Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar

85. fundur 04. maí 2020 kl. 16:30 - 18:10 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • S. Guðrún Hauksdóttir formaður, D lista
  • Hólmar Hákon Óðinsson varaformaður I lista
  • Gauti Már Rúnarsson aðalmaður, D lista
  • Diljá Helgadóttir aðalmaður, H lista
  • Jón Garðar Steingrímsson varamaður, I lista
Starfsmenn
  • Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu- frístunda- og menningarmála
Fundargerð ritaði: Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu- frístunda og menningarmála
Guðrún Linda Rafnsdóttir boðaði forföll og í hennar stað sat Jón Garðar Steingrímsson.

1.Erindi v. sumarleyfis / lokun leikskólans

Málsnúmer 2005007Vakta málsnúmer

Erindi hefur borist frá Sunnu Eir Haraldsdóttur hjúkrunardeildarstjóra Hornbrekku og móður leikskólabarns þar sem hún óskar eftir að fólki verði gert kleift að taka vikuna umfram hefðbundna lokun á öðrum tíma, t.d. í júní og í öðru lagi óskar hún eftir að skoðað verði hvort tíminn sem leikskólanum er lokað í framtíðinni hitti ekki alltaf á sömu vikurnar frá ári til árs.
Fræðslu- og frístundanefnd óskar eftir umsögn frá leikskólastjóra og deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála um málið sem lögð yrði fyrir næsta fund nefndarinnar.

2.Starfið fram að lokum skólaárs í Leikskóla Fjallabyggðar 2020

Málsnúmer 2004074Vakta málsnúmer

Undir þessum lið sátu Olga Gísladóttir skólastjóri Leikskóla Fjallabyggðar og Fanney Jónsdóttir fulltrúi starfsmanna leikskólans. Skólastjóri leikskólans fór yfir stöðuna í leikskólanum og hvernig starfið er hugsað framundan en ljóst er að ýmsir liðir í hefðbundnu vorstarfi verða með öðrum hætti en fyrri ár.

3.Skóladagatöl leik- og grunnskóla 2020-2021

Málsnúmer 2004072Vakta málsnúmer

Undir þessum lið sátu Olga Gísladóttir skólastjóri Leikskóla Fjallabyggðar, Fanney Jónsdóttir fulltrúi starfsmanna leikskólans, Erla Gunnlaugsdóttir skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar og Halldóra M. Elíasdóttir fulltrúi kennara grunnskólans.
Skólastjórnendur fóru yfir skóladagatöl leik- og grunnskóla fyrir skólaárið 2020-2021. Fræðslu- og frístundanefnd samþykkir skóladagatölin fyrir sitt leyti.

4.Starfið fram að lokum skólaárs í Grunnskóla Fjallabyggðar 2020

Málsnúmer 2004075Vakta málsnúmer

Undir þessum lið sátu Erla Gunnlaugsdóttir skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar og Halldóra M. Elíasdóttir fulltrúi kennara.
Skólastjóri grunnskólans fór yfir stöðuna í grunnskólanum og hvernig starfið er hugsað framundan en ljóst er að ýmsir liðir í hefðbundnu vorstarfi verða með öðrum hætti en fyrri ár.

5.Fagráð eineltismála - opnun upplýsingaveitu um eineltismál og ráðgjöf

Málsnúmer 2004053Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

6.Vinnuskóli 2020

Málsnúmer 2004071Vakta málsnúmer

Deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála fór yfir skipulag vinnuskólans sumarið 2020. Skipulag skólans er með svipuðu sniði og undanfarin ár og verður auglýstur þegar nær dregur. Smíðaskóli verður haldinn í báðum byggðarkjörnum og er fyrir börn sem lokið hafa 1. bekk (yngst) - 7. bekk (elst) grunnskólans. Áætlað er að hann verði frá 6. - 24. júlí og verði með svipuðu sniði og í fyrra þ.e.a.s. fyrstu tvær vikurnar er hann mánudaga, þriðjudaga og miðvikudaga og í þriðju viku bætist finmmtudagur við.

Fundi slitið - kl. 18:10.