Stýrihópur Heilsueflandi samfélags

26. fundur 23. mars 2023 kl. 15:00 - 16:00 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • María Bjarney Leifsdóttir fulltrúi leik- og grunnskóla
  • Ingvar Ágúst Guðmundsson fulltrúi eldri borgara
  • Arnheiður Jónsdóttir fulltrúi UÍF
Starfsmenn
  • Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála
Fundargerð ritaði: Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála
Guðrún Helga Kjartansdóttir var fjarverandi á fundinum og varamaður hennar einnig.

1.Umsókn í Lýðheilsusjóð 2023

Málsnúmer 2211052Vakta málsnúmer

Niðurstaða úr umsókn í Lýðheilsusjóð 2023 lögð fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar
Stýrihópur um heilsueflandi starf í Fjallabyggð sótti um styrk í Lýðheilsusjóð fyrir verkefninu "Allir með". Lýðheilsusjóður styrkir verkefnið um 400.000 kr. Verkefnið er hafið og standa nú yfir opnir hreyfitímar fyrir íbúa Fjallabyggðar 30 ára og eldri, í íþróttahúsum Fjallabyggðar.

2.Íslenska æskulýðsrannsóknin 2021-2026

Málsnúmer 2212010Vakta málsnúmer

Íslenska æskulýðsrannsóknin er rannsókn sem Háskóli Íslands framkvæmir fyrir Mennta- og barnamálaráðuneytið.
Markmið rannsóknarinnar er að safna gögnum um velferð og viðhorf barna og ungmenna og gera niðurstöður aðgengilegar til að styðja við stefnumótun í málefnum barna og ungmenna og snemmbært inngrip og stuðning við börn og fjölskyldur þeirra í anda farsældarlaga, nr. 86/2021.
Lagt fram til kynningar
Niðurstöður úr íslensku æskulýðsrannsókninni 2022 lagðar fram til kynningar.

3.Heilsueflandi samfélag - starfið 2022-2026

Málsnúmer 2210021Vakta málsnúmer

Umfjöllun um starf stýrihópsins og viðburði á hans vegum.
Lagt fram til kynningar
Nú standa yfir opnir hreyfitímar fyrir íbúa Fjallabyggðar, 30 ára og eldri, í íþróttahúsum Fjallabyggðar. Aðsókn hefur verið góð í Ólafsfirði en mjög dræm á Siglufirði. Einn tími er eftir á hvorum stað af því skipulagi sem lagt var upp með til reynslu. Ákveðið að prófa að auglýsa tímana í næstu viku fyrir 20 ára og eldri. Ákveðið að halda áfram hreyfitímum eftir páska í Ólafsfirði þar sem þátttaka hefur verið mjög góð.

Fundi slitið - kl. 16:00.