. Ungmennaráð þakkar þeim Hirti og Óskari fyrir komuna og góðar kynningar.

2.Ungmennaráð - ýmis mál

Málsnúmer 2304025Vakta málsnúmer

Fundarmenn ræða um mál sem brenna á ungmennunum. Um er að ræða síðasta fund ráðsins í vetur.
Rætt um starf liðins vetrar. Þetta er síðasti fundur ráðsins í vetur.
Deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála þakkar nefndarmönnum fyrir mjög vel unnin störf í vetur. Ungmennaráð hefur verið mjög áhugasamt og virkt í starfi sínu á liðnum vetri.

Ungmennaráð langar að hvetja unglinga og ungmenni í Fjallabyggð til að taka þátt í starfi í ungmennaráði og vera virk og dugleg að láta í sér heyra.

Fundi slitið - kl. 17:15.