Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar

105. fundur 14. mars 2024 kl. 16:00 - 17:45 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Jón Kort Ólafsson aðalmaður, H lista
  • Sigríður Guðmundsdóttir varaformaður, D lista
  • Ægir Bergsson formaður, A lista
  • Karen Sif Róbertsdóttir aðalmaður, D lista
  • Ásta Lovísa Pálsdóttir aðalmaður, A lista
Starfsmenn
  • Linda Lea Bogadóttir markaðs- og menningarfulltrúi
  • Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála
Fundargerð ritaði: Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála.

1.Tjarnarborg, starfsemi 2023

Málsnúmer 2403034Vakta málsnúmer

Umsjónarmaður Tjarnarborgar fer yfir starfsárið 2023 í Tjarnarborg.
Lagt fram til kynningar
Undir þessum lið sat Snjólaug Ásta Sigurfinnsdóttir umsjónarmaður Tjarnarborgar. Hún fór yfir starfið í menningarhúsinu á árinu 2023. Greinilegt er að mikið líf hefur blómstrað í húsinu á síðasta ári og fjölbreyttir viðburðir. Markaðs- og menningarnefnd þakkar Ástu fyrir góða yfirferð.

2.Rekstur tjaldsvæða Fjallabyggðar 2024

Málsnúmer 2401057Vakta málsnúmer

Kaffi Klara ehf. og Fjallabyggð undirrituðu þjónustusamninga um rekstur tjaldsvæða Fjallabyggðar, annars vegar á Siglufirði og hins vegar í Ólafsfirði fyrir árin 2022-2024. Kaffi Klara ehf. hefur nú skipt um eigendur og hafa þeir lýst því yfir að þeir vilji klára samninginn sem rennur út 15. nóvember 2024.
Lagt fram til kynningar
Markaðs- og menningarnefnd óskar nýjum rekstraraðilum Kaffi Klöru til hamingju og fagnar því að þeir sjái sér fært að sjá um rekstur tjaldsvæðana í sumar.

3.Páskadagskrá - Fjallafjör. 2024

Málsnúmer 2403038Vakta málsnúmer

Farið yfir viðburði um páska 2024 í Fjallabyggð.
Lagt fram til kynningar
Viðburðadagskrá páska 2024 er fjölbreytt. Fjölmargir viðburðir verða á skíðasvæðum, hjá menningar-, ferða- og þjónustuaðilum. Bæjarlistamaður Fjallabyggðar, Ástþór Árnason, verður með sýningu í sal ráðhússins.
Dagskráin er auglýst á vef Fjallabyggðar og mun liggja frammi á völdum stöðum.

4.Hátíðir 2024

Málsnúmer 2403036Vakta málsnúmer

Farið yfir þær hátíðir sem fyrirhugaðar eru í Fjallabyggð á árinu.
Lagt fram til kynningar
Markaðs- og menningarfulltrúi fór yfir þær hátíðir sem verða í Fjallabyggð á árinu. Ljóst er að hátíðum og stærri viðburðum hefur fjölgað og stóran hluta sumarsins eru hátíðarhöld vikuleg.

5.Vorfundur ferðaþjónustu, menningar og afþreyingar í Fjallabyggð

Málsnúmer 2403035Vakta málsnúmer

Farið yfir drög að dagskrá fyrirhugaðs vorfundar.
Lagt fram til kynningar
Vorfundur ferðaþjónustu, menningar og afþreyingar í Fjallabyggð verður í apríl. Verið er að ganga frá dagskrá fundarins og verður hann auglýstur á næstu dögum.

Fundi slitið - kl. 17:45.