Hafnarstjórn Fjallabyggðar

137. fundur 10. maí 2023 kl. 16:15 - 17:50 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Tómas Atli Einarsson formaður, D lista
  • Guðmundur Gauti Sveinsson aðalmaður, D lista
  • Ægir Bergsson aðalmaður, A lista
  • Áslaug Inga Barðadóttir aðalmaður, A lista
Starfsmenn
  • Ármann Viðar Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar
  • Friðþjófur Jónsson yfirhafnarvörður
  • Sigríður Ingvarsdóttir bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Ármann Viðar Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar

1.Aflatölur 2023

Málsnúmer 2301054Vakta málsnúmer

Hafnarstjóri lagði fram og fór yfir tölur um landaðan afla með samanburði við fyrra ár. Á Siglufirði höfðu þann 7. maí 3742 tonn borist á land í 188 löndunum, samtímatölur fyrra árs eru 2844 tonn í 141 löndunum. Á Ólafsfirði höfðu 118 tonn borist á land í 88 löndunum, samtímatölur fyrra árs eru 141 tonn í 111 löndunum.
Lagt fram til kynningar.

2.Samantekt frá yfirhafnarverði

Málsnúmer 2211081Vakta málsnúmer

Yfirhafnarvörður fór yfir ýmis málefni Fjallabyggðarhafna.
Hafnarstjórn þakkar yfirhafnarverði fyrir góða yfirferð og leggur áherslu á að ljós í neyðarstigum við bryggjur verði endurnýjuð.
Hafnarstjórn felur deildarstjóra tæknideildar að hefja viðræður við Vegagerðina vegna uppsetningar á kanttré við Togarabryggju.

3.Aðalfundur og ráðstefna Cruise Europe 2023

Málsnúmer 2303033Vakta málsnúmer

Anita Elefsen mætti á fund hafnarstjórnar og fór yfir aðalfund og ráðstefnu Cruise Europe 2023 sem haldin var dagana 28. feb-1. mars síðastliðinn.
Hafnarstjórn þakkar Anitu fyrir góða samantekt og kynningu á ráðstefnu Cruise Europe sem hún sótti fyrir hönd Fjallabyggðarhafna.

4.Fundargerðir Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga

Málsnúmer 2305016Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

5.Reglubundið eftirlit Umhverfisstofnunar með móttökuaðstöðu fyrir úrgang í höfnum Fjallabyggðar

Málsnúmer 2305017Vakta málsnúmer

Í samræmi við 5. gr. reglugerðar nr. 1200/2014 um móttöku á úrgangi og farmleifum frá skipum, er komið að reglubundnu eftirliti með móttökuaðstöðu fyrir úrgang í Fjallabyggðahöfnum. Áætlað er að eftirlitið fari fram þann 23. maí kl. 9:00.
Lagt fram til kynningar.

6.Fjallabyggðarhafnir önnur mál 2023

Málsnúmer 2301055Vakta málsnúmer

Hafnarstjóri fór yfir málefni Fjallabyggðarhafna og svaraði spurningum stjórnarmanna.

7.Fundargerðir Hafnasambands Íslands 2023.

Málsnúmer 2301017Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 17:50.