Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar

26. fundur 04. apríl 2016 kl. 17:00 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Sæbjörg Ágústsdóttir formaður, S lista
  • Hilmar Þór Hreiðarsson aðalmaður, F lista
  • Hjördís Hanna Hjörleifsdóttir aðalmaður, D lista
  • Katrín Sif Andersen fulltrúi foreldra
  • Berglind Hrönn Hlynsdóttir fulltrúi starfsmanna
  • Olga Gísladóttir leikskólastjóri
  • Magnús Guðmundur Ólafsson tónskólastjóri
  • Jónína Magnúsdóttir grunnskólastjóri
  • Sigurlaug Guðjónsdóttir fulltrúi kennara
  • Hugborg Inga Harðardóttir fulltrúi foreldra
  • Kristinn J. Reimarsson deildarstjóri fræðslu- frístunda- og menningarmála
Fundargerð ritaði: Kristinn J. Reimarsson deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarnefndar
Guðný Kristinsdóttir boðaði forföll og mætti enginn varamaður í hennar stað. Steingrímur Óli Hákonarson mætti ekki og enginn varamaður kom í hans stað. Sóley Anna Pálsdóttir áheyrnarfulltrúi B-lista mætti ekki og enginn varamaður kom í hennar stað.

1.Skóladagatal 2016 - 2017

Málsnúmer 1603149Vakta málsnúmer

Skóladagatal fyrir skólaárið 2016 - 2017 lagt fram til staðfestingar. Nefndin staðfestir skóladagtöl stofnana.

2.Innleiðing rafrænna prófa

Málsnúmer 1603071Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf Menntamálastofnunar v/ innleiðingu rafrænna prófa haustið 2016 og vorið 2017. Jónína Magnúsdóttir skólastjóri grunnskólans upplýsti um væntanlegt fyrirkomulag á prófunum og verður tengiliður skólans við MMS.

3.Niðurstöður greiningar á lesskilningshluta samræmdra prófa í 10. bekk

Málsnúmer 1603084Vakta málsnúmer

Í bréfi Menntamálastofnunar, dagsett 16. mars 2016, er upplýst um að niðurstaða liggi fyrir í greiningu á lesskilningshluta samræmdra könnunarprófa í íslensku meðal 10. bekkja grunnskóla landsins.
Samkvæmt Þjóðarsáttmála um læsi er markmið að árið 2018 geti a.m.k. 90% barna í 10. bekk lesið sér til gagns.

Jónína Magnúsdóttir fór yfir málið með nefndarmönnum.

4.Niðurstöður úr foreldrakönnun Skólapúlsins

Málsnúmer 1603150Vakta málsnúmer

Jónína Magnúsdóttir skólastjóri grunnskólans fór yfir helstu niðurstöður úr foreldrakönnun Skólapúlsins sem var lögð fyrir í febrúar 2016.

5.Málefni Tónskóla Fjallabyggðar

Málsnúmer 1603151Vakta málsnúmer

Magnús Ólafsson skólastjóri Tónskóla Fjallabyggðar fór yfir nokkur málefni tengt starfsemi skólans. Í máli hans kom fram að skóladagatalið sé 35 vikur en ekki 37 og eru fleiri kennslustundir á viku til að uppfylla lögbundna skólaskyldu. Fyrirhuguð er fækkun á stöðugildum ef sameining við tónskóla Dalvíkurbyggðar gengur eftir. Í bígerð er að gera breytingar á kaffiaðstöðu starfsfólks í starfsstöðinni á Siglufirði. Hugmyndir eru um að bjóða upp á gjaldfrjálst nám í málmblæstri en það hefiur verið gert í Dalvíkurbyggð og gefið góða raun. Ný námskrá fyrir yngri söngnemendur hefur verið í smíðum og verður byrjað að kenna eftir henni næsta vetur.
Gerð var stuttlega grein fyrir þeirri vinnu sem er í gangi við skoðun á sameiningu Tónskóla Fjallabyggðar og Dalvíkurbyggðar.
Þrír hópar fóru fyrir hönd skólans til Akureyrar og tóku þátt í Nótunni 2016.

6.Umsókn um leikskóladvöl utan lögheimilissveitarfélags

Málsnúmer 1603144Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn um leikskóladvöl utan lögheimilissveitarfélags fyrir árið 2016. Samþykkt.

7.Vináttu - verkefni Barnaheilla, forvarnarverkefni

Málsnúmer 1603082Vakta málsnúmer

Bæjarráð vísar málinu til nefndarinnar til kynningar. Lagt fram til kynningar. Olga skólastjóri leikskólans telur verkefnið áhugavert og mun þetta verða tekið til skoðunar á næsta ári.

Fundi slitið.