Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar

33. fundur 31. október 2016 kl. 16:30 - 19:00 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Sæbjörg Ágústsdóttir formaður, S lista
  • Hilmar Þór Hreiðarsson aðalmaður, F lista
  • Hjördís Hanna Hjörleifsdóttir aðalmaður, D lista
  • Steingrímur Ó. Hákonarson aðalmaður, D lista
  • Sóley Anna Pálsdóttir áheyrnarfulltrúi, B lista
  • Berglind Hrönn Hlynsdóttir fulltrúi starfsmanna
  • Olga Gísladóttir leikskólastjóri
  • Jónína Magnúsdóttir grunnskólastjóri
  • Katrín Freysdóttir fulltrúi foreldra
Starfsmenn
  • Haukur Sigurðsson embættismaður
  • Kristinn J. Reimarsson deildarstjóri fræðslu- frístunda- og menningarmála
Fundargerð ritaði: Kristinn J. Reimarsson deildarstjóri fræðslu- frístunda- og menningarmála
Guðný Kristinsdóttir aðalmaður F-lista mætti ekki og kom enginn varamaður í hennar stað.

1.Breytingar á grunnskólalögum

Málsnúmer 1610011Vakta málsnúmer

Í erindi Menntamálaráðuneytisins, dagsett 28. september 2016, er vakin athygli á breytingum á lögum um grunnskóla nr. 91/2008, sem samþykktar voru á Alþingi í lok síðasta þings í vor.

Bæjarráð samþykkti að vísa málinu til kynningar í fræðslu- og frístundanefnd. Kristinn og Jónína gerðu grein fyrir helstu breytingum.

2.Umsókn um námsvist utan lögheimilssveitarfélags

Málsnúmer 1610093Vakta málsnúmer

Umsókn frá Reykjavíkurborg um námsvist í Grunnskóla Fjallabyggðar. Fyrir liggur samþykki borgarinnar um greiðslu samkvæmt viðmiðum Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Fræðslu- og frístundanefnd samþykkir erindið.

3.Fjárhagsáætlun 2017 og 2018-2020

Málsnúmer 1609020Vakta málsnúmer

Kristinn J. Reimarsson deildarstjóri fræðslu- frístunda- og menningarmála fór yfir forsendur fjárhagsáætlunar 2017 og helstu lykiltölur málaflokksins.

Umræðu um fjárhagsáætlun verður framhaldið á næsta fundi.

4.Gjaldskrár 2017

Málsnúmer 1610003Vakta málsnúmer

Lagðar fram tillögur að gjaldskrám 2017 fyrir leik- og grunnskóla auk íþróttamiðstöðvar.

Nefndin óskar eftir frekari gögnum fyrir næsta fund. Afgreiðslu frestað.

Haukur, Jónína, Olga, Katrín og Berglind Hrönn fóru af fundi kl. 18:20

5.Úthlutun frítíma í íþróttamiðstöð Fjallabyggðar

Málsnúmer 1502029Vakta málsnúmer

Lögð var fram tillaga að breytingu á frítímareglum. Nefndin samþykkir að vísa reglunum til umsagnar UÍF.

6.Styrkumsóknir 2017 - Frístundamál

Málsnúmer 1609047Vakta málsnúmer

Farið yfir umsóknir um styrki til frístundamála. Afgreiðslu frestað til næsta fundar.

7.Rekstraryfirlit ágúst 2016

Málsnúmer 1610045Vakta málsnúmer

Lagt fram rekstraryfirlit fyrir tímabilið janúar - ágúst 2016. Fræðslu-og uppeldismál: Rauntölur, 466.488.048 kr. Áætlun, 467.025.308 kr. Mismunur; 145.260 kr.
Æskulýðs- og íþróttamál: Rauntölur, 171.638.068 kr. Áætlun 169.636.976 kr. Mismunur; -2.001.092 kr.

Fundi slitið - kl. 19:00.