Ungmennaráð Fjallabyggðar

17. fundur 27. febrúar 2018 kl. 16:00 - 17:00 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Birna Björk Heimisdóttir varaformaður
  • Elísabet Alla Rúnarsdóttir varamaður ungmennaráðs
  • Sólveig Lilja Brinks aðalmaður ungmennaráðs
  • Kara Mist Harðardóttir aðalmaður ungmennaráðs
Starfsmenn
  • Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu- frístunda- og menningarmála
Fundargerð ritaði: Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála
Kristinn Feyr Ómarsson boðaði forföll og Helga Dís Magnúsdóttir varamaður hans einnig.

1.Ungmennaráð Fjallabyggðar 2017-2018

Málsnúmer 1711011Vakta málsnúmer

Kristinn Freyr Ómarsson aðalfulltrúi UÍF í ráðinu hefur óskað eftir að láta af nefndarstörfum. Óskað hefur verið eftir tilnefningu nýs fulltrúa frá UÍF. Birna Björk Heimisdóttir tekur við formennsku Ungmennaráðs en hún var kjörinn varaformaður.

2.Ungt fólk og lýðræði 2018

Málsnúmer 1802026Vakta málsnúmer

Ungmennaráðstefnan Ungt fólk og lýðræði 2018 fer fram 21.-23. mars n.k. á hótel Borealis Efri-Brú í Grímsnes og Grafningshreppi. Yfirskrift ráðstefnunnar 2018 er Okkar skoðun skiptir máli.
Ráðstefnan er fyrir ungt fólk á aldrinum 16-25 ára. Fræðslu- og frístundanefnd hefur hvatt Ungmennaráð til að senda fulltrúa á ráðstefnuna. Enginn af fundarmönnum hefur tök á að fara á ráðstefnuna.

Fundi slitið - kl. 17:00.