Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar

287. fundur 17. ágúst 2022 kl. 16:00 - 16:50 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Arnar Þór Stefánsson formaður, A lista
  • Viktor Freyr Elísson varamaður, D lista
  • Hanna Sigríður Ásgeirsdóttir varamaður, D lista
  • Þorgeir Bjarnason aðalmaður, H lista
  • Áslaug Inga Barðadóttir aðalmaður, A lista
Starfsmenn
  • Íris Stefánsdóttir Skipulags- og tæknifulltrúi
Fundargerð ritaði: Íris Stefánsdóttir skipulags- og tæknifulltrúi

1.Breyting á deiliskipulagi - Flæðar

Málsnúmer 2207035Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að óverulegri breytingu á deiliskipulagi fyrir Flæðar, Ólafsfirði. Breytingin felst í að skipulagsmörk deiliskipulagsins eru færð frá götukanti að lóðarmörkum lóða sunnan Aðalgötu og með því verður allt vegstæði Aðalgötu auk gangstíga meðfram götunni sunnanverðri utan skipulagsmarka til þess að samræma mörk deiliskipulagsins við mörk deiliskipulags þjóðvegar í þéttbýli Ólafsfjarðar. Við þetta minnkar skipulagssvæðið úr 14,5 ha í 14,4 ha.
Samþykkt
Nefndin samþykkir framlagða breytingu og felur tæknideild að auglýsa hana í samræmi við skipulagslög nr.123/2010.

2.Umsókn um byggingarleyfi - Strandgata 9

Málsnúmer 2206089Vakta málsnúmer

Lögð fram greinargerð hönnuðar og upppfærð teikning, dags 14.07.2022.
Samþykkt
Umsókn um byggingarleyfi er samþykkt.

3.Umsókn um fjölgun fasteigna við Hlíðarveg 44 Siglufirði

Málsnúmer 2208033Vakta málsnúmer

Vegna vinnu við nýja eignaskiptayfirlýsingu fyrir eigendur Hlíðarvegar 44, er lögð fram umsókn Kristjáns Eldjárns Hjartarsonar fyrir hönd eigenda íbúðar 0202 þar sem óskað er eftir leyfi til að skipta þeirri eign í tvær íbúðir eins og upphaflega var.
Samþykkt
Erindi samþykkt.

4.Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi - Laugarvegur 46 Siglufirði

Málsnúmer 2207031Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn dagsett 17.júlí 2022, þar sem Sölvi Sölvason sækir um endurnýjun lóðarleigusamnings fyrir lóðina Laugarveg 46. Einnig lagt fram lóðarblað dags.15.8.2022.
Samþykkt
Erindi samþykkt.

5.Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi - Lindargata 22b Siglufirði

Málsnúmer 2207047Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn dagsett 27.júlí 2022, þar sem DK Fasteignir ehf. sækja um endurnýjun lóðarleigusamnings fyrir lóðina Lindargötu 22B.
Samþykkt
Erindi samþykkt.

6.Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi - Hólavegur 21 Siglufirði

Málsnúmer 2207051Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn dagsett 24.júlí 2022, þar sem Árni Þorkelsson sækir um endurnýjun lóðarleigusamnings fyrir lóðina Hólaveg 21.
Samþykkt
Erindi samþykkt.

7.Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi - Aðalgata 6 Siglufirði

Málsnúmer 2208020Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn dagsett 11.ágúst 2022, þar sem Ívar Atlason f.h. Svanhóls ehf. sækir um endurnýjun lóðarleigusamnings fyrir lóðina Aðalgötu 6.
Samþykkt
Erindi samþykkt.

8.Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi - Reykir lóð 150914

Málsnúmer 2208019Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn dagsett 12.ágúst 2022, þar sem Kári Þórðarson og Rósa Guðmundsdóttir sækja um endurnýjun lóðarleigusamnings fyrir Reyki lóð 150914.
Samþykkt
Nefndin samþykkir umsókn um endurnýjun lóðarleigusamnings. Í samræmi við samþykkt deiliskipulag frístundabyggðar í landi Reykja verða lóðarmörk aðlöguð skipulaginu og fær lóðin staðfangið Sundlaugargata 10.

9.Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi - Skútustígur 5 Siglufirði

Málsnúmer 2208023Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn dagsett 15.ágúst 2022, þar sem Sigþóra Gústafsdóttir sækir um endurnýjun lóðarleigusamnings fyrir lóðina Skútustíg 5 þannig að lóðarstærð sé í samræmi við samþykkt deiliskipulag frístundabyggðar á Saurbæjarási.
Samþykkt
Erindi samþykkt.

10.Umsókn um lóð - Ránargata 2

Málsnúmer 2207034Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn dagsett 19.júlí 2022, þar sem Ólafur Haukur Kárason sækir um lóðina Ránargötu 2, Siglufirði.
Vísað til bæjarráðs
Nefndin samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti og vísar henni til afgreiðslu bæjarráðs.

11.Umsókn um frest á úthlutun lóðar - Eyrarflöt 11-13

Málsnúmer 2110028Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur frá Gabríel Reynissyni f.h. Byggingarfélasins Berg ehf. þar sem óskað er eftir fresti til 1. september 2022 til að skila inn teikningum og sækja um byggingarleyfi á Eyrarflöt 11-13.
Samþykkt
Erindi samþykkt.

12.Umsókn um frest á úthlutun lóðar - Eyrarflöt 22-28

Málsnúmer 2110027Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur frá Gabríel Reynissyni f.h. Byggingarfélasins Berg ehf. þar sem óskað er eftir fresti til 1. september 2022 til að skila inn teikningum og sækja um byggingarleyfi á Eyrarflöt 22-28.
Samþykkt
Erindi samþykkt.

13.Umsókn um stækkun lóðar við Túngötu 29b Siglufirði

Málsnúmer 2208018Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Sigurðar Jóhannssonar dagsett 11. ágúst 2022. Þar sem óskað er eftir stækkun lóðar til norðurs að lóðarmörkum Túngötu 31b.
Synjað
Nefndin hafnar erindinu þar sem stækkunin nær inn á skilgreinda götu og myndi hefta aðgengi að nærliggjandi lóðum.
Fylgiskjöl:

14.Hraðakstur á Hlíðarvegi Ólafsfirði

Málsnúmer 2208022Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi íbúa við Hlíðarveg í Ólafsfirði, þar sem óskað er eftir því að gripið verði til ráðstafana til að draga úr hraðakstri í götunni.
Visað til afgreiðslu starfsmanns
Nefndin þakkar fyrir erindið og felur tæknideild að koma þeim tilmælum á framfæri við íbúa að virða hraðatakmarkanir, sérstaklega í ljósi þess að skólahald hefst senn á ný.

15.Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna rannsóknarholna

Málsnúmer 2207049Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn um framkvæmdaleyfi dags. 28.júlí 2022, þar sem Norðurorka hyggur á borun nokkurra rannsóknarhola vestan við Ólafsfjarðarvatn til að fá betri þekkingu á jarðhitasvæðinu í Ólafsfirði.
Samþykkt
Erindi samþykkt.

16.Drög að stefnu um verndun og rannsóknir á fornleifum og byggingararfi

Málsnúmer 2207038Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi Minjastofnunar vegna Stefnu 2022-2027 um verndun og rannsóknir á fornleifum og byggingararfi. Einnig lagt fram minnisblað um bátaarfinn sem er fylgiskjal stefnunnar. Athugasemdafrestur var 5. ágúst sl.
Lagt fram til kynningar

17.Umsókn um stöðuleyfi og lóð við Flugvallarveg 1

Málsnúmer 2207003Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar lóðarleigusamningur fyrir Rarik vegna húss við Flugvallarveg 1, fyrir spenni og undir gám fyrir varaaflsvél fyrir dælur, sem einnig verður staðsettur á lóðinni.
Lagt fram til kynningar

Fundi slitið - kl. 16:50.