Hafnarstjórn Fjallabyggðar

54. fundur 03. mars 2014 kl. 17:00 - 19:00 á bæjarskrifstofum Ólafsvegi 4, Ólafsfirði
Nefndarmenn
  • Sverrir Sveinsson formaður
  • Steingrímur Ó. Hákonarson aðalmaður
  • Guðmundur Gauti Sveinsson aðalmaður
  • Rögnvaldur Ingólfsson varamaður
  • Sigurður V Ásbjarnarson bæjarstjóri
  • Sigurður Helgi Sigurðsson yfirhafnarvörður
Fundargerð ritaði: Sigurður Valur Ásbjarnarson hafnarstjóri

1.Starfsskyldur og verkefni

Málsnúmer 1402060Vakta málsnúmer

Farið var yfir starfsskyldur og starfslýsingu fyrir starf yfir-hafnarvarðar.
Eftir umræður og ábendingar var samþykkt að auglýsa starf yfir-hafnarvarðar með framkomnum ábendingum hafnarstjórnar.

 

Starf yfir-hafnarvarðar við hafnir Fjallabyggðar er laust til umsóknar. 
Umsóknarfrestur er til og með 28. mars n.k.

Um er að ræða 100% starf og þarf viðkomandi að geta hafið störf sem fyrst, helst frá 1. maí n.k.


Hæfniskröfur:

Góð tölvukunnátta er nauðsynleg, almenn menntun sem nýtist í starfi, skipulögð vinnubrögð, sjálfstæði, ákveðni, lipurð í mannlegum samskiptum og góð þjónustulund.
Vegna eðlis starfsins er mikilvægt að viðkomandi búi á starfssvæði hafnanna og æskilegt væri að viðkomandi hafi löggildingu vigtarmanns.

Hreint sakavottorð er skilyrði.

30 tonna skipstjórnarréttindi er kostur.

Staðgóð þekking á höfnum Fjallabyggðar er kostur.
Laun og starfskjör eru samkvæmt gildandi kjarasamningum Sambands íslenskra sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag.

 

Nánari upplýsingar gefur hafnarstjóri, Sigurður Valur Ásbjarnarson í síma 894-5622

Umsóknir skulu vera skriflegar og skulu hafa borist eigi síðar en 28. mars eða á netfangið sigurdur@fjallabyggd.is

Samþykkt samhljóða.

Lagt fram bréf frá Sigurði Helga Sigurðssyni þar sem fram kemur að hann segir upp stöðu yfir-hafnarvarðar frá og með 1. júní 2014.

Hafnarstjórn þakkar Sigurði Helga fyrir góð störf fyrir Fjallabyggðarhafnir.

2.Umhverfisstefna hafna

Málsnúmer 1111070Vakta málsnúmer

Farið var yfir fyrri ákvörðun hafnarstjórnar um að koma fram með umhverfisstefnu fyrir Fjallabyggðarhafnir.

Hafnarstjórn samþykkir að byggja á drögum sem umhverfis- og öryggisnefnd Hafnarsambandsins hefur unnið.

Samþykkt samhljóða og er lögð áhersla á að hún verði lögð fram á næsta fundi hafnarstjórnar.

3.Vöruflutningar og heimafloti 2012 og 2013

Málsnúmer 1312044Vakta málsnúmer

Lagðar fram skýrslur og upplýsingar um heimaflota og vöruflutninga sem hafnarstjóri hefur skilað til áætlunardeildar hjá Vegagerð ríkisins sem fer nú með umrædd mál.

 

4.Vinnuskjal vegna breytinga á höfninni

Málsnúmer 1401066Vakta málsnúmer

Lagðar fram tillögur um nýtt vaktarfyrirkomulag á höfnum Fjallabyggðar.

Hafnarstjóra falið að koma umræddum tillögum til framkvæmda með nýjum yfir-hafnarverði.

5.Frumvarp til laga um breytingu á hafnalögum, nr. 61/2003, 234. mál

Málsnúmer 1402002Vakta málsnúmer

Hafnarstjórn skorar á bæjarstjórn Fjallabyggðar að sækja um framkvæmdafé til lagfæringar á Hafnarbryggju á Siglufirði.

Málið er afar brýnt að mati hafnarstjórnar og er lögð áhersla á að framkvæmdir hefjist á árinu 2015.

Fundi slitið - kl. 19:00.