Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar

119. fundur 14. desember 2022 kl. 16:00 - 16:30 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Viktor Freyr Elísson formaður, D lista
  • Jakob Kárason aðalmaður, A lista
  • Sandra Finnsdóttir aðalmaður, D lista
  • Katrín Freysdóttir aðalmaður, H lista
  • Bryndís Þorsteinsdóttir aðalmaður, A lista
Starfsmenn
  • Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála
Fundargerð ritaði: Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu-, frístunda og menningarmála

1.Ráðning í starf forstöðumanns íþróttamannvirkja

Málsnúmer 2211104Vakta málsnúmer

Deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála kynnir fundarmönnum niðurstöðu ráðningar í stöðu forstöðumanns Íþróttamiðstöðva Fjallabyggðar.
Samþykkt
Deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála fór yfir ráðningarferli vegna ráðningar í stöðu forstöðumanns Íþróttamiðstöðva Fjallabyggðar. Starf forstöðumanns var auglýst 16. nóvember 2022 á vef Fjallabyggðar, á alfred.is og trolli.is, í Tunnunni og Fréttablaðinu. Umsóknarfrestur um starfið var til og með 30. nóvember sl. Átta umsækjendur voru um starfið.
Deildarstjóri kynnti nefndinni þá niðurstöðu að ráða Skarphéðinn Þórsson í starfið. Fræðslu- og frístundanefnd býður Skarphéðinn velkominn til starfa.

Fundi slitið - kl. 16:30.