Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar

44. fundur 02. október 2017 kl. 17:00 - 19:00 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • S. Guðrún Hauksdóttir formaður, D lista
  • Hjördís Hanna Hjörleifsdóttir aðalmaður, D lista
  • Sæbjörg Ágústsdóttir varaformaður, S lista
  • Helga Hermannsdóttir aðalmaður, S lista
  • Steinunn María Sveinsdóttir varamaður, S lista
  • Rósa Jónsdóttir áheyrnarfulltrúi, B lista
Starfsmenn
  • Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu- frístunda- og menningarmála
Fundargerð ritaði: Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu- frístunda og menningarmála

1.Starfsáætlun Grunnskóla Fjallabyggðar skólaárið 2017-2018

Málsnúmer 1708067Vakta málsnúmer

Undir þessum lið sátu Jónína Magnúsdóttir skólastjóri og Erla Gunnlaugsdóttir fulltrúi kennara. Skólastjóri lagði fram og kynnti starfaáætlun grunnskólans fyrir skólaárið 2017-2018.

2.Starfsemi Neon 2017-2018

Málsnúmer 1708050Vakta málsnúmer

Deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála fór yfir starfsemi félagsmiðstöðvarinnar Neon í vetur.

3.Skóladagatal 2017-2018

Málsnúmer 1703080Vakta málsnúmer

Undir þessum lið sátu Olga Gísladóttir leikskólastjóri og Berglind Hlynsdóttir fulltrúi starfsmanna. Leikskólastjóri fór yfir breytingar á skóladagatali leikskólans en breytingar felast í meiri samræmingu við skóladagatal grunnskólans. Gerð var könnun meðal foreldra barna í leikskólanum um hentugustu tímasetningu sumarleyfis barna á leikskólanum. 58 foreldrar tóku þátt í könnuninni. Niðurstöður könnunar eru að langflestir velja sumarleyfi í vikunum 16.júlí - 3. ágúst þegar hver stök vika er skoðuð. Fræðslu- og frístundanefnd samþykkir skóladagatalið m.t.t. breytinga á skipulagsdögum til samræmis við skóladagatal grunnskólans. Ákvörðun um sumarlokun verður tekin af bæjarráði.

4.Starfsáætlun Leikskóla Fjallabyggðar 2017-2018

Málsnúmer 1709079Vakta málsnúmer

Undir þessum lið sátu Olga Gísladóttir leikskólastjóri og Berglind Hlynsdóttir fulltrúi starfsmanna. Leikskólastjóri kynnti starfsáætlun Leikskóla Fjallabyggðar fyrir skólaárið 2017-2018

5.Sjálfsmatsskýrsla Leikskóla Fjallabyggðar 2017

Málsnúmer 1709080Vakta málsnúmer

Undir þessum lið sátu Olga Gísladóttir leikskólastjóri og Berglind Hlynsdóttir fulltrúi starfsmanna. Leikskólastjóri kynnti sjálfsmatsskýrslu Leikskóla Fjallabyggðar fyrir skólaárið 2016-2017.

6.Ytra mat á Leikskóla Fjallabyggðar

Málsnúmer 1610083Vakta málsnúmer

Undir þessum lið sátu Olga Gísladóttir leikskólastjóri og Berglind Hlynsdóttir fulltrúi starfsmanna. Dagana 25. - 28. september komu fulltrúar Menntamálastofnunar í heimsókn í Leikskóla Fjallabyggðar og unnu að ytra mati á skólanum. Þeir dvöldu tvo daga í hvorri starfsstöð. Þeir tóku rýnihópaviðtöl við starfsfólk, foreldra og nemendur. Niðurstöður ytra mats er að vænta í lok nóvember.

7.Vinnuskólinn sumarið 2017

Málsnúmer 1709083Vakta málsnúmer

Undir þessum lið sat Haukur Sigurðsson forstöðumaður íþróttamiðstöðva. Forstöðumaður fór yfir starfið í vinnuskólanum sumarið 2017.

Fundi slitið - kl. 19:00.