Ungmennaráð Fjallabyggðar

34. fundur 14. desember 2022 kl. 16:30 - 17:45 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Ronja Helgadóttir aðalmaður
  • Kristján Már Kristjánsson varamaður
  • Sveinn Ingi Guðjónsson aðalmaður
  • Jóhann Gauti Guðmundsson aðalmaður
  • Helgi Már Kjartansson aðalmaður
Starfsmenn
  • Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála
Fundargerð ritaði: Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála

1.Gestir á fundi Ungmennaráðs Fjallabyggðar

Málsnúmer 2212024Vakta málsnúmer

Sigríður Ingvarsdóttir bæjarstjóri er gestur fundarins að þessu sinni.
Lagt fram til kynningar
Sigríður Ingvarsdóttir bæjarstjóri Fjallabyggðar var gestur fundarins. Hún kynnti sig og sögu sína. Einnig gerði hún nýsköpun og frumkvöðlastarf að umtalsefni við ungmennin. Ungmennaráð hvatti bæjarstjóra til að fara með kynninguna til grunn- og framhaldsskólanemenda í Fjallabyggð, því þangað ætti hún sannarlega líka erindi. Að lokum þakkaði ungmennaráð Sigríði bæjarstjóra fyrir góða kynningu og komuna á fundinn.

2.Frístundastyrkir Fjallabyggðar - reglur

Málsnúmer 1611062Vakta málsnúmer

Farið yfir drög að breytingum á reglum um frístundastyrki Fjallabyggðar.
Lagt fram til kynningar
Deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála fór yfir drög að endurskoðuðum reglum um frístundastyrki Fjallabyggðar 2023. Fyrirhugað er að styrkupphæð hækki í 45.000 kr. til barna á aldrinum 4. til og með 18. ára.

3.Starfsemi Neons 2022-2023

Málsnúmer 2212006Vakta málsnúmer

Efnt til umræðu um starf félagsmiðstöðvarinnar með ungmennaráði fyrir líðandi skólaár og hvernig ráðið vill sjá starfsemina þróast í framtíðinni.
Lagt fram til kynningar
Ungmennaráð ræddi starfið í félagsmiðstöðinni Neon og hvernig það vildi sjá það þróast út veturinn. Rætt um ýmsar hugmyndir. Rætt um að gott væri að auka opnun fyrir 5.-7.bekk og 16-18 ára í félagsmiðstöðinni, hafa opið tvisvar sinnum í mánuði fyrir þessa aldurshópa.

Fundi slitið - kl. 17:45.