Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar

248. fundur 14. nóvember 2019 kl. 16:30 - 22:30 Ólafsvegi 4, Ólafsfirði
Nefndarmenn
  • Nanna Árnadóttir varamaður, I lista
  • Hjördís Hanna Hjörleifsdóttir varaformaður, D lista
  • Ólafur Stefánsson varamaður, D lista
  • Helgi Jóhannsson aðalmaður, H lista
  • Ingibjörg Guðlaug Jónsdóttir aðalmaður, I lista
Starfsmenn
  • Ármann Viðar Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar
  • Íris Stefánsdóttir Skipulags- og tæknifulltrúi
Fundargerð ritaði: Íris Stefánsdóttir skipulags- og tæknifulltrúi

1.Endurskoðun Aðalskipulags Fjallabyggðar 2008-2028

Málsnúmer 1408028Vakta málsnúmer

Undir þessum lið mætti Hjörtur Hjartarson, deildarstjóri félagsmáladeildar og kynnti Húsnæðisáætlun Fjallabyggðar 2019-2026. Einnig mættu Árni Ólafsson og Lilja Filippusdóttir frá Teiknistofu arkitekta Gylfi Guðjónsson og félagar, þau fóru yfir með nefndinni drög að endurskoðuðu aðalskipulagi Fjallabyggðar.

2.Drög að breytingu Svæðisskipulags Eyjafjarðar vegna flutningslína raforku

Málsnúmer 1911023Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Þrastar Friðfinnssonar formanns Svæðisskipulagsnefndar Eyjafjarðar, dags. 07.11.2019 ásamt fundargerð Svæðisskipulagsnefndar Eyjafjarðar frá 07.11.2019 og drögum að breytinu á svæðisskipulagi Eyjafjarðar 2012 - 2024 vegna breytinga á flutningslínu raforku og umhverfisskýrslu.
Samþykkt
Nefndin samþykkir breytingu á Svæðisskipulagi Eyjafjarðar 2012-2024.

3.Fjárhagsáætlun 2020

Málsnúmer 1910029Vakta málsnúmer

Deildarstjóri tæknideildar fór yfir fjárhagsáætlun fyrir 2020.
Nefndin samþykkir fjárhagsáætlun fyrir sitt leyti og vísar til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Helgi Jóhannsson, fulltrúi H-lista lagði fram efirfarandi bókun:

Fyrir fundinum liggur tillaga að fjárhagsáætlun flestra þeirra málaflokka sem undir nefndina heyra. Því miður liggur engin framkvæmdaáætlun fyrir fundinum sem heyra undir málaflokkana.
Sem nefndarmaður skil ég ekki af hverju framkvæmdaáætlun er ekki lögð fram samhliða. Er virkilega ekki gert ráð fyrir að nefndin hafi eitthvað um hana að segja og komið með ábendingar um hana.
Framkvæmdaáætlun er það sem flestir vilja sjá og hafa skoðun á, en svo virðist vera að meirihlutinn í bæjarstjórn Fallabyggðar haldi henni bara útaf fyrir sig.

Fundi slitið - kl. 22:30.