Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar

34. fundur 07. nóvember 2016 kl. 17:00 - 18:30 í Tjarnarborg Aðalgötu 13 Ólafsfirði
Nefndarmenn
  • Sæbjörg Ágústsdóttir formaður, S lista
  • Hilmar Þór Hreiðarsson aðalmaður, F lista
  • Hjördís Hanna Hjörleifsdóttir aðalmaður, D lista
  • Steingrímur Ó. Hákonarson aðalmaður, D lista
  • Árni Sæmundsson varamaður, F lista
Starfsmenn
  • Haukur Sigurðsson íþrótta- og tómstundafulltrúi
  • Kristinn J. Reimarsson deildarstjóri fræðslu- frístunda- og menningarmála
Fundargerð ritaði: Kristinn J. Reimarsson deildarstjóri fræðslu- frístunda- og menningarmála
Í upphafi fundar óskaði formaður eftir að mál nr. 1502029 - Úthlutun frítíma í Íþróttamiðstöð Fjallabyggðar verði tekið inn á dagskrá fundarins. Var það samþykkt.

Sóley Anna Pálsdóttir boðaði forföll. Engin varamaður kom í hennar stað.

Árni Sæmundsson varamaður F-lista kom í stað Guðnýjar Kristinsdóttur.

Katrín Andersen fulltrúi foreldra leikskólabarna sat fundinn undir lið 1 - 3.

1.Gjaldskrár 2017

Málsnúmer 1610003Vakta málsnúmer

Vísað til nefndar
Tillögur að gjaldskrám fyrir leik- og grunnskóla ásamt íþróttamiðstöð lagðar fram. Fræðslu- og frístundanefnd samþykkir þær fyrir sitt leyti og vísar þeim til endanlegrar afgreiðslu bæjarstjórnar.

2.Fjárhagsáætlun 2017 og 2018-2020

Málsnúmer 1609020Vakta málsnúmer

Vísað til nefndar
Fjárhagsáætlun fyrir fræðslu- og uppeldismál ásamt æskulýðs- og íþróttamálum lögð fram. Fræðslu- og frístundanefnd samþykkir fjárhagsáætlun fyrir sitt leyti og vísar hennar til endanlegrar afgreiðslu bæjarstjórnar.

3.Styrkumsóknir 2017 - Frístundamál

Málsnúmer 1609047Vakta málsnúmer

Vísað til nefndar
Farið yfir styrkumsóknir sem flokkaðar eru sem frístundamál. Fræðslu- og frístundanefnd samþykkir að vísa tillögu að styrkveitingu til endanlegrar afgreiðslu bæjarstjórnar.
Nefndin leggur jafnframt áherslu á að við ákvörðum um styrkveitingu verði farið eftir nýsamþykktum reglum frá 27. september sl.

4.Styrkumsóknir 2017 - Ýmis mál

Málsnúmer 1609046Vakta málsnúmer

Vísað til nefndar
Farið yfir umsóknir sem flokkast undir ýmis mál. Fræðslu- og frístundanefnd samþykkir að vísa tillögu að styrkveitingu til endanlegrar afgreiðslu bæjarstjórnar.
Nefndin leggur jafnframt áherslu á að við ákvörðum um styrkveitingu verði farið eftir nýsamþykktum reglum frá 27. september sl.

5.Úthlutun frítíma í íþróttamiðstöð Fjallabyggðar

Málsnúmer 1502029Vakta málsnúmer

Vísað til umsagnar
Lögð fram umsögn frá UÍF. Nefndin felur deildarstjóra að fara betur yfir framkomna umsögn og leggja fram ný drög fyrir næsta fund nefndarinnar.

Fundi slitið - kl. 18:30.