Hafnarstjórn Fjallabyggðar

84. fundur 26. september 2016 kl. 17:00 - 17:50 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Ólafur Haukur Kárason formaður, S lista
  • Hilmar Þór Zophoníasson varaformaður, F lista
  • Gunnlaugur Oddsson aðalmaður, F lista
  • Ásgeir Logi Ásgeirsson aðalmaður, D lista
  • Sverrir Sveinsson áheyrnarfulltrúi, B lista
Starfsmenn
  • Gunnar Ingi Birgisson bæjarstjóri
  • Ármann Viðar Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar
  • Þorbjörn Sigurðsson yfirhafnarvörður
Fundargerð ritaði: Ármann Viðar Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar

1.Aflatölur og aflagöld 2016

Málsnúmer 1602026Vakta málsnúmer

Afli í höfnum Fjallabyggðar 1/1 til 26/9 2016 og samanburður við sama tíma 2015.

2016 Siglufjörður 14150tonn í 1687 löndunum.
Ólafsfjörður 449tonn í 484 löndunum.

2015 Siglufjörður 15834tonn í 1988 löndunum.
2015 Ólafsfjörður 491tonn í 533 löndunum.

Aflinn er 1726 tonnum minni 2016 en á sama tíma 2015 í höfnum Fjallabyggðar.

2.Fjögurra ára samgönguáætlun 2015-2018

Málsnúmer 1410017Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar breytingartillaga meirihluta samgöngunefndar á samgönguáætlun 2015 - 2018.

Hafnarstjórn fagnar framkomnum tillögum í samgönguáætlun 2015 - 2018, þar sem meðal annars er gert ráð fyrir 320 milljónum (án vsk) frá Hafnarbótasjóði til endurbyggingar Bæjarbryggju.

3.Vígsla Bæjarbryggjunnar á Siglufirði

Málsnúmer 1609080Vakta málsnúmer

Vígsla Bæjarbryggjunnar á Siglufirði verður föstudaginn 30. september 2016 kl. 16:00. Hafnarstjóri fór yfir dagskrá og fréttatilkynningu.

Hafnarstjórn fagnar þessum áfanga og vonar að sem flestir sjái sér fært að fagna þessum áfanga með okkur.

4.Endurbygging Bæjarbryggju á Siglufirði

Málsnúmer 1505028Vakta málsnúmer

Hafnarstjóri fór yfir dýpkunarframkvæmdir við Bæjarbryggju og innsiglingu en þeim er lokið.

Fundi slitið - kl. 17:50.